Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Kaupmannahöfn

KAUPMANNAHÖFN

Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur. Afslöppuð borg sem er ævintýraheimur fyrir flesta gesti - ekki einvörðungu vegna þess að þetta er fæðingarstaður Hans Christians Andersens. Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum eru yfir sig hrifnir af Kaupmannahöfn vegna þess að þar samtvinnast hefðir og nýjungar. Það tekur ekki langan tíma fyrir ferðamenn að heillast af því hversu einstök borgin er, hversu vel tekst til við að samtvinna ólíkan stíl: stilla saman rólegheit og lífleika og nútímann og hið forna. Í borginni er ógrynni safna, ævintýra H.C. Andersens að ógleymdum aragrúa reiðhjóla. Þá hafa heimamenn fyrir lifandis löngu kosið tveggja hjóla farartæki fram yfir bíl og hjóla um borgina í hvernig veðri sem er í hvernig fötum sem er. 

Ákjósanlegasta veðrið er á sumrin. Þá er hitinn um og yfir 20 stig og líkurnar á úrkomu eru í lágmarki. Sumarfríið þitt í Kaupmannahöfn verður fullkomið – þú þarft bara að kaupa miða til Kaupmannahafnar. Það er frekar dýrt að vera í Kaupmannahöfn og því mjög mikilvægt að bóka hótel tímanlega. 

Það er frábær hugmynd að fara í fjölskyldufrí til Kaupmannahafnar og njóta alls þess sem þessi dásamlega borg hefur upp á að bjóða. Danir eru einstaklega barngóðir og því mjög notalegt að slappa af og njóta lífsins með börnunum sínum í Kaupmannahöfn. Menningarviðburðir í dönsku höfuðborginni eru svo margir að þú fyllist valkvíða við að ákveða hvað skuli gera.


Kóngsins Köben


Í dönsku höfuðborginni eru fjölmargir fornir kastalar og sögulegar minjar en borgin mun líka svo sannarlega fanga þig með öllum sínum nútímalega arkitektúr. Það má segja að Kaupmannahöfn skiptist upp í nokkur svæði þar sem andrúmsloftið er harla ólíkt. Andi liðinna tíma svífur yfir Nýhöfn en frjálsræðið ræður ríkjum í gamla fríríkinu Kristjaníu, virkt bræðralag námsmanna setur svo mark sitt á Norðurbrú.

Í helgardvöl í Kaupmannahöfn eru margir staðir sem verður að heimsækja. Fyrsta ber að nefna hina víðfrægu Amalíuborgarhöll. Þar býr danska konungsfjölskyldan og er höllin meðal fallegustu bygginga Danmerkur. Hallarbyggingarnar eru í rokokóstíl og ramma inn torg sem kallast sama nafni. Konungsverðir gæta hallarinnar og á hverjum degi á hádegi marséra verðir að Amalíuborgarhöll og þá verða vaktaskipti. Þetta er mikið sjónarspil sem virkilega gaman er að fylgjast með enda safnast þarna saman mikill mannfjöldi.

Kristjánsborgarhöll er önnur stórkostleg bygging sem laðar að mikinn fjölda ferðamanna. Þar eru nú aðsetur danska þingsins, skrifstofa forsætisráðuneytisins og hæstiréttur Danmerkur. Hluti húsakynnanna er opinn gestum: salurinn þar sem drottningin tekur á móti leiðtogum annarra ríkja, rústir miðaldakastala sem var á þessum stað, hallarkapellan, þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar eru skírðir og krýndir, leikhús, hesthús og bókasafn svo eitthvað sé nefnt.

Það eru ríflega 70 söfn í Kaupmannahöfn af öllum stærðum og gerðum. Þjóðminjasafn Danmerkur (Nationalmuseet) er stærsta menningar- og sögusafn í allri Danmörku. Það nær yfir gríðarlangt tímabil af sögu þjóðarinnar og menningu hennar, allt aftur til steinaldar. Í næsta nágrenni er Ny Carlsberg Glyptotek en það hefur safnað gífurlegum fjölda höggmynda frá fornöld. Málverk frá síðari öldum eru líka mikilvægur hluti safnsins. Þá er gaman að skella sér á Post & tel museum, Guinness-safnið, Orlogsmuseet, Víkingaskipasafnið, Danska hönnunarsafnið Experimentariu og svo mætti lengi telja.

Þar eru líka fjölmargar kirkjur, stórir og fallegir garðar, dásamlega fallegar hafnir og svo yndislegar götur þar sem þú getur hvort heldur sem er hjólað um eða gengið í mestu makindum. Þú munt vart trúa hvað allt er dásamlegt þarna og það mun aldrei falla þér úr minni.

Hvað sem öðru líður þá er Litla hafmeyjan það sem flestum dettur fyrst í hug er minnst er á Kaupmannahöfn. Hún er eitt af fallegustu kennimerkjum borgarinnar. Þessi fallega bronsstytta situr á steini í fjörunni skammt frá Löngulínu. Fjölmargir ferðamenn hafa heimsótt hana allt frá því að henni var komið þarna fyrir 1813 en eins og flestir vita er fyrirmynd hennar samnefnt ævintýri eftir Hans Christian Andersen.


