SPLIT
Split er falleg króatísk borg við strendur grænbláa Adríahafsins, umkringd fallegum skógum og hæðum. Nútímalega Split býður upp á græna garða, skemmtiferðaskip, góðar steinvölustrendur, verslunarmiðstöðvar, töfrandi göngugötu meðfram strandlengjunni og notalegan sögulegan miðbæ. Nútímabyggingar úr gleri og steypu liggja að húsum frá 15-19 öld og hægt er að skoða í glugga tískuhúsanna sem standa á hinu forna torgi borgarinnar. Að auki er sögulegi miðbærinn og höll Diocletian í Split á heimsminjaskrá UNESCO. Öll þessi saga ýtir þó ekki á mann með þögn, rykugum sýningum og hrokafullum alvitrungum, heldur muntu upplifa glaðværa visku og ótrúlega orku í safnaborginni Split.
Split er fræg fyrir litlu steinvölustrendurnar og tæra sjóinn. Vatnið er svo tært að í gegnum það eru kórallar vel sýnilegir, þó svo að þeir sé staðsettir á um 50 metra dýpi. Ennfremur heillar náttúran á þessu svæði ferðamenn. Á sumum stöðum liggja furuskógarnir næstum alveg niður að vatninu vegna þessa sérstaka loftslags sem hér ríkir, svo sumarfríin í Split eru góð fyrir bæði líkama og sál.
Að sitja við göngugötuna við strandlengjuna og horfa á fjölda snjóhvítra snekkja, sjá pálmatréin sveiflast í gustinum og fylgjast með rólegu yfirbragði heimamanna, gætiru haldið að þú værir einhversstaðar á Mallorca, en glæsilegir veggir Diocletian hallarinnar munu minna þig á að þú ert í Split.
Í Split eru bæði sandstrendur sem og steinvölustrendur þar sem þú getur notið þess að slaka á. Strendurnar eru vel útbúnar, með öllu sem þú þarft til að hafa það notalegt: Búningsklefar, sólbekkir og sólhlífar. Aðgangur að ströndunum er ókeypis og í flestum tilfellum er auðvelt að komast að þeim. Strendurnar í Split eru við allra hæfi. Þær eru afar hreinar og er sjórinn fallega grænblár og mjög tær.
Ef þér líkar við sandstrendur, farðu þá á Bacvice ströndina, en hún er ein vinsælasta ströndin í borginni og er staðsett í aðeins um kílómeters fjarlægð frá sögufræga miðbænum í Split. Aðaleiginleiki hennar er sandurinn og hversu vel útbúin hún er. Þetta er frábær staður fyrir barnafjölskyldur og er aðgangurinn að vatninu mjög góður, með mjúku undirlagi og öruggt fyrir börn. Allt sem fullorðnir þurfa til að slaka á er á staðnum, þar með talið veitingastaðir í nágrenninu. Þarna eru fjölmörg kaffihús og veitingastaðir með frábæru útsýni: Frá einu sjónarhorninu má sjá útsýni yfir hafið og frá hinu blasir furuskógurinn við, sem stundum nær alveg niður að flæðarmáli hafsins. Þeir sem hafa gaman að hvers kyns útivist og afþreyingu munu einnig njóta þessarar strandar þar sem margir afþreyingarmöguleikar eru í boði, s.s. sjóskíði, kayak, köfun og margt fleira.
Restin af ströndunum laða færri að, en aðbúnaðurinn á þeim er alveg jafn góður og á Bacvice. Ef þú villt frið og ró ættiru að beina sjónum þínum að ströndunum fjarri miðbænum. Kastelet er þægileg steinvöluströnd og á Ježinac eru græn svæði sem veita skemmtilega skugga á ströndinni. Á fallegu svæði, vestan Bacvice strandarinnar er öruggt að njóta fjölskyldustunda – vatnið er stillt og tært og hitnar fljótt vegna hversu aðgrunnt það er. Þarna eru vel útbúin bílastæði og í nágrenninu má finna bæði kaffihús og veitingastaði.
