MONTREAL
Montreal er næststærsta borg Kanada. Það má segja að Montreal sé eyja sem hægt er að sigla í kringum. Borgin er í Quebec-fylki. Þetta er borg reisulegra gamalla bygginga og steinlagðra gatna, nútímaskýjakljúfa og fallegra garða. Borgin dregur nafn sitt af fjallinu Mont-Royal, Mont (fell) og Royal (konungs) sem myndi útleggjast sem Konungsfell á íslensku. Fjallið er aðalkennileiti borgarinnar. Á toppi þess er skógi vaxið útivistarsvæði og hinn vel þekkti 70 metra hái kaþólski kross. Útsýnið þaðan yfir borgina og nágrenni hennar er hreint út sagt stórkostlegt.
Borgin er þekkt fyrir blöndu af enskri og franskri sögu og menningu sem á rætur sínar að rekja til fyrstu evrópsku landnemabyggðanna frá árinu 1642. Meira en helmingur íbúanna er með frönsku að móðurmáli en allir íbúar hennar eru tvítyngdir og það gefur þessari líflegu og alþjóðlegu borg einstakan sjarma.
Loftslagið í Montreal er temprað og það laðar því að fjölmarga ferðamenn allt árið um kring. Vorið er stutt og haustið hefst um miðjan ágúst. Veturnir eru snjóþungir en ekki mjög kaldir. Sumrin eru yfirleitt löng og rök. Frá miðjum júní fram í miðjan september fer hitinn yfirleitt ekki undir 20 gráður. Besti tíminn til að heimsækja Montreal er á haustin en þau eru mild, þurr og löng.
Montreal er ört stækkandi borg með fallegu umhverfi sem er mjög skemmtilegt að ganga um. Borgin er á eyju við ármót Ottawa og St. Lawrence ánna. Það er vel þess virði að heimsækja gamla bæinn sem er en við bakka St. Lawrence árinnar, Notre-Dame Bonsecours kirkjuna(með stjörnuathugunarstöð), Notre-Dame-de-Montreal dómkirkjuna, Windsor Station bygginguna (frá 19. öld).
Það er upplagt að byrja á því að fara upp á Mount Royal og njóta þess að ganga um garðinn sem þar er. Hrein unun er að horfa yfir borgina þaðan. Klifraðu upp stíginn og tröppurnar við endann á rue Peel eða veldu styttri leið frá Chemin Remembrance bílastæðinu. En trúlega er allra skemmtilegast að fara um garðinn í hestvagni. Það má segja að Mount Royal sé frekar stór hæð en fjall en þaðan opnast stórkostlegt útsýni yfir alla borgina sem er umkringd hinni gríðarlegu á St. Lawrence. Þarna eru tjarnir þar sem hægt er að fara á skauta yfir vetrartímann svo og göngustígar og gönguskíðaslóðar. Svo er víða hægt að setjast niður og njóta lífríkis „la Montagne“, eins og heimamenn kalla garðinn.
Það er tilvalið að skoða hinn undurfallega Botanical-garð (Jardin Botanique) en þar eru yfir 26 þúsund plöntur hvaðanæva úr heiminum. Í miðri St. Lawrence ánni eru afar fallegar eyjur St. Helenu og Notre Dame. Þá eru margir sögustaðir á Old Port svæðinu.
Montreal skiptist í nokkur héruð og er hvert þeirra hluti af einstaklega stórkostlegri og gestrisinni borg. Það eru mörg söfn í borginni, þ.á m. hið stórkostlega Museum of Fine Arts. Þetta svæði hefur löngum verið kallað gullna torgið vegna fjölmargra glæsihýsa sem auðugir enskir og skoskir iðnjöfrar reistu þar og hafa haft áhrif á stjórnmála- og félagslíf Montreal.
Gamla-Montreal eða Vieux-Montreal er elsti hluti borgarinnar. Þar getur að líta kaffihús í anda Parísar, listamenn, tónlistarmenn og blómasölubása. Saint-Denis er iðandi af lífi, með matsölustöðum, óvenjulegum búðum og listagalleríum. Oft hefur hverfinu verið líkt við Saint-Germain-des-Prés í París. Það er hjarta hinnar frönsku Montreal.
Auk allra gömlu bygginganna í sögulegu miðborg Montreal er eitt og annað sem ber nútímalegu líf íbúanna vitni. Svæðið á milli Rene Levesque Boulevard og Sherbrooke Street, samsíða ánni og afmarkast af Guy Street og Saint-Denis Street, er hjarta Montreal. Þar hafa verið reistir margir skýjakljúfar í nútímalegum stíl svo gamli og nýi tíminn kallast þar á. Þá eru
þar verslunarmiðstöðvar og matvöruverslanir sem eru opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á kræsingar úr héraði. Inni á milli eru svo gamlar kirkjur og söfn.
