Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Gran Hotel Bali er eitt þekktasta hótelið á Benidorm, staðsett í hverfinu La Cala stutt frá Poniente ströndinni. Hótelið skiptist í 2 byggingar sem gnæfa yfir svæðið.
Gran Hotel Bali býður upp á fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið en hótelið er á 52 hæðum, á 46. hæð er útsýnispallur þar sem gestir hótelsins geta notið þess að horfa út á hafið. Ekki eru svalir á öllum herbergjum.
Herbergin eru loftkæld með öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi, smábar (gegn gjaldi), síma, hárþurrku og þráðlausu neti (gegn gjaldi)
Heilsulind Gran hótelsins er útbúin gufubaði, líkamsrækt og heitum potti. Hægt er að bóka úrval nudd- og snyrtimeðferða. Aðgangur að heilsulind og meðferðunum kostar aukalega.
Hótelgarðurinn er stór en þar eru 3 sundlaugar þar á meðal barnalaug.
Yfir sumartímann er boðið upp á skemmtidagskrá fyrir fullorðna og börn. Skemmtilegur leikvöllur er fyrir börn ásamt leikherbergi.
Á hótelinu eru verslanir, næturklúbbur, bókasafn svo eitthvað sé nefnt.
Um 30 mínútna gangur er í gamla bæinn á Benidorm.
ATH! Unnið er að endurbótum á heilsulind hótelsins út júní 2023. Líkamsræktin er opin og nuddþjónusta verður á öðru svæði á hótelinu.
Gran Hotel Bali býður upp á fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið en hótelið er á 52 hæðum, á 46. hæð er útsýnispallur þar sem gestir hótelsins geta notið þess að horfa út á hafið. Ekki eru svalir á öllum herbergjum.
Herbergin eru loftkæld með öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi, smábar (gegn gjaldi), síma, hárþurrku og þráðlausu neti (gegn gjaldi)
Heilsulind Gran hótelsins er útbúin gufubaði, líkamsrækt og heitum potti. Hægt er að bóka úrval nudd- og snyrtimeðferða. Aðgangur að heilsulind og meðferðunum kostar aukalega.
Hótelgarðurinn er stór en þar eru 3 sundlaugar þar á meðal barnalaug.
Yfir sumartímann er boðið upp á skemmtidagskrá fyrir fullorðna og börn. Skemmtilegur leikvöllur er fyrir börn ásamt leikherbergi.
Á hótelinu eru verslanir, næturklúbbur, bókasafn svo eitthvað sé nefnt.
Um 30 mínútna gangur er í gamla bæinn á Benidorm.
ATH! Unnið er að endurbótum á heilsulind hótelsins út júní 2023. Líkamsræktin er opin og nuddþjónusta verður á öðru svæði á hótelinu.
Veitingahús og barir
Bar
Veitingastaður
Aðstaða fyrir viðskiptaferð
Fundarsalur
Heilsa og útlit
Gufubað
Aðstaða og þjónusta
Herbergisþjónusta
Skemmtun
Leikjaherbergi
Herbergi
Hótel
Gran Hotel Bali á korti