Almenn lýsing

Einstakt fjölskylduhótel þar sem fríið verður svo sannarlega ógleymanlegt. Hér ætti engum að leiðast því glæsilegur vatnagarður tilheyrir hótelinu þar sem frábær aðstaða er fyrir allan aldur.

Alegria Costa Ballena, sem var endurnýjað 2017, er staðsett á Costa Ballena svæðinu og er einungis um 10 mínútna gangur að fallegu ströndinni Playa de la Ballena. Lítill verslunarkjarni er í sömu götu og hótelið en þangað er um 3 mínútna gangur. Þar má meðal annars finna súpermarkaðinn Mercadona, apótek, verslanir, veitingastaði og bari.

Hótelgarðurinn er draumur hverrar fjölskyldu, vatnsrennibrautir fyrir allan aldur, líf og fjör allan daginn. Og fyrir þá sem kjósa meiri rólegheit þá er önnur sundlaug þar sem meiri rólegheit eru, ásamt annari barnalaug þar sem rólegra er.

Herbergin eru hugguleg, eru í ljósum stíl með loftkælingu, sjónvarpi, skrifborði og smábar. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi.
Á hótelinu er hægt að fá All Inclusive eða allt innifalið frá morgunverði til 23 á kvöldin, greitt er fyrir erlenda drykki.

Á hótelinu er barnaklúbbur þar sem yngsta kynslóðin getur átt eftirminnilegar stundir. Leikir, föndur og aðrar uppákomur alla daga í barnaklúbbnum. Einnig er Teen Zone, sem er svæði tileinkað unglingum þar sem meðal annars er hægt að spila Playstation.

Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að komast í ýmsar líkamsmeðferðir.

Á þaki hótelsins er Botanic Rooftop Bar sem er með einstöku útsýni, þar má njóta lifandi tónlistar og suðrænna kokteila.

Svæðið í kringum hótelið er einstaklega fallegt, skemmtilegt er að leigja hjól og kynnast umhverfinu á hjóli. Ströndin er í um 10 mínútna göngufjarlægð.

Um 12 mínútna akstur er til borgarinnar Rota, um 35 mínútna akstur til Cadiz og um 30 mínútna akstur til Jerez.

Sannkölluð paradís fyrir fjölskyldufríið.


Veitingahús og barir

Bar
Veitingastaður

Aðstaða fyrir viðskiptaferð

Fundarsalur

Heilsa og útlit

Gufubað

Aðstaða og þjónusta

Herbergisþjónusta

Vistarverur

Smábar

Herbergi

Standard herbergi

Notaleg herbergi

Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Svalir/verönd
Hárþurrka
Þráðlaust net
Smábar
Öryggishólf gegn gjaldi
Hótel Alegria Costa Ballena á korti