Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Amsterdam

AMSTERDAM

Amsterdam - ein frjálslyndasta borg Evrópu!

Amsterdam er réttilega álitin ein áhrifamesta og litríkasta borg Evrópu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Borgin byggðist upp fyrir ríflega 700 árum í tengslum við stíflugerð í Amstel-ánni.

Amsterdam er höfuðborg Hollands og er ein sú þéttbýlasta í Evrópu. Þá er borgin meðal allra vinsælustu áfangastaða í Evrópu. Umburðarlyndi og fjölbreytileiki hennar laðar fleiri og fleiri ferðamenn ár hvert til helgardvalar í Amsterdam.

Í rauða hverfinu í Amsterdam leggur marijúanalyktina víða út af kaffihúsunum. Það hefur mikið aðdráttarafl fyrir suma en borgin hefur svo margt annað að bjóða. Í henni eru fjölmörg stórkostleg söfn, fallegir garðar, morgunverðarstaðir á þaksvölum, tískuvöruverslanir og ekki má gleyma bátunum á síkjunum. Þá er hægt að finna ýmislegt til að hafa fyrir stafni: fá sér göngutúr í görðum borgarinnar eða um götur hennar, matgæðingaferðir, siglingar og hjólreiðaferðir svo fátt eitt sé nefnt.

Ferðir til Amsterdam tróna á toppnum hjá mörgum ferðaskrifstofum. Hótelin í borginni eru opin allan ársins hring. Allar árstíðir flykkist fólk til Amsterdam frá öllum heimshornum til að drekka í sig seiðandi andrúmsloft þessarar yndislegu borgar. Sem dæmi má nefna jólamarkaðina og á hverjum vetri er haldin hátíð ljósanna í Amsterdam. Amsterdam er einstök á vorin - þá tindra akrarnir af skrautlegum túlípönum sem láta engan ósnortinn. Hvers vegna ekki að kaupa miða til Amsterdam til þess að bera fegurð borgarinnar
augum?


Afþreying í Amsterdam?


Amsterdam er einstök borg. Allir geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Ef þú vilt afþreyingu farðu þá á Leidseplein. Leið safnaáhugamanna ætti að liggja á safnatorgið Museum Square en þar eru þrjú meginsöfn Amsterdam - Rijksmuseum, nútímalistasafnið Stedelijk og Van Gogh safnið. Þú getur dvalið í höfuðborg Hollands í heila viku án þess að fara á kaffihús, bara gengið á milli safna. Amsterdam svíkur engann en heillar alla!


Söfn


Það er í raun alveg sama hvar þú ert á ferð í Amsterdam, allar leiðir liggja að safnatorginu. Helstu táknmyndir borgarinnar eru risastóru stafirnir „I ❤ Amsterdam“ og gullþríhyrningurinn sem söfnin þrjú Rijksmuseum, Van Gogh safnið og Stedelijk-safnið mynda. Rijksmuseum er það safn sem alls ekki má missa af. Ef þú ert aðeins í Amsterdam í einn dag ættirðu að velja það. Þá geturðu valið á milli fjölmargra óhefðbundinna safna. Vísindi geta verið töfrandi og gott dæmi um það er NEMO-vísindamiðstöðin. Þar eru áhugaverðar umræður, kynningar, sjónhverfingar og sýnikennsla en ekki hefðbundnir fyrirlestrar eða bæklingar. Annað sem gerir það frábrugðið hefðbundnum söfnum er að þar má handleika safnmuni til að öðlast betri skilning á vísindunum.


Spennandi næturlíf


Amsterdam er miðstöð menningar, skemmtunar og næturlífs. Fjölmargir næturklúbbar eru í borginni sem eru ekki einungis vinsælir meðal hollenskra ungmenna heldur einnig á meðal ferðamanna. Þeir allra vinsælustu er Paradiso, Escape og Melkweg. Þeir eru á Leidseplein, í nágrenni við Rembrandtplein-torgið. Þessi hluti borgarinnar er talinn nafli næturlífsins. Heimsþekktir plötusnúðar þeyta skífum á stórum uppákomum. Á sumrin eru haldnar tónlistarhátíðir sem hundruð þúsunda sækja. Klúbbarnir setja upp partí daglega svo allir nái að taka þátt í næturlífinu. Aðalpartíkvöldin eru þó frá fimmtudegi til laugardags. Uppákomurnar byrja kl. 23 og standa oft fram á morgun. Ef næturlífið heillar hefur Amsterdam upp á allt að bjóða.


Verslun


Amsterdam er ekki einungis höfuðborg frelsis heldur eru verslunarmiðstöðvar borgarinnar með þeim stærstu í Evrópu. Borgin er sneisafull af frábærum stórverslunum og verslunarmiðstöðvum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í verslunum borgarinnar. Þá eru fjölmargar antikverslanir, skartgripa- og bókabúðir í borginni. Afgreiðslutími flestra búða er frá 9-10 á morgnana til 18 síðdegis frá þriðjudegi til föstudags. Undantekningar frá þessu eru eftirfarandi: Á fimmtudögum er opið til kl. 21. Á mánudögum er verslanir opnaðar síðdegis og þeim er lokað snemma á laugardögum, kl. 17. Sums staðar eru búðir opnar á sunnudögum, t.d. á ​​Kalverstraat og Leidsestraat.

