MADRID
Madríd er ein fallegasta borg í heimi með gríðarlega mikinn menningar- og listaarf. Menningararfur höfuðborgar Spánar gerir hana frábrugðna mörgum öðrum höfuðborgum Evrópu vegna aðdráttarafls hins mikla fjölda listaverka, arkitektúrs og sögulegra eigna hennar. Hann blandast svo nútímaviðskiptamiðstöðvum og miðaldaarkitektúr, bestu næturklúbbum Evrópu, stærstu útsölumörkuðum, fallegum almenningsgörðum og að sjálfsögðu fjölmörgum söfnum.
Madríd endurspeglar sögu hinnar konunglegu borgar, miðju spænsku krúnunnar. Upphaf hennar má rekja til konungdæmisins sem reisti hinar rómuðu hallir þar. Stærðardómkirkja og fjölmargar aðrar kirkjur sem og miðaldabyggingar – eru úti um alla Madríd. Því er borgin eins mikil heimsborg og Berlín og Lundúnir og full af orku. Madríd er erilsöm, lífleg milljónaborg og því ekki að undra að ferðamenn hvaðanæva úr heiminum hafa unun af að sækja hana heim. Samt sem áður verða sumir fyrir vonbrigðum með staðsetningu Madrídar, svo langt frá sjó og helstu ferðamannastöðum Spánar. Þetta stoppaði þó konunginn ekki af í að sanna sögu hafsins og ekki ferðamenn í að velta fyrir sér hve fjölbreytilegur Spánn getur verið.
Hvers virði er að skoða „gullna þríhyrninginn“? Allrar athygli þinnar þegar þú heimsækir Madríd. Gullni þríhyrningurinn samanstendur af þremur söfnum sem staðsett eru nálægt hvert öðru á Prado-götunni. Thyssen-Bornemisza þjóðminjasafninu, hinu sögufræga Prado-safni sem er aðallistasafn Spánar og svo Reina Sofia listamiðstöðinni. Munir þessara safna eru taldir einhverjir þeir bestu í víðri veröld. Uppgötvaðu mikilfengleik þeirrar vinnu sem liggur að baki söfnun og varðveislu munanna á þessum söfnum.
Þegar skipulögð eru fjölskyldufrí í Madríd þá á fólk það til að sækja einungis söfnin sökum þess hve gríðarstór þau eru. Höfuðborg Spánar hefur upp á svo margt annað að bjóða. Fríið þitt í Madríd getur því verið afar fjölbreytt og skemmtilegt.
Venjulega má skipta Madríd í tvo meginferðamannastaði. Annað svæðið er hinn gamli upphaflegi miðbær sem er í hjarta borgarinnar – hin forna Puerta del Sol og Gran Via. Hitt svæðið mótast af nýju hverfunum í Madríd sem byggðust upp eftir 17 öld – hverfi heimsborgarinnar Castellana með skrifstofu- og hágæðahótelbyggingum, hinu vel skipulagða Salamanca-hverfi með fjölmörgum höfðingjasetrum og hönnunarverslunum, norðanverðu Chamartin-hverfinu með sínu heillandi andrúmslofti, bóhemum og valdamiklu fólki. Staðurinn sem laðar mest að á þessu svæði er heimavöllur Madrídar í knattspyrnu, Santiago Bernabeu.
Hinn glæsilegi almenningsgarður Retrio Park sem þekur heila 100 hektara er í miðri höfuðborginni. Að fara í göngu um skemmtilega stíga, fara í bátsferð á fallegu vatni eða horfa á vatnið í gosbrunninum er ógleymanlegt. Einn gosbrunnanna er í grunninn höggmynd af föllnum engli og er hann algerlega einstakur. Í miðju garðsins er höggmynd af Alfonso XII. á hesti. Þar er kristalshöll og glæsilegur rósagarður. Í einu horni hans vaxa jarðarberjatré sem er tákn höfuðborgarinnar en með því er skjaldarmerkið skreytt.
Vert er að minnast á næturnar í Madríd. Af sjálfsögðu er næturlífið ráðandi þáttur í menningu borgarinnar. Háværir klúbbar og gotnesk diskótek, gamaldags knæpur og uppskrúfuð partí á nýjustu börunum, nútímalegar danssýningar bíða þín í Madríd. Næturlífið í Madríd er mjög fjölbreytt. Fjörið tekur ekki enda fyrr en undir morgun. Ef þú vilt og ætlar þér að lifa nóttina af þá skaltu ekki flýta þér því þá heldurðu þetta ekki út. Spánverjar fara ekki út fyrr en eftir klukkan 23 á kvöldin. Fyrir þá sem elska næturlífið þá er Madríd paradís hvaða dag vikunnar sem er.