Ef þú ert á Bacvice ströndinni, þá geturu auðveldlega komist á Trstenik ströndina. Þar getur þú slakað á og notfært þér aðstöðuna sem þar er: sólbekkir, sturta og kaffihús eru á svæðinu. Þetta er steinvöluströnd, svo nauðsynlegt er að vera í sandölum. Fólk kemur einnig hingað til að fara á kayak eða sigla á snekkju. Lengsta strönd staðarins – Zhnyan, er frábær staður til að eiga góða stund með fjölskyldunni. Á henni er fjöldi afþreyingarmöguleika, s.s. íþróttavellir, trampólín og rennibrautir. Zhynan er einnig mekka aðdáenda seglbretta og brimbretta, en framúrskarandi aðstæður til vatnaíþrótta eru hér – og getur hver sem er prófað þar sem hægt er að fá leigðan útbúnað og kennslu frá leiðbeinendum.
Til viðbótar við þægilegt strandfrí í Split geturu farið í klifur og köfun. Á Kashuni ströndinni getur þú fundið kletta í mismunandi hæð, allt frá 2 til 10 metra – sem auðvelt er að klifra án sérstaks útbúnaðar og hoppað í vatnið án þess að stafi hætta af. Klettana finnur þú í útjaðri strandarinnar.
Ásýnd Split er hin glæsilegasta þegar rökkva tekur og ljósin í strandbæjunum og snekkjunum lýsa upp umhverfið. Spilt er borg sem aldrei sefur. Það er ekkert leyndarmál að helsta tákn næturlífsins í Króatíu er eyjan Hvar, sem er eins og „Balkneska Ibiza“. Split er að einhverju leiti í skugga hávaðasama nágrannans, en getur þó boðið gestum sínum upp á notalega vínbari, skemmtileg partý og götulistarhátíðir. Líflegasta næturlíf Split er á svæðinu í kringum siglingastöðina, en þar eru uppákomur götutónlistamanna og mörg kaffihús og veitingastaðir sem mörg hver bjóða upp á sína eigin lifandi viðburði.
Eftir sólsetur byrjar gamanið í gamla bænum, en þar eru fjöldinn allur af börum og veitingastöðum. Einn af þeim nýlegu er Zinfandel, en þar getur þú prófað innlend og furðu góð vín. Ef þú vilt fá sem besta útsýni yfir Adríahafið á meðan þú sötrar á góðum drykkjum, þarftu að leggja leið þína á Hemmingway bar.
Flugfélög: Mörg flugfélög fljúga til Split, þar á meðal bæði lággjalda og hefðbundin flugfélög. Við munum alltaf bjóða þér besta verðið til að kaupa flugmiða til Split.
Flugvöllur: Split Airport (einnig þekktur sem Resnik Airport)
Fjarlægð frá flugvelli: um 25 mínútur / 23 km.
Flugtími: 5 klukkustundir.
Tungumál: Króatíska
Tímabelti: Staðaltími Mið-Evrópu
Mannfjöldi: Um 178.000
Vegabréf: Gilt vegabréf er skylt.
Gjaldmiðill: Króatíska kuna (HRK)
Þjórfé: Ekki innifalið. Venja að gefa allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: Í Króatíu (230V, 50Hz AC; venjulegir evrópskir (kringlóttar) innstungur)
Aðeins flugsæti: til að bóka einungis sæti - vinsamlegast kíktu á www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Í Króatíu allt að 25%.
Vatn: Óhætt að drekka
1. Smakkaðu á ferskasta sjávarfanginu. Að heimsækja Adríahafsströndina án þess að smakka sjávarrétti er raunverulegur glæpur. Það fyrsta sem þú þarft að prófa þegar þú ert í Split er fiskrétturinn Brodetta, sem soðinn er í rauðvíni og kryddaður með sterkum kryddum. Fyrir þá sem vilja aðeins hefðbundnari rétti er hægt að fá fiskisúpu og kolkrabbasalat. Fyrir gott snarl er upplagt að fá sér staðbundið vín ásamt ferskum ostrum frá nærliggjandi bæjum.
