BÚDAPEST

09.05.2023
Beint flug til Budapest 30 október
Flogið
með Neos
Morgunflug út 31. október - Kvöldflug heim 3. nóvember
Íslensk fararstjórn - Marta Bartoskova

Tignarleg og glæsileg Búdapest getur hentað bæði þeim sem vilja sjá forna Evrópu og læra meira um sögu og þeim sem vilja versla og njóta í mat og drykk. Búdapest er hin raunverulega perla Evrópu - stórkostleg leikhús og hallir, fornar víggirðingar, sögulegir minnisvarðar um stóru ungversku konungana og auðvitað hið stórbrotna þinghús, sem er fallegt á hverjum tíma dags eða nætur.

Þetta er ekki allt sem ungverska höfuðborgin er rík af. Það er ómögulegt að neita sjálfum sér ánægjunni af því að sitja við borð á notalegum veitingastað, smakka dásamlegt gulash og drekka glas af Tokai-víni á kyrrlátu kvöldi. Þú getur ekki horft framhjá hinum frægu baðhúsum sem Búdapest er fræg fyrir í allri Evrópu. Það er erfitt að telja upp öll aðdráttaröfl þessarar borgar.

Svo það er betra að koma í borgarferð til Búdapest og sjá allt með eigin augum.

SKEMMTILEGT AÐ GERA Í BÚDAPEST

 Skoða ungverska þinghúsið sem er glæsileg bygging og helsta kennileiti borgarinnar. Hægt er að borga sig inn og fá leiðsögn um bygginguna, nánari upplýsingar hér.

 Skella sér í Széchenyi Baths sem er einn vinsælasti baðstaðurinn í borginni, með 15 innilaugum og 3 stórum útilaugum, einnig er hægt að komast í sauna og fjölmargar nuddmeðferðir. Böðin eru opin frameftir á kvöldin og á laugardagskvöldum er haldið partý með tónlist og miklu fjöri. Nánari upplýsingar

 Kastalinn í Búdapest er efst á Castle Hill og er eitt af þekktustu kennileitum borgarinnar, þarna var sagan skrifuð. Stórfenglegt útsýni yfir Keðjubrúnna og Þinghúsið. Nánari upplýsingar hér.

SKOÐUNARFERÐIR

 

GÖNGUFERÐ UM BORGINA

Kynnstu ungverskri sögu og skoðaðu helstu kennileiti miðborgarinnar með íslenskri fararstjórn. Hetjutorgið, borgargarðurinn og fleira

 Brottför klukkan 10:00

 3 KLST

 Íslensk fararstjórn

3.900 KR.
Verð á mann
 

SZENTENDRE

Bærinn Szentendre er þekktur fyrir ríka menningu og listir. Listamenn koma víða að eru með vinnustofur og lítil gallerí í þessum heillandi bæ. Gamli bærinn er einkar huggulegur þar eru glæsilegar byggingar, kirkjur og fleira.

 Brottför klukkan 10:00

 4 KLST

 Íslensk fararstjórn

11.900 KR.
Verð á mann
 

SIGLING OG KVÖLDVERÐUR Á DÓNÁ

Silgt eftir fallegu Dóná sem skiptir borginni í 2 hluta. Siglt framhjá frægum kennileitum eins og Keðjubrúnni sem tengir borgarhlutana saman og Buda kastalann. Lifandi tónlist, þjóðdansar og ljúffengur matur.

 Lengd ferðar um 2 tímar

 Brottför klukkan 19:00

 3 KLST

15.900 KR.
Verð á mann
Hægt er að velja sér sæti í flugvélina gegn gjaldi,
hafið samband við Aventura í síma 556-2000