Það eru margir staðir í Madríd þar sem þú getur gætt þér á ljúffengum drykkjum. Til dæmis í nágrenni við Gran Vía eru kokteilar blandaðir af hreinni list. Kjarni New York kokteila, þar sem þeir eiga uppruna sinn, finnst hvergi betur en í spænsku höfuðborginni. Það má þakka fjölda glæsilegra staða sem hafa komið sér á kort kokteilgerðarinnar. Í Madríd er sérstök menning við að gera óvenjulega blandaða drykki og er borgin fræg fyrir það.
Útisvæði veitingastaðanna eru blómum skrýdd. Eftir erfiði dagsins skaltu setjast niður og slappa af í félagsskap vina, fá þér gómsætan mat og drykk, gleyma hinu hversdagslega amstri og njóta tónlistarinnar. Það eru notaleg útisvæði í Madríd að allra smekk. Ef þú hefur aldrei prufað að hvílast á einhverju þeirra þá einfaldlega veistu ekki hvað unaðsstund á sumri í Madríd er.
Madríd hefur lengi komið fast á hæla síns fræga nágranna Mílanó þegar kemur að verslun. Spánverjar hafa mikla þekkingu á fegurð og ljúffengum mat og því hefur Madríd allt, gæðafatnað og skó, fylgihluti, vín, gómsæta osta, náttúrulegar snyrtivörur og perlur. Verslunarmiðstöðvar, búðir, tískubúðir, matvöruverslanir og aðrir staðir þar sem þú getur eitt peningum eru á hverju horni. Þrátt fyrir þetta hefur hvert hverfi sitt sérkenni.
Flestir verslunarkjarnar eru opnir frá mánudegi til laugardags, frá kl. 10 á morgnana til 22 á kvöldin án hlés. Minni verslanir eru opnar frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin (laugardaga til 13 eða 15) og þær eru lokaðar á „siestunni“ frá 14 til 17. Á sunnudögum er alls staðar lokað utan við einstaka sjoppur og bensínstöðvar.
Glæsilegustu tískuvöruverslanirnar eru á Salamanca-svæðinu. Öll dýrasta merkjavaran er þar sem og skartgripaverslanir og margar antikbúðir. Það er vel þess virði að kíkja í búðir á Calle de Fuencarral og Chueca-svæðinu með framúrstefnulegum og frumlegum stíl sem og að kíkja á fræga markaðinn sem þar er og sjá kvikmyndir og sýningar sem þar eru. Þá hafa sum stóru vörumerkin opnað söluskrifstofu á Arguelles-svæðinu – það eru t.d. Zara, Mango og Massimo Dutti.
Eins og í flestum Evrópulöndum eru útsölur tvisvar á ári í Madríd. Á veturna byrja þær í upphafi janúar og standa fram í miðjan eða lok mars (dagsetningar sveiflast til). Á sumrin byrja þær snemma í júlí og lýkur í byrjun september. Afsláttur á þessum tímabilum er 50-80%. Útsölur í Madríd standa frekar lengi, í enda þeirra er úrvalið í verslunum áberandi farið að minnka og einungis eftir í stærðum sem ekki eru algengar. Hins vegar nær afslátturinn þá hámarki og fer upp í 90%.
Flugfélög: Most airlines operate regardless of destination. Við bjóðum hagstæðasta verðið á flugi til Madrídar.
Flugvöllur: Madrid-Barajas Adolfo Suárez flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: 20-30 mín./18 km frá miðbænum.
Flugtími: Í kringum tveir tímar, allt eftir áfangastað.
Tungumál: Spænska/kastilíska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 6,5 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Veðurfar:Slóð to weather map.