2. Kafaðu í neðansjávarheim Split. Tært vatn, sem veitir uppundir 20-30 metra skyggni, óvenjulegt dýralíf sjávar, mikið af leifum niðursokkinna skipa – allt þetta gerir Split og nágrannaborgir mjög aðlaðandi fyrir kafara. Það eru mörg köfunarþjónustufyrirtæki meðfram ströndinni. Þau bjóða upp á köfun að skoða kóralrif, hella og sokkin skip. Það besta er að þú þarft ekki að hafa nein sérstök köfunarleyfi – bara löngunina.
3. Farðu og kannaðu nærliggjandi eyjar. Eftir að hafa dýpt sér í sjóinn og skoðað borgina vítt og breitt fara gestir Split að jafnaði til nærliggjandi eyjanna Hvar, St.Andrew og Marjan Hill. Eyjuna Hvar, einnig þekkt sem „eyja ævintýranna“ er nauðsynlegt að skoða ef þú hefur gaman að siglingum, klifri, eða einfaldlega að ganga um í fallegu umhverfi. Þú getur bæði endað daginn á að slaka á og notið sólsetursins í þögninni eða skellt þér í hávær partý á einum af þeim fjölda skemmtistaða sem eru á svæðinu. Eyjan St.Andrew er frábær fyrir þá sem kunna að meta óspillta fegurð náttúrunnar. Siðmenningin kom hingað fyrir löngu síðan og hótel á svæðinu uppfylla alla alþjóðlega staðla, en það eru alls ekki margir ferðamenn. Marjan Hill er staðsett á skaga með sama nafni og er ekki bara vinsæl meðal ferðamanna, heldur einnig íbúum Split. Það kemur þó ekki á óvart þar sem það er erfitt að finna heppilegri stað fyrir lautarferð eða friðsæla göngu meðfram ströndinni. Helsta aðdráttarafl hæðarinnar er hin stórbrotna höll sem byggð var undir rómverska keisaranum Diocletian.
4. Farðu í skoðunarferðir í Split. Heimsæktu söfn á staðnum sem munu opna mörg leyndarmál með snertingu af fornöld. Þú getur farið uppí 60 metra háa klukkuturninn á Dómkirkjunni í St Dominus, farið niður að fornum kryptum, gengið meðfram strandlengjunni eða farið í ferð í litlum kafbát. Söfnin er Split hafa einnig mörg fornleifa og menningarleg gildi. Það áhugaverðasta í þeim efnum er Króatíska fornleifasafnið og Þjóðfræðisafnið.
5. Eftir að hafa heimsótt fornar rústir og söfn er afar ánægjulegt að slappa af í Maryan garðinum. Frá hæsta punkti hans opnast ótrúlegt útsýni yfir borgina og sjóinn.
Split er fræg fyrir litlu steinvölustrendurnar og tæra sjóinn. Vatnið er svo tært að í gegnum það eru kórallar vel sýnilegir, þó svo að þeir sé staðsettir á um 50 metra dýpi. Ennfremur heillar náttúran á þessu svæði ferðamenn. Á sumum stöðum liggja furuskógarnir næstum alveg niður að vatninu vegna þessa sérstaka loftslags sem hér ríkir, svo sumarfríin í Split eru góð fyrir bæði líkama og sál.
Að sitja við göngugötuna við strandlengjuna og horfa á fjölda snjóhvítra snekkja, sjá pálmatréin sveiflast í gustinum og fylgjast með rólegu yfirbragði heimamanna, gætiru haldið að þú værir einhversstaðar á Mallorca, en glæsilegir veggir Diocletian hallarinnar munu minna þig á að þú ert í Split.
Strandlíf
Í Split eru bæði sandstrendur sem og steinvölustrendur þar sem þú getur notið þess að slaka á. Strendurnar eru vel útbúnar, með öllu sem þú þarft til að hafa það notalegt: Búningsklefar, sólbekkir og sólhlífar. Aðgangur að ströndunum er ókeypis og í flestum tilfellum er auðvelt að komast að þeim. Strendurnar í Split eru við allra hæfi. Þær eru afar hreinar og er sjórinn fallega grænblár og mjög tær.
