Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
París

PARÍS

París er borg rómantíkur og drauma, glæsilegs arkitektúrs, tískuvöruverslana, rík af sögu, fornra gatna og breiðstræta. Hún er sögufræg borg sem laðar að sér ferðamenn hvaðanæva úr heiminum. París er stórkostlega falleg allan ársins hring. Hver árstíð hefur sinn sjarma. Það er til dæmis tilvalið að heimsækja París á veturna því þá eru færri ferðamenn í borginni. Hvað varðar veðurfarið þá er veturinn ekki þægilegasti tíminn til heimsóknar. Á sumrin er París mjög falleg en þá er mjög heitt. Í ágúst má segja að heimamenn afhendi nánast ferðamönnum borgina. Á vorin (nema um páska en þá er mannmergð í borginni) og á fyrri hluta hausts er líklega þægilegasti tíminn til að sækja höfuðborg Frakklands heim. Þá er veðrið milt og þægilegt og borgin ekki yfirfull af ferðamönnum.

Að sjálfsögðu hafa allir heyrt um morgunkaffi með „croissants“, hávaðasama kvöldverðarstaði, lyktina af ristuðum hnetum á strætum Parísar. Í ljósaskiptunum endurkastast birtan af Notre Dame, hvísl ferðamanna heyrist í sölum Louvre-safnsins og það má sjá næstum auð höfðingjasetrin á eyjunni Saint Louis. Fyrir sumum er höfuðborg Frakklands fyrst og fremst Eiffelturninn en hann var reistur fyrir heimssýninguna í París 1889. Arkitektar sem vilja fylgjast með tískunni fara til Parísar til að fá innblástur frá hinu framúrstefnulega hverfi La Defense og Montparnasse-turninum.

París er bæði yfirstéttar- og alþýðuleg, glaðleg og sorgleg, björt og veðurbarin af regni. Hver og einn hefur sína skoðun á borginni. Til að uppgötva París, verða ástfanginn af henni og tengjast henni tilfinningaböndum þarftu ekki svo mikið, bara að kaupa miða og bóka hótel í París eða bóka ferð þangað og njóta út í ystu æsar.


Töfrar Parísar


Að koma í helgarferð til Parísar án þess að heimsækja staðina sem hafa mesta aðdráttaraflið eins og Eiffelturninn, Louvre-safnið og Sigurbogann jaðrar við glæp. Ein besta leiðin til að kynnast borginni hratt og vel er að fara upp í Eiffelturninn. Auk þess að vera merkilegt mannvirki er turninn mikilvægur fyrir ferðamenn þar sem úr honum er frábært útsýni yfir alla helstu staði og stræti borgarinnar svo ekki sé nú talað um sjálfa Signu. Á björtum degi ef þú ferð upp á topp þá er útsýnishringurinn allt að 70 km. Á hlýrri árstíðunum mælum við með að þú farir í lautarferð við Eiffelturninn. Ef veðrið er ekki nógu gott fyrir slíka hugmynd þá ferðu bara þangað í göngutúr. Hann er frekar nálægt Sigurboganum sem rís stoltur yfir Champs Elysees breiðstrætið og er talinn kennileiti Parísar ásamt Eiffelturninum.

Hvernig væri París án Louvre-safnsins? Þetta stóra og tilkomumikla safn er eitt af áhugaverðustu stöðum í París sem alls ekki má láta fram hjá sér fara. Hafa skal í huga að
það er á fimm hæðum og þar eru 35 þúsund sýningargripir. Þú skalt heimsækja það ef þú hefur heilan frídag sem þig langar til að verja í að njóta lista.  

