KRÍT
Það eru staðir á jörðinni sem eru dásamlegir allan ársins hring. Stærsta eyja Grikklands, Krít, er nefnilega þannig staður. Þar viltu dvelja til lengri tíma. Það er vel orðað að þetta sé perla Grikklands. Þótt flestir ferðamenn fari þangað í sumarfrí telja heimamenn besta tímann á eyjunni vera að hausti eða vori. Þá er hitinn temmilegri og ekki eins margir ferðamenn á ferli. Svo maður nefni nú ekki þá staðreynd að þú getir setið úti á Krít og látið hitann leika við þig á köldum vetrarmánuðum heima.
Fólk er farið að hugsa meira og meira um það hvar það geti slakað á í heitara loftslagi, a.m.k. í viku eða tvær og jafnvel svo mánuðum skipti. Í því sambandi reikar hugurinn yfirleitt til framandi staða sem eru í tíu þúsund kílómetra fjarlægð að heiman. En hvað um þá sem vilja ekki eða geta ekki farið út fyrir Evrópu? Líklegast er dásamlega eyjan Krít kjörinn staður fyrir þá.
Hitastigið, m.a.s að vetri, fer yfirleitt ekki undir 10°C. Hitastigið fer nánast aldrei undir frostmark á þessu svæði. Eyjan nær yfir tvö loftlagssvæði - Miðjarðarhafið(aðalhlutinn) og Norður-Afríku (suðurströndin). Yfir sumarmánuðina er meðalhitastigið á Krít frá 20 til 30 stigum og meðalhitastigið yfir vetrarmánuðina er oft um 16 stig.
Krít er þekkt fyrir fallegar og fjölbreyttar strendur. Á eyjunni finnurðu vel útbúna staði með sólbekkjum, búningsklefum og kaffihúsum eða þú finnur paradísina í auðninni fjær bæjunum. Mikill fjölbreytileiki einkennir strendurnar á Krít: sandur eða möl, fjölmenni eða fámenni, fyrir opnu hafi eða inni í lokuðum víkum, með hvítum, gullnum, drapplitum eða jafnvel svörtum sandi, langar eða pínulitlar, umkringdar grjóti, leyndar í gljúfrum eða í lundi pálmatrjáa.
Strandlengja Krítar er yfir eitt þúsund kílómetrar sem getur ekki annað en glatt þá sem njóta þess að slaka á undir sólhlífinni. Þessar strendur eru framúrskarandi fyrir barnafjölskyldur því þar ríkir glens og gaman en líka friður og ró. Því skal haldið til haga að allar malar- og sandstrendur á Krít og öllu Grikklandi eru í eigu hins opinbera og því er aðgangur að þeim ókeypis. Þó þarf að greiða fyrir leigu á sólbekkjum og sólhlífum.
Eyjahafið í norðri, Miðjarðarhafið í suðri og Jónahaf í vestri umlykja Krít en hún er fimmta stærsta eyjan á Miðjarðarhafi, á eftir Sikiley, Sardiníu, Kýpur og Korsíku. Vinsælasti punkturinn á kortinu er Balos-flói og strönd með sama nafni. Þetta er hið fræga samflot hafanna þriggja - Jónahafs, Eyjahafs og Miðjarðarhafs (hluti þess sem þarna er nefnist Líbíuhaf). Þetta er ein sú strönd Krítar þar sem aðgangur er hvað erfiðastur. Þú getur farið þangað annaðhvort á bíl (sem er frekar erfitt því þangað liggur ekki hefðbundinn vegur) eða í skipulagðri skoðunarferð út í Gramvousa-eyju sem farið er í frá Kissamos-höfn. Það er svo sannarlega þess virði að sjá alla þessa fallegu bláu tóna og tæran sjóinn á þessari strönd. Hugsaðu bara um hvíta sandinn í litlu víkinni þar sem börnin eru að leik og þú munt elska þennan stað út í hið óendanlega.
