Rafhjólaferð við Gardavatnið - Trentino
Í þessari ferð verður hjólað um Trentino héraðið norðan við Gardavatn. Svæðið er þekkt fyrir stórbrotna náttúru og þetta er sannkölluð paradís fyrir hjólaferð. Smakkað verður á gómsætum afurðum heimamanna og notið þess að hjóla um fallega dali, vínekrur og fjallaslóðir í Trentino og við Gardavatn.
Gist verður í bænum Arco sem er heillandi bær norðan við Gardavatn. Arco liggur í Sarca-dalnum, umlukinn háum kalksteinsklettum og með útsýni yfir vatnið.
Ferðin sameinar náttúruupplifun, menningu og matargerð.
Fararstjóri ferðarinnar er Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Erla Sigurlaug er einn eigandi Hjólaskólans með reynslu af hjólaferðum víða um heim. Hún er einnig starfandi leiðsögukona og elskar að ferðast um með fjölbreyttum hópi fólks, og hvað þá á hjóli, með það að markmiði að njóta lífsins í góðu veðri, náttúrufegurð og með spennandi matarmenningu.
Hotel Palace Citta
Palace Hotel Città er fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbæ Arco á Ítalíu, nálægt Gardavatni. Hótelið er þekkt fyrir rólegt umhverfi, fallega náttúru og góða aðstöðu til afslöppunar og vellíðunar.
Flogið frá Keflavík til Milano með Icelandair
Flogið frá Milano til Keflavíkur með Icelandair
Koma, farið í rútu frá Mílanó til Palace Citta
Hjólað inn í Sarca-dalinn, í gegnum fallega bæinn Arco, og norður að sérkennilegu steinmyndunum sem kallast „Marocche“, sem minna á tungllandslag. Stoppað er í nútímalegri víngerð til að njóta léttrar veitingar og vínglass. Aftur er hjólað um Lake Cavedine, þar sem fjallatindar speglast í tærum vötnum.
Hjólaferð um fjallshlíðar Monte Baldo og í kringum bæinn Malcesine, með stórkostlegu útsýni yfir Gardavatn.
Frjáls tími til að skoða þröngar götur og sögulegan miðbæ Malcesine.
Aftur til Riva del Garda með ferju yfir vatnið.
Tilvalið að njóta þessa frídags í Arco, hægt er að nota rafmagnshjólin að vild.
Hjólaferð inn í norðurhluta Gardavatnssvæðisins eftir Isera vínleiðinni.
Heimsókn í heillandi gamla bæinn Rovereto.
Stoppað hefðbundinni víngerð til að smakka Marzemino vín og njóta léttra veitinga.
Hjólað til baka í gegnum rólegar vínekrur svæðisins.
Tilvalið að njóta þessa frídags í Arco, hægt er að nota rafmagnshjólin að vild.
Síðasta hjólaferðin fer upp að smaragðgrænu vötnum Lake Tenno, sem er í 550 metra hæð yfir Gardavatni.
Heimsókn í Canale, lítinn miðaldabæ sem hefur verið valinn einn af 100 fallegustu þorpum Ítalíu.
Hádegisverður á litlum veitingastað með stórkostlegu útsýni yfir Gardavatn og fjöllin í kring.
Farið frá Arco í rútu til Milanó
ATH - Breytingar á dagskrá geta átt sér stað.





