Stórkostleg hringferð um Tékkland

Beint flug til Prag 1.maí 2024 – 5 dagar
Ferðatilhögun - birt með fyrirvara um breytingar

10. október

Lent í Prag að morgni og farið beint frá flugvelli áleiðis til Cesky Krumlov, sem er ein fegursta borg Tékklands, gullfalleg miðaldaborg með kastala frá 13. öld og hér upplifir þú gömlu miðevrópu eins og hún var fegurst. Frábærir veitingastaðir.

Gist í Cesky Krumlov

 

11. október

Dagsins notið í Cesky Krumlov, heimsókn í kastalann og rölt um götur miðbæjarins, þetta er eins og að fara mörg hundruð ár aftur í tímann.
Eftir hádegi, stoppað í bjórsmökkun í Cesky Budejovice sem framleiðir einn frægasta bjór í heimi.
Ekið áleiðis til Brno, sem er önnur miðaldaborg, og fyrrum höfuðborg Moraviu, og var ein framsæknasta borg Evrópu á fyrri hluta 20 aldar.

Gist í Brno.


12. október

Gönguferð um borgina. Góður tími til að skoða borgina, Spilberk kastalinn og dómkirkja Heilags Péturs heimsótt en þetta eru helstu kennileiti borgarinnar. Farið í vínsmökkun. Ekið áleiðis frá Brno til Kutna Hora. Ein frægasta borg í Tékklandi, sem er friðlýst af UNESCO. Hér er miðbærinn heimsóttur, val er að fara í hina frægu kirkju heilagrar Barböru og klaustrið.

Haldið til Prag þar sem gist verður síðustu nóttina.


13. október

Gönguferð um gamla bæinn í Prag. Prag er fegursta höfuðborg Evrópu og hér kynnist þú sögunni í gamla bænum, stjörnuklukkunni, gyðingahverfinu, Karlsbrúnni, Wenceslastorgi og kastalanum í Prag.

Farið frá Prag um kvöldið þannig að allur dagurinn nýtist í Prag.

Innifalið í verði ferðar
  Flug með 20 kg tösku
  Gisting með morgunverði
  Akstur til og frá flugvelli
  Fararstjórn 
Kynnisferðir

1. Bjórsmökkun í Budeovice

2. Vínsmökkun í Brno

3. Heimsókn til Kutna Hora

Verð 13.900 kr.