Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

HL Miraflor Suites

Calle Timple 4 35100 ID 6274

Almenn lýsing

Þessi skemmtilegu smáhýsi á Playa del Inglés eru notaleg og henta vel fjölskyldum, pörum og einstaklingum. Hótelgarðurinn er suðrænn umvafinn pálmatrjám og öðrum litríkum gróðri og hefur hann ákveðna ró yfir sér. Sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstaða, veitingastaður, bar og kvöldskemmtun er meðal annars í boði á HL Miraflor Suites. Hægt er að fá studio, íbúðir með 1 svefnherbergi og Romance svítur. Smáhýsin eru loftkæld með litlu eldhúsi, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), ísskáp, hárþurrku og síma. Staðsetningin er í rólegu hverfi en stutt er að ganga í ysinn á Playa del Ingles. Verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni.
Hótel HL Miraflor Suites á korti