Næturlífið


Ef þér finnst skemmtilegast að fara út á lífið á kvöldin, ekki hanga þá inni á hótelherbergi. Það eru margir áhugaverðir staðir í Kaupmannahöfn þar sem þú getur slett úr klaufunum fram undir morgun. Kaupmannahöfn hefur upp á mjög fjölbreytt næturlíf að bjóða þótt borgin sé ekki ýkja stór. Unga fólkið fer á bari, tónleika og næturklúbba. Gleðin tekur völdin á fimmtudagskvöldum og heldur áfram á föstudags- og laugardagskvöldum. Á sunnudögum slappar fólk hins vegar af, vaknar og undirbýr sig fyrir komandi vinnuviku. Margir skemmtistaðir eru því lokaðir á sunnudögum.

Venjulega hefst mesta fjörið eftir miðnætti. Ef þér líkar ekki að vera í troðningnum er upplagt að byrja snemma og fara heim í kringum eitt. Þegar rétt er farið að líða á nóttina er fólk úti um allt, slakar á, skemmtir sér og spjallar. Stemmningin á hverjum stað fyrir sig fer eftir stíl hans. Ef um diskóstað er að ræða skaltu undirbúa þig undir troðning, mikinn hávaða og háværa tónlist. Á djassklúbbum er hins vegar rólegt andrúmsloft, gestir eru afslappaðir og njóta þess að hlusta á lifandi djasstónlist. Heilmargir djassviðburðir fara fram á sumrin svo það mætti kalla djass eitt af sérkennum Kaupmannahafnar. Það má sem sagt finna allar tegundir skemmtistaða og bara í Kaupmannahöfn.


Verslun


Það hafa margir þá skoðun að Kaupmannahöfn sé ekki fyrir verslunarunnendur. Nafn borgarinnar segir það sem segja þarf - þetta er höfn kaupmanna. Verslunarsvæði borgarinnar er fremur lítið en þekkt fyrir skandinavískan stíl og þægindi. Það er alla vega ekki hægt að segja að það sé leiðinlegt að versla í Kaupmannahöfn. Þar getur þú keypt alla vega áhugaverða hluti og notið um leið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Fjölmargar vinsælar verslanir eru á Strikinu sem er lengsta göngugata borgarinnar.

Í ágúst ár hvert er haldin tískuvika í Kaupmannahöfn og vegna hennar getur þú keypt föt og skó frá hinum ýmsu vörumerkjum heims á afslætti. Við þessa götu eru smáverslanir, dýrar merkjavöruverslanir auk nokkurra verslunarmiðstöðva. Þá eru þar fjölmargar minjagripaverslanir við göngugötuna og veitingastaðir af ýmsum stærðum og gerðum. Þegar þú gengur eftir þessari fallegu götu blasa við þér margar stórkostlegar byggingar; Vorrar frúar kirkja, Kirkja heilags Nikulásar, gamla ráðhúsið og Sívali turninn svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú ert að leita að einhverju óvenjulegu skaltu fara í latínuhverfið en þar eru heilmargar verslanir danskra hönnuða eða fara á Jægersborggade en það er mjög vinsæl verslunargata nú um stundir.


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Kaupmannahafnar hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Kaupmannahafnar.
Flugvöllur: Kaupmannahafnarflugvöllur, Kastrup.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 20-30 mínútur (10 km).
Tungumál: Danska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 602.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi eða vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Óþörf ef dvalið er skemur en 90 daga í landinu.
Gjaldmiðill: Dönsk króna.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa 10-20%.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Innifalinn í hótelverði (7% af verði herbergis).
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: 230V, 50Hz.


Ys og þys


Danmörk er elsta konungsríki heims. Kaupmannahöfn er ein af fallegustu borgum heims. Þú munt fræðast heilmikið um borgina ef þú ferð um hana með leiðsögn. Staðirnir sem taldir eru upp hér á eftir ættir þú alls ekki að láta fram hjá þér fara í helgarheimsókn þinni til Kaupmannahafnar. Fjölmargir ferðamenn flakka á milli búða og reyna að taka myndir af litlu hafmeyjunni en þú ættir að prófa eitthvað allt annað en þennan hefðbundna rúnt og kynnast borginni betur.

1. Upplifðu töfra borgarinnar með því að skella þér í bátsferð um síki hennar. Það tekur hálfan til einn tíma. Bátarnir fara frá Nýhöfn en þar er líka dásamlegt að spássera um og skoða litríku húsin sem þar eru. Í þremur þeirra bjó H.C. Andersen hið heimsþekkta skáld og rithöfundur sem er hvað þekktastur fyrir ævintýrin sín.

2. Þeir sem hafa gaman af gönguferðum munu kunna að meta sérlega fallegu gömlu húsin í Nýhöfn, öll útisvæðin á veitingastöðunum og hið dásamlega andrúmsloft sem þar er. Jólamarkaðir eru settir upp í Nýhöfn á aðventunni. Þetta gamla hverfi er allt skreytt og verður að sögusviði ævintýra H.C. Andersens. Það ætti því enginn að láta það fram hjá sér fara að fá sér göngutúr um Nýhöfn á aðventunni og anda að sér töfrum ævintýranna.

3. Farðu og skemmtu þér í tívolíinu í Kaupmannahöfn en það er eitt af elstu tívolíum Evrópu. Það var opnað 1843 og er í þriðja sæti yfir mest sóttu tívolí í Evrópu. Walt Disney fékk innblástur frá tívolíinu í Kaupmannahöfn þegar hann ákvað að opna fyrsta Disneylandið. Auk allra tækja, uppákoma og veitingastaða sem tívolíið hefur upp á að bjóða eru þar litskrúðugar blómaskreytingar og stórkostleg flugeldasýning um helgar.

Kaupmannahöfn á korti