BÚDAPEST
með Neos
Tignarleg og glæsileg Búdapest getur hentað bæði þeim sem vilja sjá forna Evrópu og læra meira um sögu og þeim sem vilja versla og njóta í mat og drykk. Búdapest er hin raunverulega perla Evrópu - stórkostleg leikhús og hallir, fornar víggirðingar, sögulegir minnisvarðar um stóru ungversku konungana og auðvitað hið stórbrotna þinghús, sem er fallegt á hverjum tíma dags eða nætur.
Þetta er ekki allt sem ungverska höfuðborgin er rík af. Það er ómögulegt að neita sjálfum sér ánægjunni af því að sitja við borð á notalegum veitingastað, smakka dásamlegt gulash og drekka glas af Tokai-víni á kyrrlátu kvöldi. Þú getur ekki horft framhjá hinum frægu baðhúsum sem Búdapest er fræg fyrir í allri Evrópu. Það er erfitt að telja upp öll aðdráttaröfl þessarar borgar.
Svo það er betra að koma í borgarferð til Búdapest og sjá allt með eigin augum.
SKEMMTILEGT AÐ GERA Í BÚDAPEST
Skoða ungverska þinghúsið sem er glæsileg bygging og helsta kennileiti borgarinnar. Hægt er að borga sig inn og fá leiðsögn um bygginguna, nánari upplýsingar hér.
Skella sér í Széchenyi Baths sem er einn vinsælasti baðstaðurinn í borginni, með 15 innilaugum og 3 stórum útilaugum, einnig er hægt að komast í sauna og fjölmargar nuddmeðferðir. Böðin eru opin frameftir á kvöldin og á laugardagskvöldum er haldið partý með tónlist og miklu fjöri. Nánari upplýsingar
Kastalinn í Búdapest er efst á Castle Hill og er eitt af þekktustu kennileitum borgarinnar, þarna var sagan skrifuð. Stórfenglegt útsýni yfir Keðjubrúnna og Þinghúsið. Nánari upplýsingar hér.
SKOÐUNARFERÐIR
GÖNGUFERÐ UM BORGINA
Brottför klukkan 10:00
3 KLST
Íslensk fararstjórn
SZENTENDRE
Brottför klukkan 10:00
4 KLST
Íslensk fararstjórn
SIGLING OG KVÖLDVERÐUR Á DÓNÁ
Lengd ferðar um 2 tímar
Brottför klukkan 19:00
3 KLST
hafið samband við Aventura í síma 556-2000