Næstvinsælasta ströndin er Elafonisi-ströndin með sínum bleika sandi. Skuggarnir í sjónum eru algerlega magnaðir þar - sjórinn í Elafonisi-lóninu er ljósgrænblár með örlitlu bleiku ívafi og skiptir svo um lit allan daginn. Ferðamenn heillast aðallega af þessari strönd sökum þess hve óvenjulegur sandurinn er á litinn en hann virðist oft bleikur í briminu. Þú ættir að bæta hressilega við myndasafnið þitt með myndum af þessari strönd. Þær verða þær allra litríkustu, sérstaklega við sólsetrið þegar geislar sólarinnar glampa á skeljabrotunum.
Vai-ströndin er talin alger paradís, staðsett í pálmalundi. Þetta er ein af fáum ströndum á Krít þar sem pálmatré vaxa. Landslagið er frekar suðrænt og því harla óvenjulegt. Það er einstaklega hrífandi. Þegar komið er í hvíta sandinn á Vai-ströndinni þá finnst þér sem þú sért einhvers staðar á Karíbahafseyjum.
Hvað er sumarfrí á Krít án þess að fara a.m.k. einu sinni í fjörugt partí og dansa fram á morgun? Næturlífið fer aðallega fram í miðborginni og á opnum svæðum. Margir næturklúbbar eru í skemmtilegu bæjunum Hersonissos og Malia. Í þeim síðari er næturlífið aðeins rólegra og hentar vel eldri ferðamönnum. Í hverjum einasta bæ á Krít bíða spennandi uppákomur eftir þér – allt frá froðupartíum til hefðbundinna skemmtikvölda með tónlist heimamanna. Svo dunar dansinn fram á nótt!
Við sólsetur safnast fólk saman á kaffihúsum og fær sér „ouzo“ eða á litlum börum á ströndinni, horfir út á sjóinn og drekkur „tsikoudia“ (sem er drykkur frá Krít) og maular á krítversku snakki. Gleðin er við völd fram á morgun á diskótekum, börum, klúbbum og stöðum þar sem leikið er á „bouzouki“ eða “krítverska lýru. Diskótek, barir og margir aðrir skemmtistaðir eru opnir fram undir morgun og aðgangur ókeypis á flesta staðina.
Krít er einstök eyja, margslungin, með einstakan karakter, einstaklega fallegar strendur sem leika við alla liti hafsins og svo er veðurfarið dásamlegt. Á hverju ári sækja hundruð þúsunda ferðamanna eyjuna heim þar sem sagan drýpur af hverju strái. Þeir kynnast hefðum heimamanna og njóta þess að slaka á á ströndinni. En hvar á að dvelja? Hér á eftir kynnum við fyrir ykkur helstu staði eyjunnar: Heraklion, Lassithi, Rethymnon og Chania.
Flugfélög: Nokkur flugfélög fljúga til Krítar. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Krítar.
Flugvöllur: Heraklion-flugvöllur, Chania-flugvöllur og litli Sitia-flugvöllurinn.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 15-20 mínútur, 20 km.
Flugtími: Fjórir tímar.
Tungumál: Gríska.
Tímabelti: Austur-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 630.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 230 volt 50 Hz, klær og innstungur að gerð C og F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 3-6%.
Vatn: Hreint og drykkjarhæft en kann að hafa svolítið steinefnabragð.
1. Röltu um stórkostlega náttúru Krítar og upplifðu söguna. Margvíslegar umbreytingar í sögunni hafa sett mark sitt á arkitektúrinn. Ferðamenn sem hafa keypt sér pakkaferð til Krítar á síðustu stundu geta komist í kynni við þessa arfleifð og upplifað óendanleika sögunnar. Þú ættir hiklaust að skella þér í skoðunarferð til Spinalonga-eyjunnar. Vai-friðlandið hefur mikið aðdráttarafl og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Á sumrin fer þar fram glæsileg hátíð og mæta þangað bestu grísku tónlistarmenn og leikarar.