Meðal allra þessa vinsælu staða sem Montreal hefur upp á að bjóða er stórkostleg neðanjarðarborg. Í leit að notalegu athvarfi fjarri snjó, hálku og krapi sem ríkir í fimm til sex mánuði á ári og svo til að forðast kæfandi sumarhitann flýja heimamenn og gestir niður í neðanjarðarborgina í völundarhús verslana, bíó, næturklúbba, kaffihús og veitingastaði.
Auk allra skoðunarferðanna sem hægt er að fara um borgina er hægt að skipuleggja alls kyns tómstundir. The Biodome de Montreal er tilvalinn staður til að slaka á fyrir alla fjölskylduna. Þar eru nokkur söfn, lítill dýragarður og dásamlega fallegur garður. Á hverjum degi er þar skemmtidagskrá og þá er sérstök skemmtidagskrá í boði fyrir yngstu gestina.
Eins og í öllum stórborgum er næturlífið í Montreal sérlega viðburðaríkt. Margir skemmtistaðir og veitingastaðir eru við Saint-Denis Street sem er í miðju latínuhverfinu við Crescent Street. Vinsælir staðir fyrir unga fólkið eru við Concordia-háskólann. Fjörugt næturlíf borgarinnar mun gleðja sönn partíljón og áhugamenn um skemmtanir. Óháð árstíma munu heimsþekktir plötusnúðar þeyta skífum, barþjónar blanda kokteila og allt bíður þetta eftir þér á flottustu skemmtistöðunum. Tónlistin dunar og kokteilarnir flæða! Djass er í miklu uppáhaldi hjá heimamönnum. Fjörug tónlistin ómar af fjölda bara í þessari borg sem aldrei sefur.
Risastórar neðanjarðarverslunarmiðstöðvar eru staðsettar undir torgum og strætum Montreal. Einfaldast er að fara í þær með neðanjarðarlest. Það má segja að Saint-Catherine Street, eða „100 verslana gatan“, sé nafli alheimsins fyrir verslunarunnendur sem hafa komið til Montreal. Það er einmitt þarna sem verslunartúrinn á að hefjast í borginni. Þar eru hágæðamerkjabúðir, útsölumarkaðir utan við borgina, fata- og fylgihlutaverslanir, minjagripaverslanir, kaffihús og veitingastaðir. Aðalatriðið er að skipuleggja sig vel svo maður ná þessu öllu. Á Saint-Denis street eru líka tískuvöruverslanir sem og á Sherbrooke street og Mont-Royal street. Það eru sem sagt verslanir af öllum stærðum og gerðum í borginni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Flugfélög: Mörg mismunandi flugfélög frá öllum heimshornum fljúga til Montreal. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til borgarinnar.
Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn Montréal-Pierre Elliott Trudeau.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 40-50 mínútur (15-20 km).
Tungumál: Franska og enska.
Tímabelti: Staðaltími austurhluta Bandaríkjanna og Kanada, fimm tímum á eftir Íslandi.
Íbúafjöldi: Í kringum 1,7 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi og vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Nauðsynleg.
Gjaldmiðill: Kanadadollari.
Þjórfé: Ekki innifalið en það er ráðlagt að bæta 15-20% við reikninginn.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 3-7,5%
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: Frá 110 til 120 volt og 60 Hz. Millistykki þörf.
Montreal hefur upp á ótal margt að bjóða sem trekkir að ferðamenn hvaðanæva úr heiminum.
1. Láttu ekki allt það skemmtilega sem La Ronde garðurinn hefur upp á að bjóða fram hjá þér fara. Hann er stærsti skemmtigarður í Quebec og sá næststærsti í Kanada. Í honum eru mörg leiksvæði fyrir börn á öllum aldri og fullkomið svæði fyrir foreldrana til að slaka á
2. Njóttu fjölbreytninnar í landslaginu. Náttúruunnendur munu falla í stafi yfir Saint-Lawrence Valley Ecomuseum. Það er virkilega endurnærandi að fara þangað, bæði fyrir líkama og sál. Þar er lítill dýragarður og fjölmargar fallegar gönguleiðir um dásamlegan dalinn. Ekki langt frá miðbænum er Biosphere-garðurinn, með glæsilegum skreytingum sem eru aðallega gosbrunnar og málmskúlptúrar. Þrátt fyrir borgarstílinn, sem er auðvitað dæmigerður fyrir stórborgir, er garðurinn fullkominn til alls kyns íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar með börnunum.
