Fræðsluferðir
Fræðslu- og endurmenntunarferðir erlendis fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, safna og aðrar starfsstéttir
Aventura býður upp á vinsælar og sérhannaðar endurmenntunar ferðir fyrir kennara á öllum skólastigum, leikskólakennara, fyrirtæki og stofnanir. Við sérsníðum ferðina að ykkar þörfum. í ferðum er meðal annars heimsóknir í fyrirtæki, skólaheimsóknir og áhugaverð námskeið. Spennandi og ólíkir áfangastaðir eru í boði þar sem lögð er áhersla á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við sameinum fræðslu, lærdóm, skemmtun og afþreyingu sem eflir hópinn á lífi og sál. Meðal þess sem við bjóðum upp á eru fræðsluferðir fyrir allar starfsstéttir. Við sérsníðum dagskrá og fræðslu að þörfum hópsins.
Starfsstéttir geta sótt um styrki til stéttarfélaga og í þann sjóð sem við á hjá hverri starfsgrein. Við mælum að að þú kynnir þér þín réttindi.
Námskeið fyrirlestrar og vinnustofa sem við bjóðum meðal annars upp á er
- Skólaheimsóknir
- Leikskólaheimsóknir
- Mannauðsstjórnun
- Núvitund og yoga
- Leikur og gleði í starfi
- Kulnun, streita og betri svefn
- Heimspeki með börnum
- Núvitund fyrir börn og fullorðna
- Leikir í námi og starfi
- Hópefli og gleði í lífi og starfi
- Hreyfing og styrktaræfingar
- Fyrirlestrar um samskipti
- Heimsóknir í viðeigandi stofnanir/fyrirtæki
- Viðeigandi gestafyrirlesari fenginn
Ítalía Como
Montissori skólinn í Como
Almenn kynning á skólastarfi, þátttaka í kennslu, erindi skólastjóra, aðstaða skólans fyrir öll skólastig skoðuð.
Tasis skólinn í Lugano í Swiss
Einn af þekktustu alþjóðaskólum í Evrópu og oft talinn besti einkaskólinn í Sviss. Staðfsettur í stórkostlegu umhverfi í Lugano. Hér er kennt á öllum skólastigum, nemendum frá 100 löndum. Gríðarlega metnaðarfullt skólastarf. Kynning á kennslu, skólanum, aðferðafræði og grunngildum skólans.
Frítímanum er tilvalið að kynnast svæðinu og jafnvel fara í siglingu á Como vatni.
Aventura tekur að sér að skipuleggja sameiginlega kvöldverði fyrir hópinn.
Lissabon
Real Colegio de Portugal
Heimsókn í skólann, kynning á starfseminni og þátttaka í Erasmus kynningu á alþjóðlegu starfi og skiptiprógrammi skólans með alþjóðastúdentum
Colegio Plantalto
Kynning á skólanum og skólastarfinu. Þáttaka í kennstund. Kynning á Portúgalska menntakerfinu. Kynning á alþjóðanámi skólans og Primary og Secondary námsbrautum og námsefni. Skólinn býður svo hópnum í hádegisverð eftir kynningu.
Í frítímanum er tilvalið að kynnast fallegu Lissabon með skoðunarferð um borgina, hægt er að fara í gönguferð eða rútuferð með enskumælandi fararstjórn.
Ferð til Sintra í Pena Palace er vinsæl leið til að eyða deginum.
Aventura tekur að sér að skipuleggja sameiginlega kvöldverði fyrir hópinn.