Rafmagn: 230 volt, millistykki ónauðsynleg.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina:www. Aventura.is
Ferðamannaskattur: Að fjórum evrum.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Þú getur fundið gagnlegar upplýsingar um Madríd áhttps://www.aventura.is/
1. Skelltu þér á hina víðfrægu markaði. Frægasti markaðurinn í Madríd þegar kemur að matargerðarlist er San Miguel sem er rétt við Plaza Mayor. Borðin svigna undan framandlegum mat. Þá eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á mat heimamanna. Áthátíðin byrjar snemma á morgnana og heldur áfram langt fram á kvöld. Farðu á þann veitingastað sem þig lystir og pantaðu glas af víni og hefðbundna spænska tapas-rétti. Eftir rölt að La Latina hverfinu blasir risamarkaðurinn El Rastro við. Þar er allt sem hugurinn girnist: allt frá einstökum antikmunum, fornum riddarabrynjum og sverðum til fuglabúra og notaðs fatnaðar. Þú getur léttilega fundið ekta kastanettur - ómissandi auðkenni flamenco-dansara. Þótt þú ætlir ekki að kaupa neitt þá heillar El Rastro þig með vingjarnlegu andrúmslofti og öllum sínum sjarma. Hafðu það í huga að El Rastro markaðurinn er bara starfræktur um helgar.
2. Farðu á Santiago Bernabeu völlinn til að styðja Real Madrid. Þú þarft ekki að vera fótboltaaðdáandi til að fá gæsahúð yfir orðunum Real Madrid. Heimavöllur félagsins er Santiago Bernabeu. Innlendir og alþjóðlegir leikir eru haldnir þar, þ.á m. leikir í Meistaradeildinni. Það þarf yfirleitt að kaupa miða áður og þeir svo sóttir við leikvanginn. Ef leikur er ekki inni í myndinni þá er samt tilvalið að fara í skoðunarferð um leikvanginn. Á safni félagsins eru þau verðlaun sem það hefur unnið allt frá því það var stofnað 1902. Þá er merkustu augnablikunum sjónvarpað á stórum skjáum. Það er nánast ómögulegt að sýna ekki svona merku félagi áhuga eftir að hafa fræðst um það og allra sigra þess. Auk þess að skoða safnið, færðu að skoða völlinn og m.a.s. búningsklefa leikmanna. Að lokum mun þér líða eins og einum af leikmönnunum!
3. Sjáðu nautaat með eigin augum! Óttalaus andi Spánverjanna endurspeglast í hrottalegu en spennandi nautaatinu. Ef þú kemur til Madrídar á bilinu maí til október, skaltu ekki láta undir höfuð leggjast að fara að fylgjast með hinu magnaða sjónarspili þegar trylltur tuddinn glímir við hreyfingar nautabanans. Bardaginn fer fram á hinum gríðarstóra Las Ventas leikvangi sem tekur 25.000 manns í sæti. Einnig er skemmtilegt að heimsækja hann til þess að skoða nautabanasafnið og uggvænlega gripi þess.
Madríd endurspeglar sögu hinnar konunglegu borgar, miðju spænsku krúnunnar. Upphaf hennar má rekja til konungdæmisins sem reisti hinar rómuðu hallir þar. Stærðardómkirkja og fjölmargar aðrar kirkjur sem og miðaldabyggingar – eru úti um alla Madríd. Því er borgin eins mikil heimsborg og Berlín og Lundúnir og full af orku. Madríd er erilsöm, lífleg milljónaborg og því ekki að undra að ferðamenn hvaðanæva úr heiminum hafa unun af að sækja hana heim. Samt sem áður verða sumir fyrir vonbrigðum með staðsetningu Madrídar, svo langt frá sjó og helstu ferðamannastöðum Spánar. Þetta stoppaði þó konunginn ekki af í að sanna sögu hafsins og ekki ferðamenn í að velta fyrir sér hve fjölbreytilegur Spánn getur verið.
Menning í Madríd
Hvers virði er að skoða „gullna þríhyrninginn“? Allrar athygli þinnar þegar þú heimsækir Madríd. Gullni þríhyrningurinn samanstendur af þremur söfnum sem staðsett eru nálægt hvert öðru á Prado-götunni. Thyssen-Bornemisza þjóðminjasafninu, hinu sögufræga Prado-safni sem er aðallistasafn Spánar og svo Reina Sofia listamiðstöðinni. Munir þessara safna eru taldir einhverjir þeir bestu í víðri veröld. Uppgötvaðu mikilfengleik þeirrar vinnu sem liggur að baki söfnun og varðveislu munanna á þessum söfnum.
Þegar skipulögð eru fjölskyldufrí í Madríd þá á fólk það til að sækja einungis söfnin sökum þess hve gríðarstór þau eru. Höfuðborg Spánar hefur upp á svo margt annað að bjóða. Fríið þitt í Madríd getur því verið afar fjölbreytt og skemmtilegt.
