NEW YORK
New York er réttilegt talin mest heimsótta borg í heimi. Aðdráttarafl borgarinnar er gífurlegt og ógrynnin öll af afþreyingu í boði. Þú getur uppgötvað eitthvað nýtt daglega, kynnst menningarlífi stórborgarinnar og viðskiptahverfinu eða farið í verslunarmiðstöðvarnar og keypt eitt og annað sem hugurinn girnist. New York er líklegast frægasta borg í heimi þar sem fjármálastofnanir, fjölmargir sögulegir og menningarlegir staðir, söfn, verslanir, leikhús og ótal margt fleira er í fyrirrúmi. Þetta er hávær og erilsöm borg skýjakljúfa og frelsis sem margir þekkja frá sögusviði kvikmynda og ljósmynda.
New York hefur löngum hlotið þann vafasama heiður að vera talin dýrasta borg í heimi. Þess vegna kostar það skildinginn að gista, nærast, versla og ferðast um borgina. Samt sem áður er það þess virði að heimsækja hana, a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Sumir segja að það sé ást við fyrstu sýn að koma til New York en aðrir hreint þola ekki við í þessum mikla erli stórborgarinnar. New York er borg sem einfaldlega getur gert mann brjálaðan, er hrífandi, sjokkerandi og stundum hreint skelfandi. Í henni er allt sem hugurinn girnist og hún lætur engan ósnortinn!
Frelsisstyttan, Empire State byggingin, Central Park, Broadway-söngleikirnir – þetta er það sem venjulega kemur upp í hugann þegar hugað er að ferð til New York. Í nánast hvaða hverfi borgarinnar sem er má finna eitthvað áhugavert. New York samanstendur af fimm umdæmum sem hvert fyrir sig hefur sinn eigin sjarma, sál og sérkenni.
Manhattan er þekktasta hverfi New York og aðalsmerki Bandaríkjanna allra. Hér er mesta samansafn skýjakljúfa, skrifstofa alþjóðlegra stórfyrirtækja, hátískuverslana og dýrra veitingastaða sem og glæsiíbúða. Manhattan er svo skipt upp í þrjú svæði: miðbæinn, efri bæinn og svo einfaldlega Manhattan. Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenninu eru Broadway, Wall Street með Federal Hall og kauphöllinni í New York, Kínahverfið, Brooklyn-brúin, Empire State byggingin og Times Square.
Times Square er meðal vinsælustu göngugatna New York. Allt að 39 milljónum manna fara um torgið á ári. Þetta svæði er hvað vinsælast fyrir sína frægu risaskjái og neonskilti. Ef þú ætlar í vetrarfrí til New York þá skaltu fagna áramótunum hér. Á gamlárskvöld safnast a.m.k. saman ein milljón manna á torginu og fylgist með þegar risakúla fer að síga niður stöng á toppi byggingarinnar og staðnæmist nákvæmlega á miðnætti.
Brooklyn er í suðurhluta New York og þangað er tilvalið að fara fótgangandi frá Manhattan yfir Brooklyn–brúna. Þar býr meirihluti íbúa borgarinnar. Á þessu svæði eru nánast engin háhýsi, hverfið teygir út anga sína á breiddina. Brooklyn er þekkt sem staður listamanna og annarra skapandi New York búa sem og fyrir tónlistarviðburði og strendur. Það er á Coney Island í Brooklyn sem skemmtigarðurinn Luna Park er sem og Brighton-ströndin.
Þegar Bronx er nefnd fær fólk upp í hugann svarta rappara með derhúfur og grófar gullkeðjur. Ef þetta heillar þig skaltu skella þér, ferð í norður frá Manhattan. Þetta eru sem sagt nágrannar Manhattan í norður. Þrátt fyrir fátækrahverfin og þarna séu fátækustu íbúar New York þá er mest um græn svæði borgarinnar þar. Fjórðungur Bronx er garðar og önnur græn svæði. Perlur hverfisins er Bronx-dýragarðurinn og Yankee-hafnaboltaleikvangurinn. Það er vel þess virði að fara í grasagarðinn sem samanstendur af 48 þemagörðum. Þá er tilvalið að fara í húsið sem Edgar Allan Poe átti heima í en í því er safn um hann og þá er mjög gaman að fara á skipasmíðasafnið.
