Benidorm/Albir/Calpe

04.01.2021


ÍSLENDINGAR ELSKA COSTA BLANCA
BENIDORM - ALBIR - CALPE - ALICANTE

 FINNA FERÐ

   


Íslendingar elska Costa Blanca svæðið og þar er Benidorm vinsælasta sólarströndin. Aventura býður upp á ferðir allt árið á þetta skemmtilega svæði. Hvort sem það er helgarferð til Alicante eða sólarlandaferð á Benidorm, Albir, Calpe eða til nærliggjandi bæja.

Flogið verður með Play. Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför.
 

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

 Innrituð taska 20 kg

 

Flogið 3-4 sinnum í viku allt árið. Flugtíminn er um 4 klukkustundir og 40 mínútur.

Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.

   

► Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi. Akstur getur tekið frá 40-60 mínútur, eftir því í hvaða bæ er gist og á hversu mörg hótel er ekið.
 

 

Benidorm er í 37 km fjarlægð frá Alicante flugvelli. Sóldýrkendur flykkjast til Benidorm en strandirnar Levante og Poniente eru breiðar sandstrendur og þar er mikið líf og fjör yfir daginn. Gamli bærinn á milli strandanna með sínar þröngu götur er sjarmerandi og heillandi, ógrynni af tapasbörum og litlum heillandi verslunum eru á svæðinu. Afþreying fyrir fjölskyldur er ekki af skornum skammti og er skemmtigarður, dýragarður, sædýrasafn og vatnagarðar meðal þess sem í boði er.

Peñón de Ifach er helsta kennileiti strandbæjarins Calpe. Calpe er heillandi bær þar sem sjórinn er túrkísblár og strendurnar breiðar með sínum ljósa og mjúka sandi. Aðalstrendurnar tvær liggja sitthvorum megin við Peñón de Ifach, meðfram báðum ströndum liggur strandgata sem skemmtilegt er að ganga eftir en mikið af veitingastöðum og börum liggja við hana. Calpe er frábær áfangastaður fyrir fríið!

Næsti bær við Benidorm er Albir en þessi heillandi bær hentar vel fyrir fjölskyldur sem sækja í rólegheit. Playa de Racó de l'Albir er aðalströndin og er hún 600 metra löng steinaströnd en hægt er að ganga meðfram strandlengjunni

Stórborgin Alicante sameinar borgarferð og sólarferð. Gamli bærinn Barrio de la Santa Cruz er einstaklega fallegur með sínum litríkum húsum og þröngum götum. Lítil torg eru víða þar sem er vel við hæfi tylla sér við einhvern skemmtilegan tapasbar og fylgjast með mannlífinu. Glæsilegi Santa Barbara kastalinn trónir yfir borgina en hægt er að ganga upp eða taka lyftu en heimsókn í kastalann er vel þess virði, þar sem útsýnið er borgina er einkar fagurt.
Falleg strandlengja Playa del Postiguet er 900 metra löng en hægt er að ganga meðfram henni á Promenade. Smábátahöfnin er sérlega skemmtileg og á því svæði má finna veitingastaði, skemmtistaði og spilavíti borgarinnar.

  
SKEMMTILEGT AÐ GERA
  • Ekki missa af Terra Mitica skemmtigarðinum -  Terra Mitica
  • Dýragarðurinn Terra Natura er stórkemmtilegur -  Terra Natura
  • Rölta um gamla bæinn á Benidorm og fara út á Balcon del Mediterraneo - Balcon del Mediterraneo
  • Sædýrasafnið Mundomar er frábær skemmtun- Mundomar