Venjulega má skipta Madríd í tvo meginferðamannastaði. Annað svæðið er hinn gamli upphaflegi miðbær sem er í hjarta borgarinnar – hin forna Puerta del Sol og Gran Via. Hitt svæðið mótast af nýju hverfunum í Madríd sem byggðust upp eftir 17 öld – hverfi heimsborgarinnar Castellana með skrifstofu- og hágæðahótelbyggingum, hinu vel skipulagða Salamanca-hverfi með fjölmörgum höfðingjasetrum og hönnunarverslunum, norðanverðu Chamartin-hverfinu með sínu heillandi andrúmslofti, bóhemum og valdamiklu fólki. Staðurinn sem laðar mest að á þessu svæði er heimavöllur Madrídar í knattspyrnu, Santiago Bernabeu.
Hinn glæsilegi almenningsgarður Retrio Park sem þekur heila 100 hektara er í miðri höfuðborginni. Að fara í göngu um skemmtilega stíga, fara í bátsferð á fallegu vatni eða horfa á vatnið í gosbrunninum er ógleymanlegt. Einn gosbrunnanna er í grunninn höggmynd af föllnum engli og er hann algerlega einstakur. Í miðju garðsins er höggmynd af Alfonso XII. á hesti. Þar er kristalshöll og glæsilegur rósagarður. Í einu horni hans vaxa jarðarberjatré sem er tákn höfuðborgarinnar en með því er skjaldarmerkið skreytt.
Næturlíf
Vert er að minnast á næturnar í Madríd. Af sjálfsögðu er næturlífið ráðandi þáttur í menningu borgarinnar. Háværir klúbbar og gotnesk diskótek, gamaldags knæpur og uppskrúfuð partí á nýjustu börunum, nútímalegar danssýningar bíða þín í Madríd. Næturlífið í Madríd er mjög fjölbreytt. Fjörið tekur ekki enda fyrr en undir morgun. Ef þú vilt og ætlar þér að lifa nóttina af þá skaltu ekki flýta þér því þá heldurðu þetta ekki út. Spánverjar fara ekki út fyrr en eftir klukkan 23 á kvöldin. Fyrir þá sem elska næturlífið þá er Madríd paradís hvaða dag vikunnar sem er.
Það eru margir staðir í Madríd þar sem þú getur gætt þér á ljúffengum drykkjum. Til dæmis í nágrenni við Gran Vía eru kokteilar blandaðir af hreinni list. Kjarni New York kokteila, þar sem þeir eiga uppruna sinn, finnst hvergi betur en í spænsku höfuðborginni. Það má þakka fjölda glæsilegra staða sem hafa komið sér á kort kokteilgerðarinnar. Í Madríd er sérstök menning við að gera óvenjulega blandaða drykki og er borgin fræg fyrir það.
Útisvæði veitingastaðanna eru blómum skrýdd. Eftir erfiði dagsins skaltu setjast niður og slappa af í félagsskap vina, fá þér gómsætan mat og drykk, gleyma hinu hversdagslega amstri og njóta tónlistarinnar. Það eru notaleg útisvæði í Madríd að allra smekk. Ef þú hefur aldrei prufað að hvílast á einhverju þeirra þá einfaldlega veistu ekki hvað unaðsstund á sumri í Madríd er.
Verslun
Madríd hefur lengi komið fast á hæla síns fræga nágranna Mílanó þegar kemur að verslun. Spánverjar hafa mikla þekkingu á fegurð og ljúffengum mat og því hefur Madríd allt, gæðafatnað og skó, fylgihluti, vín, gómsæta osta, náttúrulegar snyrtivörur og perlur. Verslunarmiðstöðvar, búðir, tískubúðir, matvöruverslanir og aðrir staðir þar sem þú getur eitt peningum eru á hverju horni. Þrátt fyrir þetta hefur hvert hverfi sitt sérkenni.
Flestir verslunarkjarnar eru opnir frá mánudegi til laugardags, frá kl. 10 á morgnana til 22 á kvöldin án hlés. Minni verslanir eru opnar frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin (laugardaga til 13 eða 15) og þær eru lokaðar á „siestunni“ frá 14 til 17. Á sunnudögum er alls staðar lokað utan við einstaka sjoppur og bensínstöðvar.