2. Prófaðu vatnaíþróttir. Agios Nikolaos er hafnarborg og því er mikil siglingahefð þar. Þú getur siglt á kafbáti eða bara einföldum báti. Þeir sem hafa áhuga á að skoða neðansjávarlífið finna líka eitthvað fyrir sinn snúð því þarna má sjá t.d. skjaldbökur og fiska. Aðdáendur lúxussnekkja geta notið sín í botn og farið í siglingu til Elounda, Kolokythas og Plaka. Þá má líka skella sér í fallhlífastökk eða á sjóskíði.
3. Farið í vatnsrennibrautagarð! Ef þú ert á ferðalagi með börn ættirðu ekki að einskorða fríið við strandlífið. Börnin geta t.a.m. notið sín í vatnsleikjagörðum en þeir eru fjórir á eyjunni (en þá eru ekki litlu garðarnir á hótelunum taldir með). Þeir hafa mikið aðdráttarafl, sundlaugar, rennibrautir, leiksvæði og ýmislegt fleira.
Fólk er farið að hugsa meira og meira um það hvar það geti slakað á í heitara loftslagi, a.m.k. í viku eða tvær og jafnvel svo mánuðum skipti. Í því sambandi reikar hugurinn yfirleitt til framandi staða sem eru í tíu þúsund kílómetra fjarlægð að heiman. En hvað um þá sem vilja ekki eða geta ekki farið út fyrir Evrópu? Líklegast er dásamlega eyjan Krít kjörinn staður fyrir þá.
Hitastigið, m.a.s að vetri, fer yfirleitt ekki undir 10°C. Hitastigið fer nánast aldrei undir frostmark á þessu svæði. Eyjan nær yfir tvö loftlagssvæði - Miðjarðarhafið(aðalhlutinn) og Norður-Afríku (suðurströndin). Yfir sumarmánuðina er meðalhitastigið á Krít frá 20 til 30 stigum og meðalhitastigið yfir vetrarmánuðina er oft um 16 stig.
Strandlífið
Krít er þekkt fyrir fallegar og fjölbreyttar strendur. Á eyjunni finnurðu vel útbúna staði með sólbekkjum, búningsklefum og kaffihúsum eða þú finnur paradísina í auðninni fjær bæjunum. Mikill fjölbreytileiki einkennir strendurnar á Krít: sandur eða möl, fjölmenni eða fámenni, fyrir opnu hafi eða inni í lokuðum víkum, með hvítum, gullnum, drapplitum eða jafnvel svörtum sandi, langar eða pínulitlar, umkringdar grjóti, leyndar í gljúfrum eða í lundi pálmatrjáa.
Strandlengja Krítar er yfir eitt þúsund kílómetrar sem getur ekki annað en glatt þá sem njóta þess að slaka á undir sólhlífinni. Þessar strendur eru framúrskarandi fyrir barnafjölskyldur því þar ríkir glens og gaman en líka friður og ró. Því skal haldið til haga að allar malar- og sandstrendur á Krít og öllu Grikklandi eru í eigu hins opinbera og því er aðgangur að þeim ókeypis. Þó þarf að greiða fyrir leigu á sólbekkjum og sólhlífum.
Eyjahafið í norðri, Miðjarðarhafið í suðri og Jónahaf í vestri umlykja Krít en hún er fimmta stærsta eyjan á Miðjarðarhafi, á eftir Sikiley, Sardiníu, Kýpur og Korsíku. Vinsælasti punkturinn á kortinu er Balos-flói og strönd með sama nafni. Þetta er hið fræga samflot hafanna þriggja - Jónahafs, Eyjahafs og Miðjarðarhafs (hluti þess sem þarna er nefnist Líbíuhaf). Þetta er ein sú strönd Krítar þar sem aðgangur er hvað erfiðastur. Þú getur farið þangað annaðhvort á bíl (sem er frekar erfitt því þangað liggur ekki hefðbundinn vegur) eða í skipulagðri skoðunarferð út í Gramvousa-eyju sem farið er í frá Kissamos-höfn. Það er svo sannarlega þess virði að sjá alla þessa fallegu bláu tóna og tæran sjóinn á þessari strönd. Hugsaðu bara um hvíta sandinn í litlu víkinni þar sem börnin eru að leik og þú munt elska þennan stað út í hið óendanlega.
