Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Búkarest

Búkarest er höfuðborg Rúmeníu og eru íbúar borgarinnar 2,3 milljónir.
Áin Dâmbovita skiptir borginni upp í tvo hluta og þar að auki er henni skipt í sjö hverfi.

Á millistríðsárunum hlaut borgin viðurnefnið „Litla-París” því þá urðu á henni miklar breytingar, miklar og fallegar byggingar oft í frönskum stíl voru reistar á víð og dreif um borgina, svo sem nýja konungshöllin, þinghöllin, bankar, skólar, íbúðablokkir o.s.frv.

Búkarest er falin perla í Suðaustur-Evrópu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Borgin er ekki yfirfull af ferðamönnum og er takturinn því rólegur eins og andi heimamana. Það finna án efa allir eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er gönguferð um gamla hverfið, lautarferð í fallegum garði, heimsókn í lítið gallerý eða öll heillandi byggingalistin. Verðlagið er ódýrt og maturinn góður, gaman er að rölta á milli veitinga og kaffihúsanna á kvöldin og jafnvel skella sér á live tónleika sem er að finna hér og þar um borgina.

Búkarest á korti