Pula er elsta króatíska borgin við Adríahafströndina og er ekki aðeins skilgreind af fallegum ströndum og vel útbúnum ferðamannastöðum, heldur einnig af sögulegum minjum og menningarmiðstöðvum. Fyrir þá sem elska líflega skemmtun, strendur og næturlíf er Pula sérstaklega góður kostur, en það skemmir hins vegar ekki fyrir þeim sem frekar vilja rólegar stundir meðal hinna fornu rústa, sem fundnar voru af Grikkjum og blómstruðu á tímum Rómaveldis. Þessi sögulega staðreynd laðar svo sannarlega aðdáendur fornminja til borgarinnar.
Þegar þú heimsækir Pula er nauðsynlegt að vita að þetta er ekki einungis borg með ríka sögu og áhugaverða staði, heldur einnig er hún furðu vistvæn þegar kemur að slökun. Hreinasta vatnið í Adríahafinu ásamt furuskógum skapa kjöraðstæður fyrir endurheimt á bæði líkamlegum og andlegum styrk.
Einn helsti kosturinn við að fara í frí til Pula er fjölbreytileiki strandanna sem hægt er að finna bæði innan borgarinnar og fyrir utan. Hinsvegar er nauðsynlegt að vita að strendurnar í Pula eru mjög grýttar. Þar af leiðandi eru ferðamenn oft með sérstaka skó sem þeir nota til þess að komast að ströndinni þar sem það þarf að komast yfir grýtt svæði. Svæðið þar sem allar aðalstrendur Pula eru, er kallað Punta Verudela. Ef erfitt er að komast ofan í sjóinn er búið að setja upp steypta stiga og handrið til að auðvelda aðgang. Í Pula eru einnig litlar steinvölustrendur í notalegum flóum. Það eru meira en 40 strendur á ferðamannasvæðinu öllu og hver og ein er óaðfinnanlega hrein og fögur. Flestar af þeim eru útbúnar í samræmi við ströngustu kröfur og merktar bláa fánanum.
Hvað gjaldið varðar, þá eru allar strendur Króatíu í eign hins opinbera og þar af leiðandi er enginn aðgangseyrir á þær, en sólbekkir og hlífar kosta yfirleitt 2 EUR, að undanskildum sumum hótelum sem veita gestum sínum nauðsynlegan búnað. Nánast allar strendurnar í Pula eru vel útbúnar, hafa sína eigin köfunarklúbba, íþróttasvæði og skemmtanir fyrir börn.
Ein af vinsælustu og fallegustu ströndunum, umkringd gróðri, er Stinjan ströndin, en þar eru margir möguleikar til afþreyingar. Sú strönd sem er næst Pula er ströndin á Stoya svæðinu í Valkan flóanum. Þeir sem vilja frið og ró elska að slaka þar á vegna þess að þessi strönd er mjög fámenn, ólíkt mörgum öðrum.
Ferðamenn með börn kjósa helst Brioni ströndina, vegna þess hversu margir afþreyingarmöguleikar eru þar. Í Medulin, þar sem flest hótelin eru, eru nokkrar nektarstrendur staðsettar í fallegum litlum flóum, í skjóli mikils gróðurs.
Stór og grunn steinvöluströnd er staðsett í um 4km suður af Pula, í þorpi með sama nafni. Vegna góðrar staðsetningar milli tveggja skaga er Pješčana Uvala talinn besti staðurinn til að slaka á með börnum. Sjórinn hér er alltaf hreinn og rólegur og fyrir litla ferðamenn er sérstakur lítill slóði ofan í vatnið. Að auki er ströndin hentug fyrir þá sem vilja stökkva í sjóinn af klettum, en í vesturhluta hennar eru litlir, en mjög fallegir klettar.
Sem ferðamannastaður býður Pula ekki einungis upp á gönguferðir á sögulegar slóðir eða afslöppun á hlýjum ströndum. Næturlífið í borginni er mjög líflegt og eru margir klúbbar, spilavíti, barir og aðrir möguleikar fyrir skemmtanaglaða. Fjörið hefst strax eftir sólsetur þegar fjölmörg spilavíti, klúbbar og barir með lifandi tónlist opna dyrnar.
Auk hávaðrasama næturklúbba hefur Pula fjölda nútímalegra spilavíta. Aðdáendur klassísks fjárhættuspils ættu að kíkja í Luckia spilavítið – en það er með spilaborð og ýmsar gerðir af rúllettu, sem og ágætis úrval af nútíma spilakössum. Þetta spilavíti er eitt það elsta í borginni og er fallega hannað. Þeir sem velja nútímalega spilakassa ættu frekar að fara á Arena Automat Klub. Þetta er frekar lítill staður, en þarna geta allir fundið spilakassa við sitt hæfi.
