Barcelona

Barcelona er falleg, hrífandi og tilkomumikil höfuðborg Katalóníu, aðalsjálfstjórnarsvæðis norðausturhluta Spánar. Barcelona er næststærsta borg Pýreneaskagans. Höfnin í borginni er meðal stærstu hafna Miðjarðarhafsins og heimsins alls og hefur geysimikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn á öllum aldri. Barcelona er svo fjölskrúðug og lífleg að með réttu má kalla hana fallegustu borg í heimi!
Það er margt áhugavert að skoða í borginni, verk listamannsins Gaudi eru ávallt vinsæl og heimsókn í Sagrada Familia og Park Guell er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara.

Gotneska hverfið, Las Ramblas, Passeig de Gracia, styttan af Christopher Columbus og fleiri heimsfræg kennileiti gera þessa borg ávallt jafn spennandi og vinsælan áfangastað.

 
 
 

SKEMMTILEGT AÐ GERA Í BARCELONA

 

 Rölta um gotneska hverfið, kíkja í gallerí og njóta.

 Stoppa við á matarmarkaðnum Mercat de San Josep sem er við Römbluna, í gömlu klaustri.

 Kíkja á fyrsta hús Gaudi, sjón er sögu ríkari.