PRAG
KARLSBRÚIN BÍÐUR ÞÍN - KOMDU MEÐ TIL PRAG
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
20. - 23. APRÍL
FINNA FERÐ► Flogið með Smartwings
► Morgunflug út 20. apríl - Kvöldflug heim 23. apríl
► Íslensk fararstjórn - Judit Rán Estergal og Maríanna Zsuzsanna Csillag
Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.
SKEMMTILEGT AÐ GERA Í PRAG
► Rölta meðfram Kastalanum í Prag sem er stærsta kastalabygging í heimi. Þessi stórkostlega bygging er 570 metra löng og 130 metra breið þannig að það tekur tíma að labba í kringum bygginguna.
► Skoðaðu ótal turna Prag sem taldir eru vera um þúsund í borginni og á hver og einn sína heillandi sögu.
► Kíktu á Stjörnuúrið við gamla ráðhúsið einnig þekkt sem Postulaklukkan, smíðað árið 1410 og eitt þekktasta stjörnuúr heims. Sjón er sögu ríkari.
► Skoðaðu Vítusarkirkjuna sem er hluti kastalasamstæðunnar, hún er stærsta kirkja landsins og í henni voru konungar Bæheims krýndir.




Brottför klukkan 10:00 - Íslensk fararstjórn
Verð 3.900 kr á mann
23. apríl - Sigling á Moldá með hádegisverði - 2 klst
Frábær valkostur til að skipta upp deginum. Sigling á Moldá þar sem þú sérð helstu kennileiti borgarinnar en frá einstöku sjónarhorni. Kastalinn í Prag, Karlsbrúin, Rudolfinum tónlistarhöllin, þjóðleikhúsið, Vysehrad virkið.
Á meðan á siglingunni stendur nýtur þú hádegisverðar og einstaks útsýnis frá ánni og fegurstu bygginga borgarinnar.
Brottför frá bryggju nr 3 kl 12:00 (Gott að mæta 10 mínútum fyrr) - Íslensk fararstjórn
Verð 7.490 kr á mann
Lágmarksþáttaka í skoðunarferðir er 20 manns.