Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

PERLA TÉKKLANDS - FEGURSTA HLUTA LANDSINS. ÍSLENSK FARARSTJÓRN
Beint flug til Prag 1.maí 2024 – 5 dagar
Flogið
með Smartwings
Morgunflug út 25.okt. - Kvöldflug heim 28.okt.
Íslensk fararstjórn

Brno er önnur stærsta borg Tékkland, fyrrum höfuðborg Moraviu, með glæsilegar byggingar í miðaldastíl, ótrúlega matarmenningu, og heimsfræg fyrir arkítekúr, listir og vínrækt. Morvaía er af mörgum talin fegursti hluti Tékkands, og borgin er fræg fyrir að vera bæði stjórnmála- og listasetur Tékklands. Hér kynnist þú aldagamalli menningu, stórkostlegum gamla bæ, með ráðhúsinu frá 13.öld og Spilberk Kastalanum, einnig frá 13.öld. Moravian galleríið, er eitt stærsta listasafn Tékklands, og hér er einstakt að nóta helgarinnar í góðu yfirlæti.

SKEMMTILEGT AÐ GERA Í BRNO

 Rölta um gamla bæinn, heimsækja ráðhúsið, kastalann, og dómkirkjuna. Heimsækja eitt stærsta listasafn Tékklands, og njóta veislu í mat og drykk, því maturinn hér er víðfrægur, sem og víngerðin, og verðlagið er með því lægsta sem finnst í Evrópu.

 Spilberk kastalinn. Einstök heimsókn, hér upplifir þú lífið í Tékklandi frá því á 13.öld og sér hvernig lífið var í hjarta Evrópu á þessum tíma.

 Skoðaðu kirkju Heilags Péturs og Páls. Byggð á Petrov hæðinni og hér er einstakt úrsýni yfir borgina. 
Fara í bjórsmökkun. Eitt frægasta bjórhús Tékklands er í Brno, Starobrno, og hér býður Aventura uppá heimsókn fyrir þá sem vilja.

 Einstök upplifun í mat og drykk. Veisla á hverju horni, borgin er fræg fyrir matarmenningu sína og verðlagið er ótrúlega lágt.

SKOÐUNARFERÐIR

26.okt.

Gönguferð um Brno

Hér kynnist þú hinum ótrúlega fallega borgarhluta gömlu borgarinnar sem á rætur sínar að rekja til 13 aldar. Ráðhúsið, Dómkirkja Péturs og Páls, Skilberk kastalinn, Zelny markaðstorgið og Menin, gamla borgarhliðið. Ómissandi ferð með fararstjóra Aventura.

 3 KLST

 Brottför klukkan 10:00 eða 14:00

 Íslensk fararstjórn

3.900 KR.
Verð á mann
27.okt.

Vínsmökkun til Valtice

Heimsókn í stórkostlega höll, Valtice höllina, sem er með vínkjallara frá 13.öld og hér kynnumst við bestu vínum Moldavíu sem eru frægstu vín Tékklands. Stoppað í hádegisverði og komið til baka í eftirmiðdaginn. Einstök upplifun.

 6 KLST

 Brottför 10.00
 

8.900 KR.
Verð á mann
27.okt.

Ferð til Austerlitz

Skemmtileg ferð til Auzterlitz, sem er vettvangur frægustu orustu Napoleons. Upplagt fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og ótrúlega fallegu umhverfi. Hér sjáum við vettvang orustunnar, kynnumst höllinni sem Napoleon dvaldi í eftir sigurinn, skoðum stríðsminjasafnið og förum á hæðina þaðan sem Napoleon stýrði orustunni. Skemmtilega dagsferð í fallegri náttúru og ótrúlegri sögu. Stoppað á leiðinni í hádegisverð. (ekki innifalinn).

 7 KLST

 Brottför 10.00
 
 
 

9.900 KR.
Verð á mann
28.okt.

Heimsókn í Starobrno bjórverksmiðjuna

Skemmtileg heimsókn í eina frægustu bjórverksmiðju Tékklands, sem er staðsett í Brno.
2 tímar, smakkaðar helstu afurðir þessarar merku framleiðslu.

 2 KLST

 Brottför kl. 14.00

 Íslensk fararstjórn

 

4.900 KR.
Verð á mann
Lágmarksþáttaka í skoðunarferðir er 20 manns.
Hægt er að velja sér sæti í flugvélina gegn gjaldi,
hafið samband við Aventura í síma 556-2000