Staten Island er syðsta hverfi New York, þangað er best að fara með ferju eða yfir brú. Það er mjög grænt og tiltölulega rólegt hverfi. Á Staten Island ættirðu að fara til Port Richmond – en þar slær hjarta suðuramerískrar menningar. Farðu í göngutúr í fallega Park Hill garðinum og kíktu á sýningu í Snug Harbor menningarhúsinu að ógleymdum grasagarðinum.
Það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn sem svara því til þegar þeir eru spurðir hvert sé tákn Bandaríkjanna að það sé Frelsisstyttan heldur á það við um fólk um allan heim. Þú skalt því alls ekki láta það fram hjá þér fara að skoða hana í heimsókn þinni til New York. Aðgangur að eyjunni sem styttan stendur er frír en þú þarft að kaupa þér miða í ferjuna þangað. Þú getur annaðhvort tekið ferju frá Battery Park bryggjunni á Manhattan eða frá Liberty State Park í Jersey.
Heimsókn til New York mun hafa varanleg áhrif á alla. Þessi líflega borg virðist öll á iði. Hún sofnar alls ekki á nóttinni heldur umbreytist hún og heldur áfram að gleðja gesti sína með miklum ljósasýningum. Íbúar borgarinnar kjósa að eyða kvöldunum á mismunandi stöðum í borginni. Þeir gera spennandi plön fyrir kvöldin því borgin hefur upp á svo ótalmargt að bjóða. Á nóttinni opnast óþrjótandi brunnur valkosta - heitustu barirnir og klúbbarnir, lifandi tónlist, pöbbar og sportbarir. Þú einfaldlega getur ekki farið að sofa!
Það getur verið skemmtilegt að velja skemmtistað eftir áhugasviði og stemmningu. Tónleikar heimsþekktra tónlistarmanna eru nánast daglegt brauð og laðar að ferðamenn frá öllum heimshornum. Næturlífið á Manhattan er frekar óvenjulegt og menningarlegt en í Brooklyn er það afslappaðra.
Samkvæmt tölfræðinni er aðaltilgangur yfir helmings ferðamanna sem sækja New York heim verslunarferð. Þetta kemur alls ekkert á óvart – borgin er þekkt fyrir stórkostlegar verslunarmiðstöðvar, fjölmörg spennandi tilboð sem trekkja að og útsölur allt árið um kring. New York er meðal tíu mestu tískuborga heimsins. Það eru svo margar hátískuverslanir, verslunarmiðstöðvar og útsölumarkaðir að meira að segja allra reyndustu kaupendur vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Það má skipta þeim sem fara í verslunarferð til New York í tvo flokka. Annars vegar eru það þeir sem rjúka beinustu leið í dýru og fínu hátískuverslanir háklassahönnuðanna og fara frá Gucci til Fendi og frá Prada til Louis Vuitton. Svo eru það þeir sem kjósa að versla allt í stóru verslunarmiðstöðvunum. Fyrri hópurinn fer á Manhattan Fifth Avenue, Madison Avenue og Broadway. En við mælum með að fara í stærstu verslunarmiðstöð Macy's í New York því þar má finna allt frá hönnunarvörum til hefðbundinna heimilisvara og stórverslunar Bloomingdale's sem er þekkt fyrir fjölbreytt og glæsilegt vöruúrval.
Flugfélög: Mörg mismunandi flugfélög frá öllum heimshornum fljúga til New York. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til borgarinnar.
Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn John F. Kennedy.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 40-50 mínútur (25 km).
Tungumál: Enska.
Tímabelti: Staðaltími austurhluta Bandaríkjanna, fimm tímum á eftir Íslandi.
Íbúafjöldi: Í kringum 8,6 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi og vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Nauðsynleg, fer eftir því hvaðan þú ert.
Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur.
Þjórfé: Ekki innifalið en það er ráðlagt að bæta 10-15% við reikninginn.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Oft námundaður í 15%.
Vatn: Í lagi að drekka vatnið en mælt með að nota fílter.
Rafmagn: Frá 110 til 120 volt og 60 Hz. Millistykki þörf.
1. Dáðstu að sjóndeildarhringnum í New York frá þaksvölunum í Rockefeller Center. Þessi borg í borginni er nú um stundir aðalaðdráttaraflið í New York. Í byggingum Rockefeller Center eru alls kyns skrifstofur, verslanir, veitingastaðir og sjónvarpsstúdíó. Þar er líka stórkostlegur útsýnisstaður Top of the Rocks en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Central Park og Empire State.
