Tallinn

Beint flug Tallinn
Beint flug Tallinn
Flogið með Enterair
7. – 10. maí 2026
Íslensk fararstjórn

Tallinn – þar sem miðaldir og nútími mætast

Tallinn, höfuðborg Eistlands, er sannkölluð perla við Eystrasalt. Borgin býður upp á einstaka blöndu af sögulegum arfi og nútímalegri menningu, þar sem steinlagðar götur gamla bæjarins leiða gesti inn í heillandi heim miðalda, með gotneskum kirkjum, virkisveggjum og litríku húsum sem segja sögu alda. Í hjarta borgarinnar er Tallinn Old Town, eitt best varðveitta miðaldaborgarsvæði í Evrópu og á heimsminjaskrá UNESCO. Þar má finna notaleg kaffihús, handverksbúðir og veitingastaði sem bjóða upp á bæði eistneska og alþjóðlega matargerð

En Tallinn er ekki aðeins saga – hún er líka lifandi og framsækin borg. Í Telliskivi Creative City og Rotermann Quarter blómstrar nútímaleg hönnun, listir og menning, þar sem gestir geta upplifað skapandi stemningu, verslað hjá hönnuðum og notið tónlistar og viðburða.

Ferð í loftbelg

Borgin er aðgengileg og örugg, með góðum samgöngum og fjölbreyttu úrvali af gistingu – allt frá boutique-hótelum til nútímalegra lúxusvalkosta.

Tallinn er borg sem heillar – hvort sem þú ert að leita að rólegri rómantík, menningarlegri upplifun eða spennandi borgarlífi.

SKEMMTILEGT AÐ GERA Í Tallinn

  Gönguferð um gamla bæinn – Upplifðu miðaldasjarma í einni best varðveittu borg Evrópu með leiðsögn eða á eigin vegum.
  Kiek in de Kök og Bastion-göngin – Söguleg virki og neðanjarðargöng sem sýna hernaðarsögu borgarinnar.
  Tallinn Town Hall og Ráðhústorgið – Miðpunktur gamla bæjarins með fallegum byggingum og kaffihúsum.
  Kadriorg-höllin og garðurinn – Glæsilegt safn og garður byggður af Pétur mikla.