Ef þér líkar við sandstrendur, farðu þá á Bacvice ströndina, en hún er ein vinsælasta ströndin í borginni og er staðsett í aðeins um kílómeters fjarlægð frá sögufræga miðbænum í Split. Aðaleiginleiki hennar er sandurinn og hversu vel útbúin hún er. Þetta er frábær staður fyrir barnafjölskyldur og er aðgangurinn að vatninu mjög góður, með mjúku undirlagi og öruggt fyrir börn. Allt sem fullorðnir þurfa til að slaka á er á staðnum, þar með talið veitingastaðir í nágrenninu. Þarna eru fjölmörg kaffihús og veitingastaðir með frábæru útsýni: Frá einu sjónarhorninu má sjá útsýni yfir hafið og frá hinu blasir furuskógurinn við, sem stundum nær alveg niður að flæðarmáli hafsins. Þeir sem hafa gaman að hvers kyns útivist og afþreyingu munu einnig njóta þessarar strandar þar sem margir afþreyingarmöguleikar eru í boði, s.s. sjóskíði, kayak, köfun og margt fleira.
Restin af ströndunum laða færri að, en aðbúnaðurinn á þeim er alveg jafn góður og á Bacvice. Ef þú villt frið og ró ættiru að beina sjónum þínum að ströndunum fjarri miðbænum. Kastelet er þægileg steinvöluströnd og á Ježinac eru græn svæði sem veita skemmtilega skugga á ströndinni. Á fallegu svæði, vestan Bacvice strandarinnar er öruggt að njóta fjölskyldustunda – vatnið er stillt og tært og hitnar fljótt vegna hversu aðgrunnt það er. Þarna eru vel útbúin bílastæði og í nágrenninu má finna bæði kaffihús og veitingastaði.
Ef þú ert á Bacvice ströndinni, þá geturu auðveldlega komist á Trstenik ströndina. Þar getur þú slakað á og notfært þér aðstöðuna sem þar er: sólbekkir, sturta og kaffihús eru á svæðinu. Þetta er steinvöluströnd, svo nauðsynlegt er að vera í sandölum. Fólk kemur einnig hingað til að fara á kayak eða sigla á snekkju. Lengsta strönd staðarins – Zhnyan, er frábær staður til að eiga góða stund með fjölskyldunni. Á henni er fjöldi afþreyingarmöguleika, s.s. íþróttavellir, trampólín og rennibrautir. Zhynan er einnig mekka aðdáenda seglbretta og brimbretta, en framúrskarandi aðstæður til vatnaíþrótta eru hér – og getur hver sem er prófað þar sem hægt er að fá leigðan útbúnað og kennslu frá leiðbeinendum.
Til viðbótar við þægilegt strandfrí í Split geturu farið í klifur og köfun. Á Kashuni ströndinni getur þú fundið kletta í mismunandi hæð, allt frá 2 til 10 metra – sem auðvelt er að klifra án sérstaks útbúnaðar og hoppað í vatnið án þess að stafi hætta af. Klettana finnur þú í útjaðri strandarinnar.
Næturlíf
Ásýnd Split er hin glæsilegasta þegar rökkva tekur og ljósin í strandbæjunum og snekkjunum lýsa upp umhverfið. Spilt er borg sem aldrei sefur. Það er ekkert leyndarmál að helsta tákn næturlífsins í Króatíu er eyjan Hvar, sem er eins og „Balkneska Ibiza“. Split er að einhverju leiti í skugga hávaðasama nágrannans, en getur þó boðið gestum sínum upp á notalega vínbari, skemmtileg partý og götulistarhátíðir. Líflegasta næturlíf Split er á svæðinu í kringum siglingastöðina, en þar eru uppákomur götutónlistamanna og mörg kaffihús og veitingastaðir sem mörg hver bjóða upp á sína eigin lifandi viðburði.
Eftir sólsetur byrjar gamanið í gamla bænum, en þar eru fjöldinn allur af börum og veitingastöðum. Einn af þeim nýlegu er Zinfandel, en þar getur þú prófað innlend og furðu góð vín. Ef þú vilt fá sem besta útsýni yfir Adríahafið á meðan þú sötrar á góðum drykkjum, þarftu að leggja leið þína á Hemmingway bar.
Gott að vita
Flugfélög: Mörg flugfélög fljúga til Split, þar á meðal bæði lággjalda og hefðbundin flugfélög. Við munum alltaf bjóða þér besta verðið til að kaupa flugmiða til Split.