Glæsilegustu tískuvöruverslanirnar eru á Salamanca-svæðinu. Öll dýrasta merkjavaran er þar sem og skartgripaverslanir og margar antikbúðir. Það er vel þess virði að kíkja í búðir á Calle de Fuencarral og Chueca-svæðinu með framúrstefnulegum og frumlegum stíl sem og að kíkja á fræga markaðinn sem þar er og sjá kvikmyndir og sýningar sem þar eru. Þá hafa sum stóru vörumerkin opnað söluskrifstofu á Arguelles-svæðinu – það eru t.d. Zara, Mango og Massimo Dutti.
Eins og í flestum Evrópulöndum eru útsölur tvisvar á ári í Madríd. Á veturna byrja þær í upphafi janúar og standa fram í miðjan eða lok mars (dagsetningar sveiflast til). Á sumrin byrja þær snemma í júlí og lýkur í byrjun september. Afsláttur á þessum tímabilum er 50-80%. Útsölur í Madríd standa frekar lengi, í enda þeirra er úrvalið í verslunum áberandi farið að minnka og einungis eftir í stærðum sem ekki eru algengar. Hins vegar nær afslátturinn þá hámarki og fer upp í 90%.
Gagnlegar upplýsingar
Flugfélög: Most airlines operate regardless of destination. Við bjóðum hagstæðasta verðið á flugi til Madrídar.
Flugvöllur: Madrid-Barajas Adolfo Suárez flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: 20-30 mín./18 km frá miðbænum.
Flugtími: Í kringum tveir tímar, allt eftir áfangastað.
Tungumál: Spænska/kastilíska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 6,5 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Veðurfar:
Rafmagn: 230 volt, millistykki ónauðsynleg.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina:
Ferðamannaskattur: Að fjórum evrum.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Gagnlegar upplýsingar
Þú getur fundið gagnlegar upplýsingar um Madríd á
Ys og þys
1. Skelltu þér á hina víðfrægu markaði. Frægasti markaðurinn í Madríd þegar kemur að matargerðarlist er San Miguel sem er rétt við Plaza Mayor. Borðin svigna undan framandlegum mat. Þá eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á mat heimamanna. Áthátíðin byrjar snemma á morgnana og heldur áfram langt fram á kvöld. Farðu á þann veitingastað sem þig lystir og pantaðu glas af víni og hefðbundna spænska tapas-rétti. Eftir rölt að La Latina hverfinu blasir risamarkaðurinn El Rastro við. Þar er allt sem hugurinn girnist: allt frá einstökum antikmunum, fornum riddarabrynjum og sverðum til fuglabúra og notaðs fatnaðar. Þú getur léttilega fundið ekta kastanettur - ómissandi auðkenni flamenco-dansara. Þótt þú ætlir ekki að kaupa neitt þá heillar El Rastro þig með vingjarnlegu andrúmslofti og öllum sínum sjarma. Hafðu það í huga að El Rastro markaðurinn er bara starfræktur um helgar.
2. Farðu á Santiago Bernabeu völlinn til að styðja Real Madrid. Þú þarft ekki að vera fótboltaaðdáandi til að fá gæsahúð yfir orðunum Real Madrid. Heimavöllur félagsins er Santiago Bernabeu. Innlendir og alþjóðlegir leikir eru haldnir þar, þ.á m. leikir í Meistaradeildinni. Það þarf yfirleitt að kaupa miða áður og þeir svo sóttir við leikvanginn. Ef leikur er ekki inni í myndinni þá er samt tilvalið að fara í skoðunarferð um leikvanginn. Á safni félagsins eru þau verðlaun sem það hefur unnið allt frá því það var stofnað 1902. Þá er merkustu augnablikunum sjónvarpað á stórum skjáum. Það er nánast ómögulegt að sýna ekki svona merku félagi áhuga eftir að hafa fræðst um það og allra sigra þess. Auk þess að skoða safnið, færðu að skoða völlinn og m.a.s. búningsklefa leikmanna. Að lokum mun þér líða eins og einum af leikmönnunum!
3. Sjáðu nautaat með eigin augum! Óttalaus andi Spánverjanna endurspeglast í hrottalegu en spennandi nautaatinu. Ef þú kemur til Madrídar á bilinu maí til október, skaltu ekki láta undir höfuð leggjast að fara að fylgjast með hinu magnaða sjónarspili þegar trylltur tuddinn glímir við hreyfingar nautabanans. Bardaginn fer fram á hinum gríðarstóra Las Ventas leikvangi sem tekur 25.000 manns í sæti. Einnig er skemmtilegt að heimsækja hann til þess að skoða nautabanasafnið og uggvænlega gripi þess.