Gönguferð við Gardavatn
Njóttu þess að ganga í stórbrotnu landslagi við Gardavatn
Í þessari heillandi ferð verður gengið um Trentino héraðið norðan við Gardavatn. Svæðið er þekkt fyrir stórbrotna náttúru og hentar vel fyrir gönguferðir.
Fallegar gönguleiðir og einnig verður farið í siglingu á Gardavatni og útsýnisferð með kláf upp á Monte Baldo.
Gist verður í bænum Arco sem er heillandi bær norðan við Gardavatn. Arco liggur í Sarca-dalnum, umlukinn háum kalksteinsklettum og með útsýni yfir vatnið.
Ferðin sameinar náttúruupplifun og menningu.
Gist verður á Hotel Palace Citta
Palace Hotel Città er fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbæ Arco á Ítalíu, nálægt Gardavatni. Hótelið er þekkt fyrir rólegt umhverfi, fallega náttúru og góða aðstöðu til afslöppunar og vellíðunar.
Fararstjóri ferðarinnar er Freyr Luca Carella
Freyr Luca er af ítölskum og íslenskum uppruna, hann kemur frá Napólí á Ítalíu og Íslandi. Hann hefur búið í báðum löndum og tileinkað sér menningu þeirra og tungumál. Luca talar bæði íslensku og ítölsku reiprennandi.
Hann hefur ferðast víða um Ítalíu, bæði í gegnum daglegt líf og ferðalög, síðasta sumar gekk hann við rætur Dólómítafjalla – eitt af náttúruundrum landsins. Á Íslandi hefur hann tekið á móti ítölskum gestum og kynnt þeim landið, auk þess að leiða Íslendinga í gegnum töfrandi menningu Ítalíu.
Áhugamál hans eru útivera og hreyfing, ferðalög, tungumál og góður matur.
Ferðatilhögun
Flogið frá Keflavík til Milano með Icelandair
Flogið frá Milano til Keflavíkur með Icelandair
Koma, farið í rútu frá Mílanó til Palace Citta

Við leggjum af stað með rútu frá hótelinu og komum til Riva del Garda, þaðan sem við siglum yfir vatnið til þorpsins Limone. Við byrjum í gamla bænum og komum að hinni frægu gönguleið, sem hefur verið kölluð sú fallegasta í heimi – þar sem hún býður upp á stórkostlegt útsýni yfir allt vatnið.
Aftur í gamla bænum í Limone heimsækjum við sítrónugarð sem hefur verið starfræktur í langan tíma, áður en við siglum aftur til Riva og förum með rútu til baka á hótelið.
Göngutími 2.5 klst
Hækkun: 350 metrar
Erfileikastig: Auðvelt

Í dag förum við í ánægjulega gönguferð um fallega Molveno vatn. Við göngum að rústum Napóleonsvirkjana, sem Austurríkismenn reistu til að verjast her Napóleons Bonaparte og þaðan áfram að virkisbúðunum. Síðan fylgjum við stígnum sem liggur að fossunum hinum megin við vatnið.
Gönguferðin heldur áfram meðfram suðurströnd vatnsins, þar sem landslagið er dálítið hæðótt og endar með því að við göngum aftur inn í Molveno, yfir fallega Ponte di Bior brúna.
Göngutími: 3 klst
Hæðarmismunur: 90 metrar
Erfiðleikastig: auðvelt

Tilvalið að njóta þessa frídags í Arco

Í dag förum við upp á háan tind Monte Baldo með nútímalegri útsýnis-kláfferju. Uppi á hásléttunni göngum við eftir stígum þar sem glitrandi Gardavatn breiðir úr sér fyrir neðan okkur. Eftir gönguna förum við aftur niður með kláfferjunni og endum daginn í fallega bænum við vatnið Malcesine.
Göngutími: 3 klst
Hæðarmismunur: 400 metrar
Erfiðleikastig: auðvelt til miðlungs

Í dag njótum við útsýnisgöngu eftir hinni fornu Ponale leið, sem liggur upp frá Riva del Garda í gegnum fjölda lítilla ganga og gljúfra til Ledro dalsins. Síðan förum við með rútu síðasta hluta leiðarinnar að Ledro vatni. Grænblár litur vatnsins og stórbrotin náttúra umhverfis það heillar alla.
Í Ledro bíður Foletto fjölskyldan okkar í gömlu lyfjabúðinni sinni, sem hefur verið starfrækt í yfir hundrað ár. Á áhugaverðri kynningu kynnumst við lækningarmætti plantna og jurta. Í lok heimsóknarinnar fáum við að smakka ljúffengan líkjör.
Göngutími: 4 klst
Hæðarmismunur: 540 metrar
Erfiðleikastig: miðlungs

Við byrjum daginn frá hótelinu okkar í Arco, fallegum litlum bæ sem er umvafinn ólífutrjám. Austurrísk yfirráð mótuðu sérstakan stíl bæjarins, sem sést í görðum, almenningsgörðum og glæsilegum Art Nouveau-villum. Gamli bærinn einkennist af einstökum steinhurðargöngum sem eru vandlega útskorin.
Í grasagarðinum í Arco (Arboretum) má sjá plöntur alls staðar að úr heiminum, meðfram göngustíg sem liggur í gegnum almenningsgarða og rómantíska gönguleið meðal ólífutrjáa, sem leiðir upp að miðaldakastalanum sem trónir á klettabungu.
Við göngum meðal ólífutrjáa með stórkostlegu útsýni yfir gamla bæinn, vatnið í bakgrunni og fjöllin allt í kring. Þegar við komum aftur til bæjarins gefst tími til að njóta frítíma í fjölmörgum verslunum, smakka ljúffengt heimagerðan ís eða slaka á á einhverju af mörgum kaffihúsum bæjarins.
Göngutími: u.þ.b. 3 klst
Hæðarmismunur: +210 m / -210 m
Erfiðleikastig: miðlungs

Farið frá Arco í rútu til Milanó

ATH - Breytingar á dagskrá geta átt sér stað.