Næstvinsælasta ströndin er Elafonisi-ströndin með sínum bleika sandi. Skuggarnir í sjónum eru algerlega magnaðir þar - sjórinn í Elafonisi-lóninu er ljósgrænblár með örlitlu bleiku ívafi og skiptir svo um lit allan daginn. Ferðamenn heillast aðallega af þessari strönd sökum þess hve óvenjulegur sandurinn er á litinn en hann virðist oft bleikur í briminu. Þú ættir að bæta hressilega við myndasafnið þitt með myndum af þessari strönd. Þær verða þær allra litríkustu, sérstaklega við sólsetrið þegar geislar sólarinnar glampa á skeljabrotunum.
Vai-ströndin er talin alger paradís, staðsett í pálmalundi. Þetta er ein af fáum ströndum á Krít þar sem pálmatré vaxa. Landslagið er frekar suðrænt og því harla óvenjulegt. Það er einstaklega hrífandi. Þegar komið er í hvíta sandinn á Vai-ströndinni þá finnst þér sem þú sért einhvers staðar á Karíbahafseyjum.
Næturlífið
Hvað er sumarfrí á Krít án þess að fara a.m.k. einu sinni í fjörugt partí og dansa fram á morgun? Næturlífið fer aðallega fram í miðborginni og á opnum svæðum. Margir næturklúbbar eru í skemmtilegu bæjunum Hersonissos og Malia. Í þeim síðari er næturlífið aðeins rólegra og hentar vel eldri ferðamönnum. Í hverjum einasta bæ á Krít bíða spennandi uppákomur eftir þér – allt frá froðupartíum til hefðbundinna skemmtikvölda með tónlist heimamanna. Svo dunar dansinn fram á nótt!
Við sólsetur safnast fólk saman á kaffihúsum og fær sér „ouzo“ eða á litlum börum á ströndinni, horfir út á sjóinn og drekkur „tsikoudia“ (sem er drykkur frá Krít) og maular á krítversku snakki. Gleðin er við völd fram á morgun á diskótekum, börum, klúbbum og stöðum þar sem leikið er á „bouzouki“ eða “krítverska lýru. Diskótek, barir og margir aðrir skemmtistaðir eru opnir fram undir morgun og aðgangur ókeypis á flesta staðina.
Vinsælir ferðamannastaðir
Krít er einstök eyja, margslungin, með einstakan karakter, einstaklega fallegar strendur sem leika við alla liti hafsins og svo er veðurfarið dásamlegt. Á hverju ári sækja hundruð þúsunda ferðamanna eyjuna heim þar sem sagan drýpur af hverju strái. Þeir kynnast hefðum heimamanna og njóta þess að slaka á á ströndinni. En hvar á að dvelja? Hér á eftir kynnum við fyrir ykkur helstu staði eyjunnar: Heraklion, Lassithi, Rethymnon og Chania.
