Titanic Deluxe Lara
Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Titanic Deluxe Lara er elsta hótelið á Lara svæðinu og er alltaf jafnvinsælt, 5 stjörnu og býður upp á allt innfalið.
Hótelið lítur út eins og hið fræga skip og hefur upp á margt að bjóða. Hótelið hefur fengið ótal verðlaun fyrir frábæra þjónustu og gæði. Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum stíl og eru því einstaklega björt. Standard herbergi er 26 m2 og taka mest 2 fullorðna og 2 börn. Loftkæling, smábar, þráðlaust internet, hárþurrka, öryggishólf, sjónvarp og fleira má finna í herbergjunum.
Aðalveitingastaður hótelsins heitir Parkfora og þar er tyrkneskt og alþjóðlegt hlaðborð í boði alla daga. Aðrir veitingastaðir á hótelinu eru Hasir sem er tyrkneskur, Pascarella sem er ítalskur og Capari sem er sjávarréttastaður, þar sem greitt er aukagjald, fyrir að snæða á, einnig eru snakkbarir, sundlaugarbar, bakarí og fleira í boði.
Í BeFine heilsulindinni er hægt að slaka á og njóta. Þar má finna 300 m2 innilaug, tyrkneskt bað, hvíldarherbergi og þar er einnig hægt að er að bóka hinar ýmsu líkams- og nuddmeðferðir gegn gjaldi.
Hótelgarðurinn er hinn glæsilegasti og frá honum er beint aðgengi að einkaströnd hótelsins. Glæsileg sólbaðsaðstaða er á ströndinni þar sem hægt er að sleikja sólina við Miðjarðarhafið eða hvíla sig í skugganum í litlum sólskálum með sólbekkjum. Sundlaugarnar eru 3 talsins ásamt barnalaug.
Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára þar sem nóg er í boði fyrir yngri gesti hótelsins. Einnig er sérstakur veitingastaður fyrir yngri kynslóðina sem býður upp á hlaðborð sem stílar inn á smekk og áhuga barna.
Skemmtidagskrá hótelsins stendur yfir dag og kvöld. Hvort sem það eru leikir í sundlaugagarðinum eða á ströndinni, sýningar á kvöldin eða strandpartý, af nægu er að taka. Einnig er hægt að skella sér í keilu, boccia, körfubolta, fótbolta, tennis, strandblak og fleira og fleira.
Titanic hótelið stendur svo sannarlega fyrir sínu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hótelið lítur út eins og hið fræga skip og hefur upp á margt að bjóða. Hótelið hefur fengið ótal verðlaun fyrir frábæra þjónustu og gæði. Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum stíl og eru því einstaklega björt. Standard herbergi er 26 m2 og taka mest 2 fullorðna og 2 börn. Loftkæling, smábar, þráðlaust internet, hárþurrka, öryggishólf, sjónvarp og fleira má finna í herbergjunum.
Aðalveitingastaður hótelsins heitir Parkfora og þar er tyrkneskt og alþjóðlegt hlaðborð í boði alla daga. Aðrir veitingastaðir á hótelinu eru Hasir sem er tyrkneskur, Pascarella sem er ítalskur og Capari sem er sjávarréttastaður, þar sem greitt er aukagjald, fyrir að snæða á, einnig eru snakkbarir, sundlaugarbar, bakarí og fleira í boði.
Í BeFine heilsulindinni er hægt að slaka á og njóta. Þar má finna 300 m2 innilaug, tyrkneskt bað, hvíldarherbergi og þar er einnig hægt að er að bóka hinar ýmsu líkams- og nuddmeðferðir gegn gjaldi.
Hótelgarðurinn er hinn glæsilegasti og frá honum er beint aðgengi að einkaströnd hótelsins. Glæsileg sólbaðsaðstaða er á ströndinni þar sem hægt er að sleikja sólina við Miðjarðarhafið eða hvíla sig í skugganum í litlum sólskálum með sólbekkjum. Sundlaugarnar eru 3 talsins ásamt barnalaug.
Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára þar sem nóg er í boði fyrir yngri gesti hótelsins. Einnig er sérstakur veitingastaður fyrir yngri kynslóðina sem býður upp á hlaðborð sem stílar inn á smekk og áhuga barna.
Skemmtidagskrá hótelsins stendur yfir dag og kvöld. Hvort sem það eru leikir í sundlaugagarðinum eða á ströndinni, sýningar á kvöldin eða strandpartý, af nægu er að taka. Einnig er hægt að skella sér í keilu, boccia, körfubolta, fótbolta, tennis, strandblak og fleira og fleira.
Titanic hótelið stendur svo sannarlega fyrir sínu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Heilsa og útlit
Heilsulind
Snyrtistofa
Nuddpottur
Innilaug
Nudd (gegn gjaldi)
Tyrkneskt Bað (Hammam)
Aðstaða og þjónusta
Sundlaug
Bílastæði
Minjagripaverslun
Súpermarkaður
Leiga á handklæði við sundlaug
Þráðlaust net
Lyfta
Hjólastólaaðgengi
Farangursgeymsla
Herbergisþjónusta
Gestamóttaka
Vatnsrennibraut
Veitingahús og barir
A la carte veitingastaður
Bar
Veitingastaður
Sundlaugarbar
Show cooking
Lobby bar
Vistarverur
Loftkæling
Hárþurrka
sjónvarp
Öryggishólf
Svalir eða verönd
Smábar
Aðstaða til að útbúa te og kaffi
Fyrir börn
Barnalaug
Barnaklúbbur
Splash Svæði
Aðstaða fyrir viðskiptaferð
Fundarsalur
Fæði í boði
Allt innifalið
Skemmtun
Leikjaherbergi
Hótel
Titanic Deluxe Lara á korti