Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Costa Canaria & Spa er einungis fyrir fullorðna, þetta heillandi hótel er staðsett við ströndina í San Agustin. Frá hótelinu er gengið beint út á ströndina og á göngugötu sem liggur meðfram ströndinni en þaðan er stutt í verslanir og veitingastaði. Hótelið er tilvalinn staður fyrir fullkomna slökun. Herbergin eru hlýleg í ljósum tónum með loftkælingu, sjónvarpi, hárþurrku, þráðlausu neti, smábar og öryggishólf (gegn gjaldi). Hótelgarðurinn er suðrænn og hlýlegur, þar er hægt að njóta sólarinnar við sundlaugarbakkann, einnig er sólbaðsaðstaða og nuddpottur á þaki hótelsins. Aðalveitingastaður hótelsins býður upp á hlaðborð með spænskum og aljóðlegum réttum, við sundlaugina er snakkbar og hótelbarinn býður upp á suðræna drykki. Heilsulindin er fullkominn staður til að dekra við sjálfan sig. Innisundlaug, nuddpottur, tyrkneskt bað ásamt alls kyns líkamsmeðferðum, sannkölluð endurnærðing á líkama og sál. Á hótelinu er líkamsræktarstöð, tennisvöllur, blakvöllur og fleira. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu.
Afþreying
Pool borð
Borðtennis
Tennisvöllur
Veitingahús og barir
Bar
Veitingastaður
Heilsa og útlit
Gufubað
Líkamsrækt
Aðstaða og þjónusta
Herbergisþjónusta
Herbergi
Hótel
Bull Costa Canaria & Spa á korti