Almenn lýsing
Þessi skemmtilegu smáhýsi á Playa del Inglés eru notaleg og henta vel fjölskyldum, pörum og einstaklingum. Hótelgarðurinn er suðrænn umvafinn pálmatrjám og öðrum litríkum gróðri og hefur hann ákveðna ró yfir sér. Sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstaða, veitingastaður, bar og kvöldskemmtun er meðal annars í boði á HL Miraflor Suites. Hægt er að fá studio, íbúðir með 1 svefnherbergi og Romance svítur. Smáhýsin eru loftkæld með litlu eldhúsi, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), ísskáp, hárþurrku og síma. Staðsetningin er í rólegu hverfi en stutt er að ganga í ysinn á Playa del Ingles. Verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni.
Hótel
HL Miraflor Suites á korti