Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Royal Seginus er 5 stjörnu lúxus fjölskylduhótel. Hótelið, sem opnaði í maí 2017, er sannkölluð paradís fyrir þá sem það heimsækja og frábær viðbót við Lara svæðið. Hér er nóg að gera fyrir alla, unga sem aldna.
Herbergin eru 64m2 og eru því einstaklega rúmgóð og þau taka mest 3 fullorðna og 1 barn frá 0-9 ára. Herbergin eru smekklega innréttuð með stóru baðherbergi og stórum fataskáp/fataherbergi.
Hótelgarðurinn er stór og fallegur, þar má finna þónokkrar sundlaugar og þar á meðal eru 5 vatnsrennibrautir fyrir 7 ára og eldri og 3 fyrir 15 ára og yngri. Það eru 2 barnalaugar, önnur með vatnsrennibrautunum, einnig er leiksvæði fyrir börn.
Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára, það er alltaf líf og fjör í barnaklúbbnum og nóg um að vera. Á kvöldin er svo alltaf mini diskó í boði fyrir yngstu kynslóðina. Frábært lítið tívolí er á hótelinu en þar má finna skemmtileg tæki, svo sem klessubíla, parísarhjól, gondóla, hringekju og fleira. Algjör paradís fyrir börn.
Heilsulindin á hótelinu er hin glæsilegasta og er meðal annars hægt að komast í tyrkneskt bað, gufubað og hvíldarherbergi, gegn vægu gjaldi er svo hægt að komast í alls kyns líkamsmeðferðir og nudd.
Aðalmatsalur hótelsins býður upp á einkar veglegt hlaðborð með tyrknesku og alþjóðlegu ívafi. Einnig er svokallað bistró, bakarí og snakkbar á hótelinu. Fyrir gjald, er svo hægt að borða kvöldverð á einhverjum af a la carte veitingastöðunum sem eru á hótelinu, en það sem er í boði er meðal annars, steikhús, ítalskur staður, tyrkneskur staður, sjávarréttastaður, mexíkóskur staður og sushi staður.
Einskaströnd hótelsins er í 250 metra fjarlægð frá hótelinu. Rútuferðir fara fram og tilbaka að ströndinni, þar eru sólbekkir, strandbar og bryggja með sólbaðsaðstöðu.
Mikið er um að vera á hótelinu, skemmtidagskrá í gangi allan daginn þar sem mikið er í boði eins og sundleikfimi, vatnapóló,borðtennis, boccia, stradblak, pílukast og fleira. Á kvöldin heldur skemmtunin áfram með skemmtiatriðum, sýningum og leikjum. Eftir skemmtidagskrána tekur svo næturklúbburinn við fyrir þá sem kjósa.
Það verður enginn svikinn af Royal Seginus.
Herbergin eru 64m2 og eru því einstaklega rúmgóð og þau taka mest 3 fullorðna og 1 barn frá 0-9 ára. Herbergin eru smekklega innréttuð með stóru baðherbergi og stórum fataskáp/fataherbergi.
Hótelgarðurinn er stór og fallegur, þar má finna þónokkrar sundlaugar og þar á meðal eru 5 vatnsrennibrautir fyrir 7 ára og eldri og 3 fyrir 15 ára og yngri. Það eru 2 barnalaugar, önnur með vatnsrennibrautunum, einnig er leiksvæði fyrir börn.
Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára, það er alltaf líf og fjör í barnaklúbbnum og nóg um að vera. Á kvöldin er svo alltaf mini diskó í boði fyrir yngstu kynslóðina. Frábært lítið tívolí er á hótelinu en þar má finna skemmtileg tæki, svo sem klessubíla, parísarhjól, gondóla, hringekju og fleira. Algjör paradís fyrir börn.
Heilsulindin á hótelinu er hin glæsilegasta og er meðal annars hægt að komast í tyrkneskt bað, gufubað og hvíldarherbergi, gegn vægu gjaldi er svo hægt að komast í alls kyns líkamsmeðferðir og nudd.
Aðalmatsalur hótelsins býður upp á einkar veglegt hlaðborð með tyrknesku og alþjóðlegu ívafi. Einnig er svokallað bistró, bakarí og snakkbar á hótelinu. Fyrir gjald, er svo hægt að borða kvöldverð á einhverjum af a la carte veitingastöðunum sem eru á hótelinu, en það sem er í boði er meðal annars, steikhús, ítalskur staður, tyrkneskur staður, sjávarréttastaður, mexíkóskur staður og sushi staður.
Einskaströnd hótelsins er í 250 metra fjarlægð frá hótelinu. Rútuferðir fara fram og tilbaka að ströndinni, þar eru sólbekkir, strandbar og bryggja með sólbaðsaðstöðu.
Mikið er um að vera á hótelinu, skemmtidagskrá í gangi allan daginn þar sem mikið er í boði eins og sundleikfimi, vatnapóló,borðtennis, boccia, stradblak, pílukast og fleira. Á kvöldin heldur skemmtunin áfram með skemmtiatriðum, sýningum og leikjum. Eftir skemmtidagskrána tekur svo næturklúbburinn við fyrir þá sem kjósa.
Það verður enginn svikinn af Royal Seginus.
Aðstaða og þjónusta
Sundlaug
Bílastæði
Þvottaþjónusta gegn gjaldi
Súpermarkaður
Leiga á handklæði við sundlaug
Þráðlaust net
Lyfta
Hjólastólaaðgengi
Farangursgeymsla
Herbergisþjónusta
Gestamóttaka
Vatnsrennibraut
Balí rúm
Sólhlífar
Afþreying
Borðtennis
Tennisvöllur
Skemmtun
Næturklúbbur
Skemmtidagskrá
Leikjaherbergi
Kvöldskemmtun
Veitingahús og barir
A la carte veitingastaður
Bar
Veitingastaður
Sundlaugarbar
Vistarverur
Loftkæling
Hárþurrka
sjónvarp
Inniskór
Smábar
Fyrir börn
Barnalaug
Barnaklúbbur
Barnaleiksvæði
Splash Svæði
Aðstaða fyrir viðskiptaferð
Fundarsalur
Heilsa og útlit
Gufubað
Líkamsrækt
Innilaug
Tyrkneskt Bað (Hammam)
Fæði í boði
Allt innifalið
Hótel
Royal Seginus Hotel á korti