Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Búkarest - Skoðunarferðir


Hálfur dagur – Kynnisferð um Bucharest.
Bucharest fékk viðurnefnið litla París fyrir sín frægu breiðstræti og fallegu Belle Epoque byggingar, enda er borgin uppfull af glæsilegum bygginum og einstöku andrúmslofti. Stærsta borg Rúmeníu, og höfuðborgin með tæplega 2 milljónir íbúa. Helstu kennileiti borgarinnar skoðuð , og heimsókn í þinghúsið eða höllina, sem er stærsta þinghús heims og byggt að ósk Ceausescu. Ótrúleg bygging sem allir verða að heimsækja einu sinni á ævinni.
Hálfur dagur  með fararstjóra. Innifalið; rúta, fararstjórn, aðgangseyrir í þinghöllina.
Verð kr. 6.990 kr

Heill dagur - Kastali Drakúla  og Brashov
Bran kastali og Peles kastalinn. Heill dagur að heimsækja þessa ótrúlegu kastala og upplifa um leið ótrúlega náttúrufegurð Transilvaníu, sem er hjarta Rúmeníu og talið eitt fallegasta hérað Evrópu.
Bran kastalinn, oft nefndur eftir Drakúla, var byggður á 14 öld og er einstakur minnisvarði um byggingarlist og menningu liðanna alda.  Eftir skoðun, er svo farið til Brashov, sem er ein fegursta borg Rúmeníu, með einstakan arkítektur og minnisvarða sem er ómissandi að skoða. Borgin liggur við Karpatíufjöllin, einn fegursta fjallgarð í Evrópu.
Verð kr. 12.990 kr

Hálfur dagur – Hallir hjá Bucharest
Skemmtilega hálfsdagsferð fyrir þá sem vilja kynnast umhverfi Bucharest í stuttri ferð. Í nágrenni borgarinnar er að finna Mogosoaia höllina, sem er hluti af byggingum sem sækja áhrif sín til Feneyja og Ottomanna, sem sýnir órúlega fjölbreytni menningaráhrifanna sem er á finna í Rúmeníu. Innifalið heimsókn í höllina og upplifun á fallegri náttúru í nágrenni borgarinnar. Upplagt að nota hálfan dag.
Verð kr. 6.990 kr

Rúmenskt kvöld og kvöldverður
Skemmtileg veisla að kvöldi til, til að kynnast ótrúlegri tónlistar og matarmenningu. Farið i einn elsta veitingastað borgarinnar Caru’ cu bere,  sem er með ótrúlegum arkítektúr og hér upplifir þú skemmtilega stemmningu og tónlist allt kvöldið. Innifalið er 3ja rétta máltíð, vín, bjór eða gosdrykkir.
Verð kr. 5.990 kr