Heraklion
Þetta er stærsta borgin á Krít með góðri þjónustu þar sem allt er til alls. Þar eru góð hótel, fjörugir ferðamannastaðir og tveir vatnsleikjagarðar við norðurströndina. Í forna hluta Heraklion er höfn, alþjóðaflugvöllur er þrjá km austur af borginni, alls kyns búðir, minjagripaverslanir, veitingastaðir og diskóbarir. Vinsælir ferðamannastaðir eins og Malia, Stalida, Hersonissos, Gouves og Kokkini Hani eru á Heraklion-svæðinu. Þú ættir að hugleiða þessa staði fyrir fyrsta fríið þitt á Krít. Þeir eru stutt frá alþjóðaflugvelli Heraklion svo ferðalagið þaðan tekur skamman tíma.Lasithi
Þessir staðir eru aðeins fjær flugvellinum. Þeir eru t.d. Agios Nikolaos og Elounda á Lasithi-svæðinu og eru ekki síður vinsælir meðal ferðamanna. Það er svo á austurhluta Lasithi sem paradísarströndin Vai er. Flestir segja að þar hafi Bounty-auglýsingin verið tekin upp. Lasithi hefur mikla sögu að segja og landslagið er dásamlegt. Þar er t.d. fallegasta ströndin á öllu Grikklandi - Mirabello. Þetta fjölskrúðuga landslag gerir svæðið afar heillandi til allrar afþreyingar. Hátt þjónustustig við ferðamenn, vel þróaðir innviðir og mörg nýtískuleg hótel gera dvölina á Lasithi guðdómlega.Rethimno
Bærinn Rethimno er oft sagður sál eyjunnar vegna þess hvað hann er gamall og töfrandi: steinlagðar götur, fornar kirkjur og moskur og tígulsteinaþök. Það má segja að þar sé sannkallað póstkortaútsýni. Fjallgarðar og hellar heilla ferðamenn sem og fallegir dalir og strendur. Falleg og hrein sandströnd sem teygir anga sína í 16 km og þar eru líka grýttar þröngar víkur . Við ströndina eru róleg og notaleg þorp og þarna er gott að verja sumarfríinu hvort sem ferðast er einsamall eða með fjölskylduna.Chania
Þetta er vestasta og grænasta svæði Krítar. Þarna er allt sem hugurinn girnist í fjörugu fríi: óviðjafnanlegt landslag og fornar götur þar sem falleg náttúran og fagrar byggingar gleðja augað. Á þessu svæði sérðu Hvítu fjöllin (Lefka Ori) og Samaria-gljúfrið sem er í rauninni þjóðgarður með sinni einstöku náttúru. Síðast en ekki síst þá laðar bleiki sandur Elafonisi að sér fjölmarga ferðamenn ár hvert.Gagnlegar upplýsingar
Flugfélög: Nokkur flugfélög fljúga til Krítar. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Krítar.
Flugvöllur: Heraklion-flugvöllur, Chania-flugvöllur og litli Sitia-flugvöllurinn.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 15-20 mínútur, 20 km.
Flugtími: Fjórir tímar.
Tungumál: Gríska.
Tímabelti: Austur-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 630.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 230 volt 50 Hz, klær og innstungur að gerð C og F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 3-6%.
Vatn: Hreint og drykkjarhæft en kann að hafa svolítið steinefnabragð.
Líf og fjör
1. Röltu um stórkostlega náttúru Krítar og upplifðu söguna. Margvíslegar umbreytingar í sögunni hafa sett mark sitt á arkitektúrinn. Ferðamenn sem hafa keypt sér pakkaferð til Krítar á síðustu stundu geta komist í kynni við þessa arfleifð og upplifað óendanleika sögunnar. Þú ættir hiklaust að skella þér í skoðunarferð til Spinalonga-eyjunnar. Vai-friðlandið hefur mikið aðdráttarafl og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Á sumrin fer þar fram glæsileg hátíð og mæta þangað bestu grísku tónlistarmenn og leikarar.
2. Prófaðu vatnaíþróttir. Agios Nikolaos er hafnarborg og því er mikil siglingahefð þar. Þú getur siglt á kafbáti eða bara einföldum báti. Þeir sem hafa áhuga á að skoða neðansjávarlífið finna líka eitthvað fyrir sinn snúð því þarna má sjá t.d. skjaldbökur og fiska. Aðdáendur lúxussnekkja geta notið sín í botn og farið í siglingu til Elounda, Kolokythas og Plaka. Þá má líka skella sér í fallhlífastökk eða á sjóskíði.
3. Farið í vatnsrennibrautagarð! Ef þú ert á ferðalagi með börn ættirðu ekki að einskorða fríið við strandlífið. Börnin geta t.a.m. notið sín í vatnsleikjagörðum en þeir eru fjórir á eyjunni (en þá eru ekki litlu garðarnir á hótelunum taldir með). Þeir hafa mikið aðdráttarafl, sundlaugar, rennibrautir, leiksvæði og ýmislegt fleira.