Almenn lýsing

Melia Caribe er stórkostlegur kostur fyrir fjölskyldufríið, þessi suðræna paradís er staðsett við fallega hvíta Bavaro sandströndina við túrkisblátt Karíbahafið.

Á hótelinu eru rúmgóð herbergi og svítur, tilvalin til slökunar eftir langan dag í sundi og afþreyingu á hótelinu.

Hótelgarðurinn er umvafinn fallegum gróðri og í honum eru 6 sundlaugar. Meðal annars er glæsilegur vatnagarður með rennibrautum, fossum og Splash svæði, meðan börnin leika sér og renna þá geta foreldar slakað á á sólbekkjum í kringum laugina.

KidsDom er skemmtilegt svæði fyrir börn frá 3ja ára aldri. Leikir, vinnustofur, partý og svo mikið meira sem er í boði fyrir yngstu kynslóðina. Einnig er sjónvarp og leikjatölva, bar með ávöxtum og snakki ásamt fallegum garði með sundlaug.

Á hótelinu eru 13 veitingastaðir og 3 barir. Hér færðu gourmet mat frá öllum heimshornum, mexíkóskt, spænskt ítalsk, asískt eða sjávarrétta, allt þetta og meira til.

Heilsulindin YHI er yndislegur staður til að slaka á. Þar getur þú valið um ýmsar snyrti og líkamsmeðferðir. Dekraðu við líkama og sál og fáðu lúxusþjónustu á rólegum og huggulegum stað.

Við hótelið er 18 holu golfvöllur í einstaklega fallegu umhverfi.

Á hótelinu er spilavíti með pókerborðum og leikjavélum meðal annars.

Það er alltaf líf og fjör á þessu glæsilega hóteli, dagskemmtanir með íþróttkeppnum og sundleikfimi, kvöldskemmtanir með lifandi tónlist, sýningum og strandarpartý fyrir alla fjölskylduna.

Þú upplifir draumafríið á Melia Caribe Beach Resort.

Heilsa og útlit

Snyrtistofa
Gufubað
Líkamsrækt

Veitingahús og barir

Bar

Afþreying

Tennisvöllur

Aðstaða og þjónusta

Herbergisþjónusta

Skemmtun

Leikjaherbergi
Spilavíti

Herbergi

Deluxe Herbergi
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Aðstaða til að hella upp á te og kaffi
Svalir/verönd
Smábar
Öryggishólf
Fjölskylduherbergi strandmegin
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Aðstaða til að hella upp á te og kaffi
Svalir/verönd
Þráðlaust net
Smábar
Öryggishólf
Hótel Melia Caribe Beach All Inclusive á korti