2. Hvað ætli Breiðvangur (Broadway) sé breiður? Finndu út úr því með því að rölta á milli verslana, sýninga og veitingastaða. Þetta er lengsta gata borgarinnar. Hún nær yfir 25 kílómetra, sker næstum öll hverfi og tólf Manhattan-breiðgötur. Það tekur meira en daginn að ganga götuna til enda en það er virkilega þess virði. Þú ferð í heillandi söguskoðunarferð, inn í heim tísku, munaðar, viðskipta og stjórnmála.
3. Eftir langa skoðunarferð er tilvalið að hvíla lúin bein með því að leggjast aðeins niður í Central Park. Garðurinn er í miklu uppáhaldi hjá bæði heimamönnum og gestum. Þeir koma ekki í garðinn bara til að njóta náttúrunnar og útivistar heldur líka t.d. til að gauka góðgæti að íkornunum. Ef þú ert í fjölskyldufríi í þá er garðurinn svo sannarlega eitthvað fyrir þig og þína. Þar eru Bethesda Terrace and Fountain, Delacorte-klukkurnar, skúlptúrar og minnisvarðar, Delacorte-leikhúsið, Swedish Cottage Marionette leikhúsið, dýragarður, Belvedere-kastalainn og svo mætti lengi telja.
1. New York er borg skýjakljúfa en þar eru þeir stærstu í heiminum. Empire State byggingin er fimmti hæsti skýjakljúfur Bandaríkjanna, á eftir Freedom Tower í New York, Willis Tower og Trump International Hotel & Tower í Chicago, og sá 35. hæsti í heimi.
2. Í New York eru veitingastaðir frá nánast öllum löndum heimsins. Auk dæmigerðs matar frá Bandaríkjunum – allt frá pylsum til franskra kartaflna og frá hamborgurum til kjúklingavængja og steika. – Þú getur valið á milli rétta frá öllum þjóðernunum 170 sem búa í New York. Þjónustan á veitingastöðum í New York er til mikillar fyrirmyndar. Það er þessa vegna sem ráðlagt er að borga um 15% í þjórfé.
3. Frægu New York leigubílarnir hafa ekki alltaf verið gulir. Í fyrstu voru bílarnir mjög fjölbreyttir eða allt þar til eigandi eins leigubílafyrirtækisins kannaði hvaða litur væri heppilegastur, mest áberandi. Þess vegna urðu leigubílarnir gulir. Sextíu árum síðar ákvað borgarstjórn að allir leigubílar með opinbert leyfi skyldu vera í þessum lit. Ekki klikka á að komast í takt við erilinn og lætin sem einkenna líf íbúa miðborgar New York – veifaðu bara leigubíl!
New York hefur löngum hlotið þann vafasama heiður að vera talin dýrasta borg í heimi. Þess vegna kostar það skildinginn að gista, nærast, versla og ferðast um borgina. Samt sem áður er það þess virði að heimsækja hana, a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Sumir segja að það sé ást við fyrstu sýn að koma til New York en aðrir hreint þola ekki við í þessum mikla erli stórborgarinnar. New York er borg sem einfaldlega getur gert mann brjálaðan, er hrífandi, sjokkerandi og stundum hreint skelfandi. Í henni er allt sem hugurinn girnist og hún lætur engan ósnortinn!
Hvert skal halda?
Frelsisstyttan, Empire State byggingin, Central Park, Broadway-söngleikirnir – þetta er það sem venjulega kemur upp í hugann þegar hugað er að ferð til New York. Í nánast hvaða hverfi borgarinnar sem er má finna eitthvað áhugavert. New York samanstendur af fimm umdæmum sem hvert fyrir sig hefur sinn eigin sjarma, sál og sérkenni.
Manhattan er þekktasta hverfi New York og aðalsmerki Bandaríkjanna allra. Hér er mesta samansafn skýjakljúfa, skrifstofa alþjóðlegra stórfyrirtækja, hátískuverslana og dýrra veitingastaða sem og glæsiíbúða. Manhattan er svo skipt upp í þrjú svæði: miðbæinn, efri bæinn og svo einfaldlega Manhattan. Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenninu eru Broadway, Wall Street með Federal Hall og kauphöllinni í New York, Kínahverfið, Brooklyn-brúin, Empire State byggingin og Times Square.
Times Square er meðal vinsælustu göngugatna New York. Allt að 39 milljónum manna fara um torgið á ári. Þetta svæði er hvað vinsælast fyrir sína frægu risaskjái og neonskilti. Ef þú ætlar í vetrarfrí til New York þá skaltu fagna áramótunum hér. Á gamlárskvöld safnast a.m.k. saman ein milljón manna á torginu og fylgist með þegar risakúla fer að síga niður stöng á toppi byggingarinnar og staðnæmist nákvæmlega á miðnætti.