Flugfélög: Það eru mörg flugfélög sem fljúga til Pula. Við munum alltaf bjóða þér flug til Pula á besta verði.
Flugvöllur: Pula flugvöllur
Fjarlægð frá flugvelli: um 10 mínútur / 7 km.
Flugtími: 5 klukkustundir.
Tungumál: króatíska
Tímabelti: Staðaltími Mið-Evrópu
Mannfjöldi: um 54.000
Vegabréf: Gilt vegabréf er skylt.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venja að allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: Í Króatíu (230V, 50Hz AC; venjulegir evrópskir (kringlóttir) innstungur)
Ferðamannaskattur: Í Króatíu allt að 25%.
Vatn: óhætt að drekka
Kíktu um borgina og kannaðu söguna. Allir sögulegir staðir í Pula eru staðsettir á litlu svæði í miðborginni, svo þú getur skoðað þau öll á einum degi, fótgangandi. Það er þess virði að byrja á hringleikahúsinu sem Rómverjar smíðuðu á 1. Öld f.kr og skipar það 6.sæti meðal eftirstandandi hringleikahúsa í heiminum. Ef þú leitast eftir góðu útsýni yfir borgina er um að gera að gera sér ferð upp í turninn á Kastel virkinu. Það var byggt á 14. öld og hýsir nú Sjóminjasafnið. Undir virkinu er hellir dulrænna íbúa sem skapa skemmtilegar þjóðsögur meðal heimamanna. Rómverska byggingarlistin lifir í Herkúlashliðinu og Boganum í Sergeii, en þetta eru elstu byggingar í borginni. Ef þú vilt flýja frá fornöld ættir þú að kíkja í sædýragarðinn. Hann var stofnaður á 19. öld og til dagsins í dag hefur hann varðveitt nánast alla eiginleika þess tíma. Meistaraverk viðurkenndra listamanna eru í safni Franciscan klaustursins en það er frá 13.öld og er í sjálfu sér einn af aðalferðamannastöðum borgarinnar.
Farðu í ánægjulegan göngutúr á göngugötunni meðfram strandlengjunni. Einn af vinsælustu stöðunum til að ganga á meðal ferðamanna er Lungomare. Lengd göngugötunnar er um 12km og nær hún meðfram allri strandlengjunni. Um alla göngugötuna eru sérstakir stigar sem gera þér kleift að fara niður á öll strandsvæðin sem eru aðgengileg til sunds. Ferðamenn í Pula munu njóta þess að sameina göngutúrinn við afslöppun þar sem fjölmargir fallegir garðar eru meðfram göngugötunni.
Kíktu á veitingastaðina á ströndinni og smakkaðu ferskt sjávarfang, s.s. ostrur og humar. Pula einkennist af ítölsku og ístrískum matargerðum og er sérstök áhersla lögð á sjávarfang. Fiskimarkaðir eiga skilið sérstaka athygli í Pula, en úrval sjávarafurða á þeim er mikil s.s. krabbar, smokkfiskur, kolkrabbar, kræklingar og fjöldi annarra tegunda sjávarlífsins finnur þú þar. Jafnvel ef þú ætlar ekki að kaupa neitt er samt þess virði að kíkja. Á bændamörkuðum er svo hægt að kaupa fjöldan allan af vörum beint frá býli t.d. ólífuolíu, smjör, hunang, sælgæti sem og ferskt grænmeti og ávexti.
Kannaðu neðansjávarheim Pula. Adríahafið er talið einn besti köfunarstaðurinn fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Óvenjulegur og fjölbreyttur gróður og dýralíf, ásamt tæru vatni gera köfunina ógleymanlega. Köfunartímabilið í Pula er langt – frá maí til október – og næstum allan þennan tíma er skyggni undir vatni frá 20-30m. Gnægð hella, fögur rif og sokkin skip nálægt ströndinni gera köfun mjög vinsæla á þessu svæði. Í útjaðri Pula, í Verudela er kjörinn staður fyrir byrjendur að kafa, en þar fer dýpið ekki yfir 18m. Staður sem heitir Canyon mun höfða til reyndra kafara, en hann er einnig staðsettur á Cape Verudela og gerir þér kleift að kafa 30 metra og sjá göng og hella.
Farðu í vatnagarða. Ef þú ert í fjölskyldufríi í Pula ættir þú svo sannarlega að fara á sædýrasafnið í borginni – Aquarium Pula. Þar getur þú séð sjaldgæfar tegundir marglyttna og rafmagnsskötur ásamt því að fylgjast með hættulegustu rándýrum sjávar. Fræðandi skoðunarferðir eru skipulagðar í sædýrasafninu á hverjum degi, en auðvitað getur þú einnig skoðað það á eigin vegum.
Gjaldmiðillinn í Króatíu er evra