3. Bragðaðu á einstökum réttum heimamanna eða veldu á milli fjölmargra „street food“ staða. Þú ættir alls ekki að láta þessa rétti kanadískrar matargerðar fram hjá þér fara: Prosciutto e Melone – næfurþunnar sneiðar af söltuðu kjöti bornar fram með melónu, Carpaccio di Vitello – sneiðar af hráu kryddlegnu nautakjöti, Antipasto Vizio - kalt kjöt með sjávarréttum og fersku grænmeti. Það eru ódýrir veitingastaðir og kaffihús víða um borgina en flest eru á Crescent street og Saint-Denis street. Að sjálfsögðu er svo afar vinsælt að fá sér „street food“ í borginni. Á göngu þinni um borgina muntu rekast á matarvagna sem selja alls kyns mat hvaðanæva úr heiminum. Ódýrt, fjölbreytt og ljúffengt!
1. Montreal er heimaborg þekktasta sirkuss í heimi - Cirque du Soleil. Tveir götulistamenn stofnuðu hann og þróuðu í þessa spennandi sýningu þar sem gerð eru ótrúlegar kúnstir. Það er engum vafa undirorpið að Cirque du Soleil gerði byltingu á þessu sviði og færði sirkuslistina inn á nýtt og áður óþekkt stig. En hvort sem þið trúið því eða ekki er þetta ekki eini sirkusinn í borginni. Auk fjölmargra sirkushópa er m.a.s. heill skóli í Montreal sem sviptir hulunni af þessum meistaratöktum.
2. Í Quebec-fylki, þar sem Montreal er, er meira en 85% af hlynsírópi heimsins framleitt og flutt út. Þessi dásamlega kanadíska vara er unnin þannig að öllum vökvanum er safnað úr blöðunum af hlyninum og úr honum svo unnið þetta gómsæta síróp.
3. Árið 2006 komst Montreal á heimsminjaskrá UNESCO vegna byggingarlistar, safna og listræns heildarútlits. Ríkisstjórn Kanada styður ríkulega við ungt hæfileikaríkt fólk og gerir það Montreal að heimsklassa borg í skapandi frelsi. Þetta gerir það að verkum að þetta unga fólk tekur þátt í hönnun innviða eins og göngustíga og samgöngukerfis sem er til gagns og gleði fyrir heimamenn og gesti.
Borgin er þekkt fyrir blöndu af enskri og franskri sögu og menningu sem á rætur sínar að rekja til fyrstu evrópsku landnemabyggðanna frá árinu 1642. Meira en helmingur íbúanna er með frönsku að móðurmáli en allir íbúar hennar eru tvítyngdir og það gefur þessari líflegu og alþjóðlegu borg einstakan sjarma.
Loftslagið í Montreal er temprað og það laðar því að fjölmarga ferðamenn allt árið um kring. Vorið er stutt og haustið hefst um miðjan ágúst. Veturnir eru snjóþungir en ekki mjög kaldir. Sumrin eru yfirleitt löng og rök. Frá miðjum júní fram í miðjan september fer hitinn yfirleitt ekki undir 20 gráður. Besti tíminn til að heimsækja Montreal er á haustin en þau eru mild, þurr og löng.
Menning í Montreal
Montreal er ört stækkandi borg með fallegu umhverfi sem er mjög skemmtilegt að ganga um. Borgin er á eyju við ármót Ottawa og St. Lawrence ánna. Það er vel þess virði að heimsækja gamla bæinn sem er en við bakka St. Lawrence árinnar, Notre-Dame Bonsecours kirkjuna(með stjörnuathugunarstöð), Notre-Dame-de-Montreal dómkirkjuna, Windsor Station bygginguna (frá 19. öld).
Það er upplagt að byrja á því að fara upp á Mount Royal og njóta þess að ganga um garðinn sem þar er. Hrein unun er að horfa yfir borgina þaðan. Klifraðu upp stíginn og tröppurnar við endann á rue Peel eða veldu styttri leið frá Chemin Remembrance bílastæðinu. En trúlega er allra skemmtilegast að fara um garðinn í hestvagni. Það má segja að Mount Royal sé frekar stór hæð en fjall en þaðan opnast stórkostlegt útsýni yfir alla borgina sem er umkringd hinni gríðarlegu á St. Lawrence. Þarna eru tjarnir þar sem hægt er að fara á skauta yfir vetrartímann svo og göngustígar og gönguskíðaslóðar. Svo er víða hægt að setjast niður og njóta lífríkis „la Montagne“, eins og heimamenn kalla garðinn.
