Antalya


Margir Íslendingar þekkja Antalya og Lara ströndina en á Lara svæðinu, sem þekkist sem tyrkneska rivíeran, hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Nóg af afþreyingu er á svæðinu og má helst nefna skemmtigarðinn The Land of the Legends í Belek sem er tívolí, vatnagarður og verslunarmiðstöð á einum stað.
Tyrkir eru vel þekktir fyrir einstaka gestrisni, góða þjónustu og ekki síst góðan mat. Antalya borg er gaman að heimsækja en hún er aðeins í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Lara ströndinni, þar er hægt að kynnast heimamönnum með því að rölta um gamla bæinn og basarinn og fá sér tyrkneskt te hjá teppasölumanninum.
Hótelin á þessu svæði eru glæsileg með öllu inniföldu. Hótelgarðarnir eru stórir með mörgum sundlaugum, einkaströndum, vatnsrennibrautum og frábærri sólbaðsaðstöðu. Krakkaklúbbar fyrir börnin og lúxus heilsulindir og SPA fyrir fullorðna fólkið.
Skoðunarferðir
Borgarferð
Borgarferð á rafmagnshjóli
Land of the Legends
Þorpsferð
Antalya er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Tyrklandi þar sem yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja svæðið ár hvert. Antalya er 8. stærsta borgin í Tyrklandi og er íbúafjöldinn um 1.2 milljón. Borgin á sér langa sögu og eru rústir Rómverja vel sýnilegar í gamla bænum. Borgin sem fyrst hét Attaleia og var stofnuð árið 150 fyrir Krist af gríska konungsins Attalus II hefur einnig tilheyrt Rómverjum, Byzantine stórveldinu, Seljuc stórveldinu, Ottómönnum í yfir 500 ár, Ítölum eftir fyrri heimstyrjöldina og það var svo 1923 að borgin varð tyrknesk þegar Tyrkland öðlaðist sjálfstæði undir forystu Mustafa Kemal Ataturk, fyrsta forseta Tyrklands.
Í skjóli Taurus fjallgarðsins er þessi fallega borg varin norðanvindum og er því einstaklega veðursælt á svæðinu.
Í Antalya er helst ræktaðir sítrusávextir, ólífur, bómull og bananar.
Kaleici sem er gamli bærinn, hefur einstakan sjarma, þröng stræti sem liggja að smábátahöfninni og gamlar byggingar setja svip sinn á bæinn. Fyrir ofan smábátahöfnina er svo aðaltorg borgarinnar Cumhuriyet Square, á íslensku lýðveldistorgið, þar sem gamli bærinn mætir nýja bænum en borgin er byggð umhverfis gamla bæinn Kaleici. Leifar frá Ottómönnum, Seljúkum og Bizantinum má víða finna í Kaleici, ásamt grískum arkitektúr frá fornum tíma en 5 grískar rétttrúnaðarkirkjur eru í Kaleici.
Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu