Gönguferð um náttúruperlur Madeira
Gönguferð um náttúruperlur Madeira
Fararstjórar:
Þóra Fjeldsted
Bóka hér

Glæsileg ferð fyrir þá sem vilja kynnast matar- og vínmenningu norður Ítalíu

Þessi ferð er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og sálina, þar sem ítölsk matar- og vínmenning er í forgrunni. Ferðin sameinar náttúrufegurð, menningu, hefðir og einstaka upplifanir á tveimur af helstu vínræktarsvæðum Ítalíu – Piemonte og Veneto.

Við sökkvum okkur ofan í heim trufflna og Barolo víns, með spennandi truffluveiði og smökkun. Daginn eftir heimsækjum við vínræktarsvæðið Monferrato og neðanjarðardómkirkjur Canelli, þar sem ítalskt freyðivín er framleitt með aldagamalli aðferð. Laugardagurinn er tileinkaður Vercelli, miðstöð hrísgrjónaræktar á Ítalíu, þar sem við tökum þátt í matreiðsluupplifun á sveitabýli og njótum hefðbundins hrísgrjónaréttar með heimagerðu víni. Heimsókn til Tórinó og smökkun á Bicerin sem er frægur kaffidrykkur. Við smökkum ítalskt kampavík í Franciacorta og förum í heimsókn í vínkjallara í Valpolicella héraði.

Glæsileg ferð fyrir þá sem vilja kynnast matar- og vínmenningu norður Ítalíu

Gist verður á Hotel Ariotto ⭐️⭐️⭐️⭐️ í 5 nætur

Ariotto Village er fjölskyldurekið hótel og íbúðahótel sem stendur í gróskumiklu landslagi Monferrato-hæðanna, aðeins steinsnar frá Casale Monferrato. Þetta er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja slaka á í náttúrulegu umhverfi, njóta góðra vína og matargerðar og upplifa hina rólegu sveitastemningu Piemonte.
Rúmgóð herbergi og íbúðir með loftkælingu, sjónvarpi og minibar.
Tvær sundlaugar, sólverönd og stór garður.
Veitingastaður með hefðbundinni ítalskri matargerð og heimilislegri stemningu.
Ókeypis Wi-Fi, bílastæði og hleðslustöðvar fyrir rafbíla.

Gist verður á Hotel Splendid Sole ⭐️⭐️⭐️⭐️ í 2 nætur

Hotel Splendid Sole er rólegt og nútímalegt hótel staðsett í náttúruverndarsvæðinu í Manerba del Garda, aðeins 800 metra frá vatnsbakkanum. Þetta er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja sameina náttúrufegurð, vellíðan og ítalska gestrisni.
Í hjarta náttúruverndarsvæðis, umkringt ólífutrjám og gönguleiðum.
Stutt í strendur Gardavatns og söguleg þorp.
Fullkomið fyrir gönguferðir, hjólreiðar og vatnaíþróttir.
Ókeypis Wi-Fi, bílastæði og hleðslustöðvar fyrir rafbíla.

Rúmgóð herbergi og íbúðir með svölum og loftkælingu.
Innisundlaug með heitum potti.
Thermarium með finnskri gufu, tyrknesku baði, Kneipp-sturtum og slökunarsvæði.
Nudd og meðferðir í boði.

Fararstjóri ferðarinnar er Þóra Fjeldsted

Þóra er sagnfræðingur, heimildarmyndagerðarkona, áleggssmökkunarmeistarii, fyrsta stigs vínsmakkari og truffluveiðikona.

Þóra þekki Ítalíu vel og hefur kynnst mörgum mögnðum leyndardómum landsins í þau 20 ár sem hún hefur búið þar af og á. Hún hefur eytt löngum stundum bæði fyrir norðan og sunnan en settist fyrir 10 árum að í þorpi í Ciociaria, svæðinu suðaustur af Róm, þar sem hægt er að skilja lyklana eftir í skránni og ekki er óalgengt að vakna við skvaldur nágrannana úti á götu.

Þóra býr núna á norður Ítalíu í Valle d'Aosta, við rætur allra hæstu fjalla Evrópu - að dalnum liggja Mont Blanc, Monte Rosa og Matterhorn. Þóra hefur nýlega lokið meistaranámskeiði í áleggssmökkun. Á ferðum sínum hefur hún kynnst ógrynni af áhugaverðu fólki, undurfallegum stöðum og ótrúlegu lostæti og það er henni sönn ánægja að deila allri þeirri fegurð og gæðum með þeim sem vilja upplifa töfra Ítalíu.