Vinsælasta verslunarhverfið í Amsterdam er níu stræta hnippið en þar eru sem sagt níu verslunargötur sem tengjast. Þær eru í miðborginni, aðeins í fimm mínútna göngufjarlægð frá Dam-torginu. Þröng síki umlykja göturnar sem eru fullar af líflegum búðum, huggulegum börum og kaffihúsum þar sem alltaf er notalegt að setjast inn. Þetta er lítið og fallegt hverfi með hrífandi andrúmslofti til verslunar.


Gagnlegt að vita


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Schiphol-flugvallar hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta flugið til Amsterdam.
Flugvöllur: Schiphol-flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: 10-15 mínútur (15 km).
Tungumál: Hollenska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: í kringum 820.000.
Vegabréf: Vegabréf eða önnur ferðaskilríki í gildi.
Ferðaáritun: Ekki þörf ef dvalið er skemur en 90 daga.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið en mælt með að gefa 5-10%.
Sæti: Til að bóka bara sæti veldu slóðina: www.aventura.is
Ferðaskattar: Innifaldir í hótelverði (7% af kostnaði herbergisins).
Vatn: Það er óhætt að drekka kranavatn í Amsterdam.


Lystisemdir Amsterdam


Amsterdam er lítil en fjölskrúðug borg með síkjum, brúm, fallegum húsum, aragrúa safna, fjölbreyttri matargerð hvaðanæva úr heiminum, kaffihúsum og angan af blómstrandi túlípönum. Þetta er engin svefnborg – það er alltaf eitthvað áhugavert um að vera. Skoðum hvað Amsterdam hefur upp á að bjóða.

Hefðbundin byrjun á ferð til Amsterdam. Þú bókar hótel í Amsterdam með góðum fyrirvara, kemur í borgina, ferð í skoðunarferð um hana eða ferð á frægasta safn Amsterdam - Rijksmuseum (ríkissafnið) og Van Gogh safnið. Bæði söfnin eru meðal 25 bestu safna heims. Hafa verður í huga að það eru oft biðraðir á söfnin sem auðvelt er að forðast með því að kaupa miða á netinu. Prentið miðana út og afhendið þá við innganginn.

Óþrjótandi möguleikar eru til að skoða borgina. Ef söfnin og skoðunarferðirnar höfða ekki til þín er tilvalið að fara á einhverja af fjölmörgum mörkuðum borgarinnar, t.d. Waterlooplein (elsta flóamarkaðinn) og Bloemenmarkt (fræga blómamarkaðinn). Þar andar þú að þér töfrum borgarinnar!

Ekki má gleyma því að höfuðborg Hollands er vinalegasta borg hjólreiðamannsins! Í miðborg Amsterdam eru 60% ferða skipulagðar fyrir fólk á hjóli. Hjólin eru jafnmörg íbúunum. Framan á hefðbundnu hollensku hjóli (Bakfiet) er karfa sem í er fluttur alls kyns varningur, m.a.s. börn. Þér líður eins og heimamanni á hjólastígunum með þá allt í kringum þig í hálfgerðu öngþveiti hjóla. Fjölmargar hjólaleigur verða á vegi þínum og m.a. er boðið upp á hjólaferðir. Skelltu þér í þessa skemmtilegu, vinalegu og umhverfisvænu hjólaveröld!

Þú munt sjálfsagt fylla símann þinn með hundruðum mynda í þessari ferð. Langar þig í sérstakar myndir? Í því samhengi ber að nefna tvo verðlaunamyndastaði. Tveggja metra stafirnir „I ❤ Amsterdam“ eru mikið aðdráttarafl í borginni. Myndataka við stafina er mjög góð hugmynd en hefur þá vankanta að hún er aðeins spennandi í fyrsta skipti og ef svo vel vill til að mynd náist án þess að aragrúi sé þarna af fólki!


Þrjár staðreyndir um borgina


1. Amsterdam er fjölmenningarlegasta höfuðborg Evrópu. Þar geturðu hjólað á hollensku hjóli, borðað indverskan mat, á leið þinni á tyrknesku hárgreiðslustofuna og á eftir færðu þér bjórglas hjá ástralska þjóninum.

2. Amsterdam er borg brúa. Heildarfjöldi þeirra er 1281 - þrisvar sinnum fleiri en í Feneyjum. Í miðborginni eru 80 þeirra. Þekktasta brú borgarinnar er Magere Brug (mjóa brúin). Gatnamót Reguliersgracht- og Herengracht-síkjanna eru þekkt sem brú 15 brúa. Ef þú stendur á réttum stað, sérstaklega að næturlagi, getur þú augum litið 15 bogabrýr í einu!

3. Borgarbúar tala mörg tungumál. Í Amsterdam eru samskipti þeirra ansi frjálsleg, ekki bara á móðurmálinu sínu hollensku heldur einnig á ensku og þýsku.

Amsterdam á korti