Þú skalt ekki bara skoða þekktustu staðina í París. Það eru um að gera að skoða nýja og óvenjulega staði með öllu sínu mannlífi. Án þess gerir þú þér ekki grein fyrir töfrum Parísar. Til dæmis skaltu skoða litríkustu götur Parísar, fara í gönguferð um sögusvið Skyttnanna þriggja og Amelie. Sérstaklega má benda á að meðal óvenjulegra staða í París eru grafhvelfingar og þjóðsögulegir kirkjugarðar. Til að ljúka sögunni um andrúmsloftið í höfuðborg Frakklands má alls ekki gleyma að minnast á sjarmerandi þröng sundin með verslunarmiðstöðvum og alls kyns búðum þar sem hægt er að kaupa antikgripi, sitja á kaffihúsi eða bara fylgjast með mannlífinu.


Næturlífið


París er mekka partíáhugafólks. Fólk alls staðar að úr heiminum fer þangað til að njóta næturlífsins. Ólíkt næturlífi London eða New York þá minna næturklúbbar Parísar ekki á risastóra klúbba með háværri teknótónlist föstudags- og laugardagskvölda. Þeir eru þvert á móti venjulega mjög litlir og spila nú meira t.a.m. hipphopp og rytmablús.  

Þemaveitingastaðir og kaffihús eru mjög vinsæl í París. Á sumum þeirra safnast ákveðnar týpur saman eins og á veitingahúsinu Les Deux Magots sem á eftirstríðsárunum var kallað himnaríki gáfumanna. Tónlistar- og dansáhugafólk á svo sína uppáhaldsstaði. Kabaretthúsin Lido, Moulin Rouge og Crazy Horse í París eru heimsfræg fyrir sýningar sínar, sláandi fallega búninga, frumsamdar danssýningar, glæsilega dansara, flottar ljósasýningar, leiklist og tónlist.


Verslun


Það er óhugsandi að fara til Parísar án þess að versla. Það eru svo margir staðir í París þar sem þú getur skipt peningunum þínum fyrir alls konar varning að ekkert frí er nægjanlega langt. Litlir og yndislegir en fjörugir flóamarkaðir sem eru eins og lítil söfn, antikbúðir með notaðar vörur, stórir verslunarkjarnar og útsölumarkaðir, götumarkaðir fullir af listafólki þar sem boðið er upp á alls konar vörur og list – ilmvötn og snyrtivörur, fatnað, skó og töskur, vín og mat.

Verslanir í París eru venjulega opnar alla daga nema sunnudaga. Fyrstu viðskiptavinirnir eru venjulega mættir kl 10.00 og flestum verslunum er lokað á bilinu 19 til 20 á kvöldin, sumar matvöruverslanir er þó opnar til kl 21. Flestar verslanir eru lokaðar á sunnudögum. Litlar minjagripaverslanir eru opnar alla daga vikunnar og er verð á vörum þeirra mjög mismunandi milli staða – lyklakippa getur kostað fjórum sinnum meira við Eiffelturninn eða á Montmartre en hún kostar á fáfarnari stað.

Útsölur í Frakklandi eru samkvæmt neytendareglum og eru haldnar tvisvar á ári eins og í flestum öðrum Evrópulöndum. Hvor útsala stendur í rúman mánuð en sumar verslanir lengja þessi tímabil eitthvað. Hámarksafsláttur getur náð allt að 80% þegar líður að lokum útsölutímabils.


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Parísar hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Parísar.
Flugvöllur: Paris Charles de Gaulle flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum klukkutími (35 km).
Tungumál: Franska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 2,1 milljón.
Vegabréf: Vegabréf í gildi eða vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Ekki þörf ef dvalið er í landinu skemur en 90 daga.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa 5 - 10%. 
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Allt frá 0,20 evrum (fyrir einnar og tveggja stjarna tjaldstæði) til fjögurra evra (fyrir glæsihýsi) á mann á nótt auk hefðbundinna skatta, 25%, ofan á verð.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: Alls staðar í Frakklandi eru innstungur og klær að gerð E. 230 V og 50 Hz.


