Heillandi heimur Istanbul
Istanbúl er einstök borg sem liggur á mörkum Evrópu og Asíu, þar sem austurlensk og vesturlensk menning mætast. Hún er þekkt fyrir ríka sögu, stórkostlegar minjar og líflegt borgarlíf. Með sögulegum perlum eins og Hagia Sophia, Bláu moskunni og Topkapi-höllinni, ásamt iðandi götum eins og Istiklal og Grand Bazaar, býður Istanbúl upp á ógleymanlega upplifun fyrir ferðalanga.
Istanbul er rík af sögu og minjum. Þar má finna stórkostlegar byggingar eins og Hagia Sophia, sem var kirkja, moska og nú safn; Bláa moskan, með sínum sex minaretturnum og bláum flísum; og Topkapi-höllina, sem var heimili sultananna. Borgin er einnig heimili Basilica Cistern, neðanjarðar vatnsgeymis frá 6. öld og Galata-turnsins, sem veitir útsýni yfir Bosphorus-sundið.
Istanbúl er iðandi af lífi – götur eins og Istiklal og Kadıköy eru fullar af verslunum, kaffihúsum og listalífi. Grand Bazaar, einn stærsti markaður heims, býður upp á krydd, teppi, skartgripi og handverk.
Maturinn er fjölbreyttur og bragðmikill og er tyrknesk matargerð er rík af bragði, fjölbreytni og hefð. Hún sameinar áhrif frá Mið-Austurlöndum, Mið-Asíu, Balkanskaganum og Miðjarðarhafinu. Grunnurinn er ferskt hráefni, krydd og jurtir. Maturinn er iðulega eldaður frá grunni og borinn fram með flatbrauði, jógúrtsósum og fersku grænmeti. Tyrknesk matargerð er bæði einföld og djúpstæð – og hentar jafnt grænmetisætum sem kjötætum.
Komdu með í þessa einstöku menningarferð og þar sem austræn og vestræn menning mætast við Bosphorus sundið
Fararstjóri ferðarinnar er Auður Þóra Björgúlfsdóttir
Auður er sagnfræðingur og framhaldsskólakennari. Hún hefur kennt sögu á framhaldsskólastigi til fjölda ára og ferðast víða, bæði með nemendahópa og á eigin vegum. Þá hefur hún dvalið langdvölum í Tyrklandi reglulega sl. 25 ár. Þar hefur hún m.a. starfað í skartgripabúð og sem sjálfboðaliði í dýraathvarfi. Auður þekkir vel tyrkneskt samfélag og sögu svæðisins.
Ferðatilhögun
Flogið frá Keflavík til Istanbul með Icelandair
Flogið frá Istanbul til Keflavíkur með Icelandair
Titanic Taksim City ****
Gist verður á Titanic Taksim City.
Titanic City Taksim er fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta Istanbul, aðeins nokkrum skrefum frá Taksim-torgi og hinni líflegu Istiklal-götu.
Herbergin eru rúmgóð og vel búin. Á hótelinu er heilsulind með tyrknesku baði, innisundlaug og hægt að komast í nudd gegn gjaldi. Á hótelinu er veitingastaður og bar.
Koma, farið í rútu frá Istanbul flugvelli til Titanic City Taksim
Morgunverður á hótelinu og við hefjum skoðunarferð um Sultanahmet-hverfið, hjarta gamla Istanbúl, við Hagia Sophia. Byggð af keisaranum Justinian snemma á 6. öld e.Kr. og hönnuð af Anthemius frá Tralles og Isodore frá Miletus, er kirkjan eitt af undrum heimsbyggingarlistar. Henni var breytt í mosku árið 1453 og er nú safn. Risastór hvelfingin hennar drottnar enn yfir gamla Istanbúl. Hún er einnig fræg fyrir mósaíkverk sín, þar á meðal glitrandi portrett af keisurum og keisaraynjum og áhrifaríka mynd af Maríu mey.
Næst heimsækjum við Bláu moskuna, sem dregur nafn sitt af glæsilegum flísum sem prýða fallegar innréttingar hennar. Hún var byggð af Sultan Ahmet I snemma á 17. öld og hönnuð af nemanda Sinan, frægasta arkitekt Ottómana. Forgarður hennar er sérstaklega glæsilegur. Hippodrome, leikvangur forna Býsans, tók 100.000 áhorfendur og innihélt gripi frá öllum hornum heimsveldisins. Af þeim lifa enn egypskur obelisk (steinstólpi með pýramídalagaðan topp) og bronsstytta af þrem samtvinnuðum slöngum frá Delfí.
Grand Bazaar var viðskiptahjarta gömlu borgarinnar og þar eru 4000 verslanir fullar af fjársjóðum, þar á meðal teppi og kilim (handofið teppi), silki, skartgripir, keramík, helgimyndir og leðurvörur. Röltið um Grand Bazaar og njótið verslunar í stíl Ottómanna.
Síðasta heimsókn dagsins er í hina goðsagnakenndu Topkapi-höll og glæsilegan forgarð hennar.
Við komum aftur á hótelið um kl. 16:00 og restin af deginum er frjáls.
Eftir morgunverð hefjum við daginn með stuttri heimsókn í Kryddmarkaðinn frá 17. öld, einn litríkasti og líflegasti staður Istanbúl.
Því næst ferðumst við um The Golden Horn á leið okkar til ógleymanlegrar siglingar um Bosphorus-sundið, hið tignarlega sund sem liggur í gegnum Istanbúl og tengir Evrópu og Asíu. Frá bátnum sjáum við stórbrotna sýn meðfram skógi vöxnum bökkum Bosphorus: moskur, brú sem eitt sinn var lengsta brú heims og Rumeli Hisarı, víðfeðmt virki sem Mehmet The Conqueror lét reisa á aðeins þremur mánuðum í undirbúningi sínum fyrir að taka Istanbúl.
Einnig má sjá 19. aldar hallir ottómanska aðalsins, auk ævintýralegra „piparkökuhallar“ og veiðiskála sultananna.
Komið tilbaka á hótelið um miðjan dag.
Tilvalið að skella sér í Hammam (tyrkneskt bað) og njóta alls þess besta sem Istanbul hefur upp á að bjóða.
Farið frá hóteli að flugvelli.
ATH - Breytingar á dagskrá geta átt sér stað





