Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Zumba á Mallorca með Lóreley

 

ZUMBAVEISLA Á MALLORCA MEÐ LÓRELEY 13.  SEPTEMBER Í 7 NÆTUR

   FINNA FERÐ
   
 
 
Eftir vel hepnnaða ferð í september heldur Zumba kennarinn og einkaþjálfarinn Lóreley Sigurjónsdóttir aftur til Mallorca frá 13. - 20. september þar sem Zumba unnendur fá aldeilis að hreyfa sig og njóta í heitu loftslagi og fallegu umhverfi. Ferðin hentar byrjendum sem lengra komnum á öllum aldri. Eftir allar æfingar og Zumba eru teknar góðar teygjur og slökun í lokin, það koma allir heim endurnærðir á líkama og sál. 
 
...
  
LÓRELEY SIGURJÓNSDÓTTIR
Fararstjóri

Lóreley er 41 árs Dalvíkingur sem býr í Hveragerði. Hún er Einkaþjálfari og Zumba kennari og á og rekur Fitness Bilið í Hveragerði og hefur kennt þar Zumba, Spinning og aðra hópatíma og þjálfun síðan 2011.
Lóreley hefur farið nokkrum sinnum erlendis sem þjálfari með hópum og er það eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir. Henni þykir dásamlegt að dansa og æfa í hitanum og er spennt að leiða hópinn og gefa sem mest af sér á meðan dvöl stendur.
 
Ferðatilhögun13. september
Keflavík - Mallorca20. september
Mallorca - Keflavík7 dagarFyrir 2 fullorðna


DAGSKRÁ MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

► 13. SEPTEMBER
Brottför eftir hádegi með flugfélaginu Play. Áætlaður lendingartími er 21:25. Haldið í rútu á hótelið Zafiro Tropic og á leiðinni verður farið yfir dagskrána, rútuferðin tekur um 40 mínútur.

► 14. SEPTEMBER
Kl: 10:00 - 11:00 Morgunæfing Zumba - léttar æfingar og teygjur
Kl: 17:00 Gönguferð um bæinn

►15. SEPTEMBER
Kl: 10:00  - 11:00 Morgunæfing Zumba - léttar æfingar og teygjur
Kl: 17:00 Gönguferð meðfram ströndinni og teygjur.

►16. SEPTEMBER
Frjáls dagur í sólinni á Mallorca. Tilvalið er að skella sér til höfuðborgarinnar Palma, kíkja í búðir og fá sér Tapas og Sangria.

► 17. SEPTEMBER
Kl: 10:00 - 11:00 Ganga á ströndina, æfingar og teygjur á ströndinni.
Kl: 19:00 Sameiginlegur kvöldverður (val)

► 18. SEPTEMBER
Kl: 10:00 - 11:00 Gönguferð 

► 19. SEPTEMBER
Kl: 10:00 - 11:00 Morgunæfing Zumba - léttar æfingar og teygjur
Kl 17:00 Gönguferð
Kl: 19:30 Hópurinn borðar saman síðasta kvöldið (val)

► 20. SEPTEMBER
Heimferð frá Mallorca með flugfélaginu Play, flogið kl: 22:25 - nægur tími til að ná síðustu sólargeislum fyrir brottför.INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR FRÁ 13. - 20.SEPTEMBER  • Innifalið:
  • Flug með Play, 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri þó ekki stærri en 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum
  • Gisting á 4 stjörnu hótelinu Zafiro Tropic með morgunverði. 
  • Fararstjórn í höndum zumbakennarans og einkaþjálfarans Lóreley Sigurjónsdóttur
  • Rútur til og frá flugvelli
  • Zumba og aðrar æfingar
  
  
  • Annað:
  • Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óendurkræft. 
  • Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
  • Ekki innifalið: Sameiginlegir kvöldverðir og annað sem ekki er talið upp hér fyrir ofan
   
 

 

NÁNAR UM HÓTELIÐ ZAFIRO TROPIC ⋆⋆⋆⋆


Í hjarta Alcudia er Zafiro Tropic aðeins 200 metra frá Alcudia flóanum. Fríið verður ógleymanlegt á þessu skemmtilega íbúðahóteli.
Hótelgarðurinn er stór og glæsilegur með 3 sundlaugum þar sem gestir geta valið sér umhverfi við sitt hæfi, hvort sem það er að slaka á við rólegu laugina sem er einungis fyrir fullorðna eða bregða á leik í Wet Bubble sundlauginni.
Hótelið hentar vel fyrir íþróttaiðkun, blakvöllur, íþróttavöllur og líkamsrækt er meðal annars á hótelinu ásamt hjólaleigu.
Íbúðirnar eru huggulegar, hægt er að velja íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum eða studio. Allar vistarverur eru vel búnar með loftkælingu, sjónvarpi, síma, eldhúsi, hárþurrku og þráðlausu neti.
Á hótelinu er heilsulind, súpermarkaður, minigolf, heilsurækt, borðtennis og margt fleira.
Fjölbreytt skemmtidagskrá er í gangi dags og kvölds, vatnsleikifimi, jóga, leikir og lifandi tónlist.
Zafiro Tropic er sannkölluð paradís fyrir fríið.

 

 
 
...


  

 
...


  

 
... 
 
 
 
...


  

 
...


  

 
...