Ys og þys í París


Höfuðborg Frakklands er án efa vinsælasta borg ferðamanna – París er tískuborg og þráð af ástríðufullum verslunarunnendum. Hún er lúxusborg og heimsborg þeirra sem elska arkitektúr. Hið tignarlega útlit Notre Dame, ævarandi sjarmi stræta Montmartre og óviðjafnanlegt andrúmsloft veitingahúsa Parísar hefur verið innblástur ferðamanna í meira en öld.

París er margslungin og tilkomumikil borg. Rík saga Parísar endurspeglast í framhlið Concuergerie-hallarinnar og lágmyndum Sigurbogans. Sælkeraeldamennska franska
eldhússins bíður ykkar á Michelin-stjörnu veitingastöðum. Minjasöfn og listasöfn í París eru miklir fjársjóðir þar sem geymd eru ómetanleg listaverk og munir.

Ásamt klassískri list í Louvre-safninu getur þú skoðað samtímalist í Georges Pompidou safninu. Það er á fimm hæðum, samanstendur af mörgum sýningarhöllum, bókasafni,
kvikmyndahúsi og vinnustofum listamanna. Það hefur lengi verið þekkt sem eitt af glæsilegustu kennileitum Parísar. Það laðar ferðamenn ekki einungis að sem safn ríkt af samtímalist heldur einnig vegna alls yfirbragðs - allar upplýsingar, stigar og lyftur eru utan á byggingunni sem gefur henni framúrstefnulegt útlit. Þar að auki er hægt að njóta útsýnisins yfir hina dásamlegu París af þaki byggingarinnar.

Hvað á að gera að kvöldlagi í París? Skella sér á kabarettinn „Moulin Rouge“. Í honum er aðalumfjöllunarefnið næturlíf borgarinnar, andi þess og tjáningin er hreint ótrúleg. Moulin Rouge var frumsýndur 1889 og allan þennan tíma hefur hann haldið vinsældum sínum. Í litríku formi kabarettsins kynnistu hinni einu sönnu París - viðkvæmri, listrænni, frjálslegri og svolítið lostafullri. Miðar seljast fljótt upp og á frídögum eru þeir alveg ófáanlegir. Hafðu það hugfast! 

Ef þú ert að undirbúa fjölskyldufrí í París þá verður þú að heimsækja Disneyland. Þessi skemmtigarður er einungis í 32 km fjarlægð frá höfuðborginni. Hann hefur lengi verið mjög vinsæll og er hann eftirmynd bandaríska garðsins. Stórkostlegar ævintýraferðir, litskrúðugar leikmyndir, þemasvæði sem og allar ævintýrapersónurnar sem ganga um á meðal gesta og skapa töfrum líka stemmningu, svo magnaða að enginn vill snúa aftur í hversdaginn. Minningarnar um þessa heimsókn munu ylja þér um ókomna tíð.


Þrjár staðreyndir um París


1. Gert var ráð fyrir að Eiffelturninn yrði rifinn 20 árum eftir að hann var byggður. Fyrst voru útvarpsloftnet sett á hann, síðan byrjaði hann að laða til sín hópa af ferðamönnum til borgarinnar og að því loknu þá féll allt tal um að rífa hann niður.

2. París hefur alls kyns gælunöfn, frægast af þeim er „borg ljósanna“. Þetta vinsæla gælunafn var ekki einungis gefið borginni vegna margra hugsuða og skapandi fólks
sem lifði þar og litaði borgina heldur einnig vegna þess að París var ein af fyrstu borgum heims sem setti upp götulýsingu.

3. Upphaflega var París gríðarlega mikið völundarhús. Húsum var af handahófi dreift út um alla borg. Á 19. öldinni breytti Haussmann barón allri borginni á róttækan hátt. Til að halda breiðgötum og strætum beinum lét hann rífa mörg hús til að geta endurbyggt hana með þeim 12 breiðstrætum sem hún er nú þekkt fyrir.

París á korti