Innifalið
  Flug með 23 kg tösku
  Gisting í 7 nætur með morgunverðarhlaðborði og þriggja rétta kvöldverðum öll kvöld
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Enskumælandi fararstjórn í ferðum
  Akstur til og frá flugvelli og í ferðir
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
29. apríl

Flogið frá Keflavík til Milano með Icelandair

6. maí

Flogið frá Milano til Keflavíkur með Icelandair

Dagskrá
Dagskrá með fyrirvara um breytingar

Ferðin hefst með komu til Milano, þar sem hópurinn er sóttur á flugvöllinn og ekið í gegnum iðandi borgarlífið að hótelinu í Terruggia. Tími gefst til að slaka á eftir ferðalagið og njóta fyrsta kvöldsins á Ítalíu.

Við byrjum ferðina með sannkallaðri sælkeraupplifun: truffluveiði með reyndum trifulau og þjálfuðum hundum. Þátttakendur fá innsýn í leyndardóma truffluveiðinnar og njóta að lokum smökkunar á truffluafurðum, parað við hið virta Barolo vín – eitt það besta sem Piemonte hefur upp á að bjóða.

Smökkun dagsins: Trufflur og Barolo vín.

Við ökum um gróskumiklar hæðir Monferrato-svæðisins og heimsækjum vínkjallara þar sem við smökkum hreint Barbera rauðvín. Eftir hádegi liggur leiðin til Canelli, þar sem við skoðum neðanjarðardómkirkjur sem geyma elstu freyðivínsframleiðslu Ítalíu – Spumante – unnið með hefðbundinni aðferð.

Smökkun dagsins: Vín og Spumante

Frá Við heimsækjum Vercelli, borg sem á sér keltneskar rætur og er þekkt fyrir hrísgrjónarækt. Á sveitabýli fáum við að taka þátt í matreiðslu þar sem hrísgrjón eru í aðalhlutverki – bæði í aðalréttum og eftirréttum – og njótum þess með glasi af heimagerðu víni.

Smökkun dagsins: Heimagerður hádegisverður með hrísgrjónum

Leiðsögn um dulræna hlið Tórínó, borg sem er þekkt fyrir glæsilega byggingarlist, ríka sögu og ljúffenga matargerð. Heimsókn á helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal hin tignarlega Mole Antonelliana (þar sem kvikmyndasafn Ítalíu er til húsa) og dómkirkjan í Tórínó, sem geymir hinn heilaga líkklæði. Smökkun á Bicerin, hefðbundnum drykk úr espresso, heitri súkkulaði og mjólkurskúmi, á sögulegum bar í miðborginni.

Smökkun dagsins: Bicerin

Á leiðinni til Veneto er stoppað við Iseo-vatn, þar sem farið er í rólega bátsferð. Eftir það er heimsókn á sveitabýli í Franciacorta með smökkun á ítölsku freyðivíni (Franciacorta), ásamt úrvali af staðbundnum kræsingum.

Smökkun dagsins: Ítalskt kampavín

Við heimsækjum rómantísku borgina Veronu, sem veitti Shakespeare innblástur til að skrifa Rómeó og Júlíu. Eftir borgargöngu heimsækjum við vínkjallara í Valpolicella-héraði, þar sem við fræðumst um vínframleiðslu og njótum rauðvínssmökkunar með léttum veitingum.

Smökkun dagsins: Valpolicella rauðvín

Við kveðjum Ítalíu og ökum í rólegheitum til flugvallarins í Milano með töskur fullar af minningum og bragðupplifunum.

ATH – Breytingar á dagskrá geta átt sér stað

Ekki innifalið
  Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli.
  Þjórfé
  Aðgangseyrir, þar sem á við.
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið.eth; sé innifalið.
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
  Hver farþegi ber ábyrgð á því að hafa næga heilsu til að taka þátt í ferðinni
  Hver farþegi ber ábyrgð á sínum tryggingum, verði hann fyrir tjóni eða valdi tjóni ber ferðaskrifstofan ekki ábyrgð.