Flugvöllur: Split Airport (einnig þekktur sem Resnik Airport)
Fjarlægð frá flugvelli: um 25 mínútur / 23 km.
Flugtími: 5 klukkustundir.
Tungumál: Króatíska
Tímabelti: Staðaltími Mið-Evrópu
Mannfjöldi: Um 178.000
Vegabréf: Gilt vegabréf er skylt.
Gjaldmiðill: Króatíska kuna (HRK)
Þjórfé: Ekki innifalið. Venja að gefa allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: Í Króatíu (230V, 50Hz AC; venjulegir evrópskir (kringlóttar) innstungur)
Aðeins flugsæti: til að bóka einungis sæti - vinsamlegast kíktu á www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Í Króatíu allt að 25%.
Vatn: Óhætt að drekka
Hlutir til að gera
1. Smakkaðu á ferskasta sjávarfanginu. Að heimsækja Adríahafsströndina án þess að smakka sjávarrétti er raunverulegur glæpur. Það fyrsta sem þú þarft að prófa þegar þú ert í Split er fiskrétturinn Brodetta, sem soðinn er í rauðvíni og kryddaður með sterkum kryddum. Fyrir þá sem vilja aðeins hefðbundnari rétti er hægt að fá fiskisúpu og kolkrabbasalat. Fyrir gott snarl er upplagt að fá sér staðbundið vín ásamt ferskum ostrum frá nærliggjandi bæjum.
2. Kafaðu í neðansjávarheim Split. Tært vatn, sem veitir uppundir 20-30 metra skyggni, óvenjulegt dýralíf sjávar, mikið af leifum niðursokkinna skipa – allt þetta gerir Split og nágrannaborgir mjög aðlaðandi fyrir kafara. Það eru mörg köfunarþjónustufyrirtæki meðfram ströndinni. Þau bjóða upp á köfun að skoða kóralrif, hella og sokkin skip. Það besta er að þú þarft ekki að hafa nein sérstök köfunarleyfi – bara löngunina.
3. Farðu og kannaðu nærliggjandi eyjar. Eftir að hafa dýpt sér í sjóinn og skoðað borgina vítt og breitt fara gestir Split að jafnaði til nærliggjandi eyjanna Hvar, St.Andrew og Marjan Hill. Eyjuna Hvar, einnig þekkt sem „eyja ævintýranna“ er nauðsynlegt að skoða ef þú hefur gaman að siglingum, klifri, eða einfaldlega að ganga um í fallegu umhverfi. Þú getur bæði endað daginn á að slaka á og notið sólsetursins í þögninni eða skellt þér í hávær partý á einum af þeim fjölda skemmtistaða sem eru á svæðinu. Eyjan St.Andrew er frábær fyrir þá sem kunna að meta óspillta fegurð náttúrunnar. Siðmenningin kom hingað fyrir löngu síðan og hótel á svæðinu uppfylla alla alþjóðlega staðla, en það eru alls ekki margir ferðamenn. Marjan Hill er staðsett á skaga með sama nafni og er ekki bara vinsæl meðal ferðamanna, heldur einnig íbúum Split. Það kemur þó ekki á óvart þar sem það er erfitt að finna heppilegri stað fyrir lautarferð eða friðsæla göngu meðfram ströndinni. Helsta aðdráttarafl hæðarinnar er hin stórbrotna höll sem byggð var undir rómverska keisaranum Diocletian.
4. Farðu í skoðunarferðir í Split. Heimsæktu söfn á staðnum sem munu opna mörg leyndarmál með snertingu af fornöld. Þú getur farið uppí 60 metra háa klukkuturninn á Dómkirkjunni í St Dominus, farið niður að fornum kryptum, gengið meðfram strandlengjunni eða farið í ferð í litlum kafbát. Söfnin er Split hafa einnig mörg fornleifa og menningarleg gildi. Það áhugaverðasta í þeim efnum er Króatíska fornleifasafnið og Þjóðfræðisafnið.
5. Eftir að hafa heimsótt fornar rústir og söfn er afar ánægjulegt að slappa af í Maryan garðinum. Frá hæsta punkti hans opnast ótrúlegt útsýni yfir borgina og sjóinn.