Almenn lýsing

Grand Palladium Punta Cana Resort & Spa er sannkallað glæsihótel á besta stað á Bavaro ströndinni. 5 stjörnu hótel með gæða þjónustu fyrir fjölskyldur, pör og vini. Þessi paradís er umvafin fallegum gróðri og náttúru.

Það er nóg að gera fyrir alla á Grand Palladium. Tennis, strandblak, bogfimi er meðal annars í boði í íþróttamiðstöðinni.

Í hótelgarðinum eru 6 sundlaugar.Small Mouth sundlaugin hentar vel fyrir fjölskyldur, umvafin pálmatjrám, í sundlauginni er svokallaður swim-up bar og því þarf ekki að fara upp úr lauginni til að komast barnum.
Barahona er aðalfjölskyldusundlaugin og þar er einnig swim-up bar. Saoneer hugguleg sundlaug með vatnsnuddi fyrir fjölskyldur. Pálmatré, hengirúm og swim-up bar. The Secret er sundlaug einungis fyrir fullorðna. Samana, frábær fjölskyldulaug við hlið barnalaugarinnar. Í barnalauginni er sjóræningjaskip, vatnsrennibrautir fyrir börn á öllum aldri, fossar og Splash svæði.

Zentropía er heilsulind hótelsins þar sem er dekrað vel gestina. Tilvalin staður til slökunar, hægt er að kaupa ýmsar þjónustur fyrir líkama og andlit. Hægt er að komast í sauna, gufubað, jacuzzi og á vel búna líkamsræktarstöð.

Á hótelinu er frábært leiksvæði fyrir yngstu börnin, svæðið er þakið grasi og umvafið gróðri. Þar er líka lítil sundlaug með mini vatnagarði, ásamt leikherbergi. Táningarnir fá líka sitt svæði, Junior Club Black & White er með afþreyingu fyrir unglingana, billiard, borðtennis, tölvuleikir og fleira.

8 a la carte veitingastaðir eru á hóelinu. Meðal annars er Chic Cabaret sem er veitingastaður með glæsilegri sönleikjasýningu, greiða þarf aukalega á þennan stað. Fjöldi bara er víðsvegar um hótelið.

Herbergin eru snyrtileg og notaleg, vel búin helstu nauðsynjum fyrir fríið.

Glæsilegur kostur fyrir draumafríið í Karabíska hafinu.

Heilsa og útlit

Snyrtistofa
Gufubað

Afþreying

Pool borð
Borðtennis
Minigolf
Tennisvöllur

Veitingahús og barir

Bar
Veitingastaður

Aðstaða fyrir viðskiptaferð

Fundarsalur

Aðstaða og þjónusta

Súpermarkaður
Herbergisþjónusta

Fæði í boði

Fullt fæði

Skemmtun

Leikjaherbergi
Spilavíti

Vistarverur

sjónvarp
Smábar

Herbergi

Deluxe með garðsýni
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Aðstaða til að hella upp á te og kaffi
Baðsloppar
Inniskór
Svalir/verönd
Þráðlaust net
Smábar
Öryggishólf
Deluxe sundlaugarmegin
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Aðstaða til að hella upp á te og kaffi
Baðsloppar
Inniskór
Svalir/verönd
Þráðlaust net
Smábar
Öryggishólf
Hótel Grand Palladium Punta Cana Resort & Spa All Incl á korti