Vilnius
Það er alltaf gaman í borgarferð í Vilnius. Á milli maí og september er borgin blessuð með hlýjum hita og mjög lítilli rigningu. Aðventan er líka yndislegur tími til að heimsækja borgina. Fornu göturnar, fullar af fallegum vínbörum og hefðbundnum veitingastöðum, stórskemmtilegur jólamarkaður borgarinnar kemur öllum í hið fullkomna jólaskap.
Gamli bærinn er heillandi með sínum litríku byggingum, í gyðingahverfinu eru hugguleg kaffihús þar sem tilvalið er að njóta mannlífsins.
Litháar státa af heillandi matargerð, Cepelinai kartöflubollur er eitthvað sem allir ættu að smakka. Undanfarin ár hefur bjórgerð aukist og eru hugguleg brugghús víða um borgina.
Borgin er fremur lítil og eru öll helstu kennileiti og aðdráttaröfl í gamla bænum.
Aventura mælir með
Heimsókn í klukkuturninn
Forsetahöllinni - Hægt er að heimsækja höllina á laugardögum og sunnudögum
Heimsókn í Kirkju heilagrar Önnu
Heimsókn í Gyðingasafn ríkisins í Vilna Gaon
St. John's Church kirkjuturninn sem er hæsti punktur gamla bæjarins
Máltíð á Beer House & Craft Kitchen til að smakka innlendan bjór
Gamli bærinn er heillandi með sínum litríku byggingum, í gyðingahverfinu eru hugguleg kaffihús þar sem tilvalið er að njóta mannlífsins.
Litháar státa af heillandi matargerð, Cepelinai kartöflubollur er eitthvað sem allir ættu að smakka. Undanfarin ár hefur bjórgerð aukist og eru hugguleg brugghús víða um borgina.
Borgin er fremur lítil og eru öll helstu kennileiti og aðdráttaröfl í gamla bænum.
Aventura mælir með
Heimsókn í klukkuturninn
Forsetahöllinni - Hægt er að heimsækja höllina á laugardögum og sunnudögum
Heimsókn í Kirkju heilagrar Önnu
Heimsókn í Gyðingasafn ríkisins í Vilna Gaon
St. John's Church kirkjuturninn sem er hæsti punktur gamla bæjarins
Máltíð á Beer House & Craft Kitchen til að smakka innlendan bjór