Brooklyn er í suðurhluta New York og þangað er tilvalið að fara fótgangandi frá Manhattan yfir Brooklyn–brúna. Þar býr meirihluti íbúa borgarinnar. Á þessu svæði eru nánast engin háhýsi, hverfið teygir út anga sína á breiddina. Brooklyn er þekkt sem staður listamanna og annarra skapandi New York búa sem og fyrir tónlistarviðburði og strendur. Það er á Coney Island í Brooklyn sem skemmtigarðurinn Luna Park er sem og Brighton-ströndin.
Þegar Bronx er nefnd fær fólk upp í hugann svarta rappara með derhúfur og grófar gullkeðjur. Ef þetta heillar þig skaltu skella þér, ferð í norður frá Manhattan. Þetta eru sem sagt nágrannar Manhattan í norður. Þrátt fyrir fátækrahverfin og þarna séu fátækustu íbúar New York þá er mest um græn svæði borgarinnar þar. Fjórðungur Bronx er garðar og önnur græn svæði. Perlur hverfisins er Bronx-dýragarðurinn og Yankee-hafnaboltaleikvangurinn. Það er vel þess virði að fara í grasagarðinn sem samanstendur af 48 þemagörðum. Þá er tilvalið að fara í húsið sem Edgar Allan Poe átti heima í en í því er safn um hann og þá er mjög gaman að fara á skipasmíðasafnið.
Staten Island er syðsta hverfi New York, þangað er best að fara með ferju eða yfir brú. Það er mjög grænt og tiltölulega rólegt hverfi. Á Staten Island ættirðu að fara til Port Richmond – en þar slær hjarta suðuramerískrar menningar. Farðu í göngutúr í fallega Park Hill garðinum og kíktu á sýningu í Snug Harbor menningarhúsinu að ógleymdum grasagarðinum.
Það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn sem svara því til þegar þeir eru spurðir hvert sé tákn Bandaríkjanna að það sé Frelsisstyttan heldur á það við um fólk um allan heim. Þú skalt því alls ekki láta það fram hjá þér fara að skoða hana í heimsókn þinni til New York. Aðgangur að eyjunni sem styttan stendur er frír en þú þarft að kaupa þér miða í ferjuna þangað. Þú getur annaðhvort tekið ferju frá Battery Park bryggjunni á Manhattan eða frá Liberty State Park í Jersey.
Næturlífið
Heimsókn til New York mun hafa varanleg áhrif á alla. Þessi líflega borg virðist öll á iði. Hún sofnar alls ekki á nóttinni heldur umbreytist hún og heldur áfram að gleðja gesti sína með miklum ljósasýningum. Íbúar borgarinnar kjósa að eyða kvöldunum á mismunandi stöðum í borginni. Þeir gera spennandi plön fyrir kvöldin því borgin hefur upp á svo ótalmargt að bjóða. Á nóttinni opnast óþrjótandi brunnur valkosta - heitustu barirnir og klúbbarnir, lifandi tónlist, pöbbar og sportbarir. Þú einfaldlega getur ekki farið að sofa!
Það getur verið skemmtilegt að velja skemmtistað eftir áhugasviði og stemmningu. Tónleikar heimsþekktra tónlistarmanna eru nánast daglegt brauð og laðar að ferðamenn frá öllum heimshornum. Næturlífið á Manhattan er frekar óvenjulegt og menningarlegt en í Brooklyn er það afslappaðra.
Verslun
Samkvæmt tölfræðinni er aðaltilgangur yfir helmings ferðamanna sem sækja New York heim verslunarferð. Þetta kemur alls ekkert á óvart – borgin er þekkt fyrir stórkostlegar verslunarmiðstöðvar, fjölmörg spennandi tilboð sem trekkja að og útsölur allt árið um kring. New York er meðal tíu mestu tískuborga heimsins. Það eru svo margar hátískuverslanir, verslunarmiðstöðvar og útsölumarkaðir að meira að segja allra reyndustu kaupendur vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Það má skipta þeim sem fara í verslunarferð til New York í tvo flokka. Annars vegar eru það þeir sem rjúka beinustu leið í dýru og fínu hátískuverslanir háklassahönnuðanna og fara frá Gucci til Fendi og frá Prada til Louis Vuitton. Svo eru það þeir sem kjósa að versla allt í stóru verslunarmiðstöðvunum. Fyrri hópurinn fer á Manhattan Fifth Avenue, Madison Avenue og Broadway. En við mælum með að fara í stærstu verslunarmiðstöð Macy's í New York því þar má finna allt frá hönnunarvörum til hefðbundinna heimilisvara og stórverslunar Bloomingdale's sem er þekkt fyrir fjölbreytt og glæsilegt vöruúrval.