Það er tilvalið að skoða hinn undurfallega Botanical-garð (Jardin Botanique) en þar eru yfir 26 þúsund plöntur hvaðanæva úr heiminum. Í miðri St. Lawrence ánni eru afar fallegar eyjur St. Helenu og Notre Dame. Þá eru margir sögustaðir á Old Port svæðinu.
Montreal skiptist í nokkur héruð og er hvert þeirra hluti af einstaklega stórkostlegri og gestrisinni borg. Það eru mörg söfn í borginni, þ.á m. hið stórkostlega Museum of Fine Arts. Þetta svæði hefur löngum verið kallað gullna torgið vegna fjölmargra glæsihýsa sem auðugir enskir og skoskir iðnjöfrar reistu þar og hafa haft áhrif á stjórnmála- og félagslíf Montreal.
Gamla-Montreal eða Vieux-Montreal er elsti hluti borgarinnar. Þar getur að líta kaffihús í anda Parísar, listamenn, tónlistarmenn og blómasölubása. Saint-Denis er iðandi af lífi, með matsölustöðum, óvenjulegum búðum og listagalleríum. Oft hefur hverfinu verið líkt við Saint-Germain-des-Prés í París. Það er hjarta hinnar frönsku Montreal.
Auk allra gömlu bygginganna í sögulegu miðborg Montreal er eitt og annað sem ber nútímalegu líf íbúanna vitni. Svæðið á milli Rene Levesque Boulevard og Sherbrooke Street, samsíða ánni og afmarkast af Guy Street og Saint-Denis Street, er hjarta Montreal. Þar hafa verið reistir margir skýjakljúfar í nútímalegum stíl svo gamli og nýi tíminn kallast þar á. Þá eru
þar verslunarmiðstöðvar og matvöruverslanir sem eru opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á kræsingar úr héraði. Inni á milli eru svo gamlar kirkjur og söfn.
Meðal allra þessa vinsælu staða sem Montreal hefur upp á að bjóða er stórkostleg neðanjarðarborg. Í leit að notalegu athvarfi fjarri snjó, hálku og krapi sem ríkir í fimm til sex mánuði á ári og svo til að forðast kæfandi sumarhitann flýja heimamenn og gestir niður í neðanjarðarborgina í völundarhús verslana, bíó, næturklúbba, kaffihús og veitingastaði.
Auk allra skoðunarferðanna sem hægt er að fara um borgina er hægt að skipuleggja alls kyns tómstundir. The Biodome de Montreal er tilvalinn staður til að slaka á fyrir alla fjölskylduna. Þar eru nokkur söfn, lítill dýragarður og dásamlega fallegur garður. Á hverjum degi er þar skemmtidagskrá og þá er sérstök skemmtidagskrá í boði fyrir yngstu gestina.
Næturlífið
Eins og í öllum stórborgum er næturlífið í Montreal sérlega viðburðaríkt. Margir skemmtistaðir og veitingastaðir eru við Saint-Denis Street sem er í miðju latínuhverfinu við Crescent Street. Vinsælir staðir fyrir unga fólkið eru við Concordia-háskólann. Fjörugt næturlíf borgarinnar mun gleðja sönn partíljón og áhugamenn um skemmtanir. Óháð árstíma munu heimsþekktir plötusnúðar þeyta skífum, barþjónar blanda kokteila og allt bíður þetta eftir þér á flottustu skemmtistöðunum. Tónlistin dunar og kokteilarnir flæða! Djass er í miklu uppáhaldi hjá heimamönnum. Fjörug tónlistin ómar af fjölda bara í þessari borg sem aldrei sefur.
Verslun
Risastórar neðanjarðarverslunarmiðstöðvar eru staðsettar undir torgum og strætum Montreal. Einfaldast er að fara í þær með neðanjarðarlest. Það má segja að Saint-Catherine Street, eða „100 verslana gatan“, sé nafli alheimsins fyrir verslunarunnendur sem hafa komið til Montreal. Það er einmitt þarna sem verslunartúrinn á að hefjast í borginni. Þar eru hágæðamerkjabúðir, útsölumarkaðir utan við borgina, fata- og fylgihlutaverslanir, minjagripaverslanir, kaffihús og veitingastaðir. Aðalatriðið er að skipuleggja sig vel svo maður ná þessu öllu. Á Saint-Denis street eru líka tískuvöruverslanir sem og á Sherbrooke street og Mont-Royal street. Það eru sem sagt verslanir af öllum stærðum og gerðum í borginni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Gagnlegar upplýsingar
Flugfélög: Mörg mismunandi flugfélög frá öllum heimshornum fljúga til Montreal. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til borgarinnar.
Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn Montréal-Pierre Elliott Trudeau.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 40-50 mínútur (15-20 km).
Tungumál: Franska og enska.
Tímabelti: Staðaltími austurhluta Bandaríkjanna og Kanada, fimm tímum á eftir Íslandi.
Íbúafjöldi: Í kringum 1,7 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi og vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Nauðsynleg.
Gjaldmiðill: Kanadadollari.
Þjórfé: Ekki innifalið en það er ráðlagt að bæta 15-20% við reikninginn.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 3-7,5%
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: Frá 110 til 120 volt og 60 Hz. Millistykki þörf.
Ys og þys í Montreal
Montreal hefur upp á ótal margt að bjóða sem trekkir að ferðamenn hvaðanæva úr heiminum.
1. Láttu ekki allt það skemmtilega sem La Ronde garðurinn hefur upp á að bjóða fram hjá þér fara. Hann er stærsti skemmtigarður í Quebec og sá næststærsti í Kanada. Í honum eru mörg leiksvæði fyrir börn á öllum aldri og fullkomið svæði fyrir foreldrana til að slaka á
2. Njóttu fjölbreytninnar í landslaginu. Náttúruunnendur munu falla í stafi yfir Saint-Lawrence Valley Ecomuseum. Það er virkilega endurnærandi að fara þangað, bæði fyrir líkama og sál. Þar er lítill dýragarður og fjölmargar fallegar gönguleiðir um dásamlegan dalinn. Ekki langt frá miðbænum er Biosphere-garðurinn, með glæsilegum skreytingum sem eru aðallega gosbrunnar og málmskúlptúrar. Þrátt fyrir borgarstílinn, sem er auðvitað dæmigerður fyrir stórborgir, er garðurinn fullkominn til alls kyns íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar með börnunum.
3. Bragðaðu á einstökum réttum heimamanna eða veldu á milli fjölmargra „street food“ staða. Þú ættir alls ekki að láta þessa rétti kanadískrar matargerðar fram hjá þér fara: Prosciutto e Melone – næfurþunnar sneiðar af söltuðu kjöti bornar fram með melónu, Carpaccio di Vitello – sneiðar af hráu kryddlegnu nautakjöti, Antipasto Vizio - kalt kjöt með sjávarréttum og fersku grænmeti. Það eru ódýrir veitingastaðir og kaffihús víða um borgina en flest eru á Crescent street og Saint-Denis street. Að sjálfsögðu er svo afar vinsælt að fá sér „street food“ í borginni. Á göngu þinni um borgina muntu rekast á matarvagna sem selja alls kyns mat hvaðanæva úr heiminum. Ódýrt, fjölbreytt og ljúffengt!
Staðreyndir um Montreal
1. Montreal er heimaborg þekktasta sirkuss í heimi - Cirque du Soleil. Tveir götulistamenn stofnuðu hann og þróuðu í þessa spennandi sýningu þar sem gerð eru ótrúlegar kúnstir. Það er engum vafa undirorpið að Cirque du Soleil gerði byltingu á þessu sviði og færði sirkuslistina inn á nýtt og áður óþekkt stig. En hvort sem þið trúið því eða ekki er þetta ekki eini sirkusinn í borginni. Auk fjölmargra sirkushópa er m.a.s. heill skóli í Montreal sem sviptir hulunni af þessum meistaratöktum.
2. Í Quebec-fylki, þar sem Montreal er, er meira en 85% af hlynsírópi heimsins framleitt og flutt út. Þessi dásamlega kanadíska vara er unnin þannig að öllum vökvanum er safnað úr blöðunum af hlyninum og úr honum svo unnið þetta gómsæta síróp.
3. Árið 2006 komst Montreal á heimsminjaskrá UNESCO vegna byggingarlistar, safna og listræns heildarútlits. Ríkisstjórn Kanada styður ríkulega við ungt hæfileikaríkt fólk og gerir það Montreal að heimsklassa borg í skapandi frelsi. Þetta gerir það að verkum að þetta unga fólk tekur þátt í hönnun innviða eins og göngustíga og samgöngukerfis sem er til gagns og gleði fyrir heimamenn og gesti.