Gagnlegar upplýsingar
Flugfélög: Mörg mismunandi flugfélög frá öllum heimshornum fljúga til New York. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til borgarinnar.
Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn John F. Kennedy.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 40-50 mínútur (25 km).
Tungumál: Enska.
Tímabelti: Staðaltími austurhluta Bandaríkjanna, fimm tímum á eftir Íslandi.
Íbúafjöldi: Í kringum 8,6 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi og vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Nauðsynleg, fer eftir því hvaðan þú ert.
Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur.
Þjórfé: Ekki innifalið en það er ráðlagt að bæta 10-15% við reikninginn.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Oft námundaður í 15%.
Vatn: Í lagi að drekka vatnið en mælt með að nota fílter.
Rafmagn: Frá 110 til 120 volt og 60 Hz. Millistykki þörf.
Ys og þys í New York
1. Dáðstu að sjóndeildarhringnum í New York frá þaksvölunum í Rockefeller Center. Þessi borg í borginni er nú um stundir aðalaðdráttaraflið í New York. Í byggingum Rockefeller Center eru alls kyns skrifstofur, verslanir, veitingastaðir og sjónvarpsstúdíó. Þar er líka stórkostlegur útsýnisstaður Top of the Rocks en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Central Park og Empire State.
2. Hvað ætli Breiðvangur (Broadway) sé breiður? Finndu út úr því með því að rölta á milli verslana, sýninga og veitingastaða. Þetta er lengsta gata borgarinnar. Hún nær yfir 25 kílómetra, sker næstum öll hverfi og tólf Manhattan-breiðgötur. Það tekur meira en daginn að ganga götuna til enda en það er virkilega þess virði. Þú ferð í heillandi söguskoðunarferð, inn í heim tísku, munaðar, viðskipta og stjórnmála.
3. Eftir langa skoðunarferð er tilvalið að hvíla lúin bein með því að leggjast aðeins niður í Central Park. Garðurinn er í miklu uppáhaldi hjá bæði heimamönnum og gestum. Þeir koma ekki í garðinn bara til að njóta náttúrunnar og útivistar heldur líka t.d. til að gauka góðgæti að íkornunum. Ef þú ert í fjölskyldufríi í þá er garðurinn svo sannarlega eitthvað fyrir þig og þína. Þar eru Bethesda Terrace and Fountain, Delacorte-klukkurnar, skúlptúrar og minnisvarðar, Delacorte-leikhúsið, Swedish Cottage Marionette leikhúsið, dýragarður, Belvedere-kastalainn og svo mætti lengi telja.
Fróðleiksmolar um New York
1. New York er borg skýjakljúfa en þar eru þeir stærstu í heiminum. Empire State byggingin er fimmti hæsti skýjakljúfur Bandaríkjanna, á eftir Freedom Tower í New York, Willis Tower og Trump International Hotel & Tower í Chicago, og sá 35. hæsti í heimi.
2. Í New York eru veitingastaðir frá nánast öllum löndum heimsins. Auk dæmigerðs matar frá Bandaríkjunum – allt frá pylsum til franskra kartaflna og frá hamborgurum til kjúklingavængja og steika. – Þú getur valið á milli rétta frá öllum þjóðernunum 170 sem búa í New York. Þjónustan á veitingastöðum í New York er til mikillar fyrirmyndar. Það er þessa vegna sem ráðlagt er að borga um 15% í þjórfé.
3. Frægu New York leigubílarnir hafa ekki alltaf verið gulir. Í fyrstu voru bílarnir mjög fjölbreyttir eða allt þar til eigandi eins leigubílafyrirtækisins kannaði hvaða litur væri heppilegastur, mest áberandi. Þess vegna urðu leigubílarnir gulir. Sextíu árum síðar ákvað borgarstjórn að allir leigubílar með opinbert leyfi skyldu vera í þessum lit. Ekki klikka á að komast í takt við erilinn og lætin sem einkenna líf íbúa miðborgar New York – veifaðu bara leigubíl!