Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Royal Holiday Palace er 5 stjörnu fjölskylduparadís. Hótelbyggingin er stórglæsileg í konunglegum stíl. Gestamóttakan er stór og þar er glæsileikinn í fyrirrúmi.
Herbergin eru 46m2 og hægt er að velja um landslagsútsýni, hliðarsjávarsýn eða sjávarsýn. Herbergin, sem eru loftkæld, eru í skemmtilegum stíl og eru húsgögnin tignarleg sem er einmitt í anda hótelsins, þau eru útbúin helstu nauðsynjum eins og sjónvarpi, smábar, öryggishólfi, te og kaffi setti, hárþurrku svo eitthvað sé nefnt.
Aðal matsalur hótelsins er hinn glæsilegasti en af nægu er að taka á hlaðborðinu sem er vel útilátið og rómað fyrir einstaklega góðan mat. Á Bambino veitingastaðnum er yngri kynslóðin í fyrirrúmi þar sem úrval og þjónusta er sniðin að þeirra þörfum. Turquoise veitingastaðurinn er hádegisverðarstaður með fallegu útsýni yfir hafið. Palace bakaríið býður upp á glæsilegar kökur og tertur að tyrkneskum hætti. Auk þess má finna 5 a la carte veitingastaði á hótelinu sem bjóða upp á kvöldverð gegn vægu gjaldi eða 10 evrur á mann. Barirnir eru víða á hótelinu og einnig næturklúbbur fyrir þá skemmtanaþyrstu.
Skemmtidagskrá hótelsins er metnaðarfull og er valinn maður í hverri stöðu í skemmtanateymi hótelsins. Á daginn er boðið upp á morgunleikfimi, pallaleikfimi, vatnaleikfimi, vatnapóló, pílukast, borðtennis, boccia og ýmislegt fleira.
Á kvöldin eru ýmsar sýningar, lifandi tónlist og fleira í gangi. Barnaklúbburinn er fyrir 4-12 ára og þar er ýmislegt brallað, t.d andlitsmálning, málað á stuttermaboli, horft á bíómyndir, keila og svo á kvöldin er minidiskó í boði fyrir alla krakka. Lítið tívolí fyrir yngstu gestina er opið alla daga, á ákveðnum tímum, aðgangur er gestum að kostnaðarlausu.
Aðal sundlaug hótelsins er 3700m2 og liggur fallega í gegnum hótelgarðinn. Vatnsrennibrautirnar eru 8 samtals, 5 fyrir 7 ára og eldri og 3 fyrir 15 ára og yngri. Það eru 2 barnalaugar þar sem önnur er með vatnsrennibrautunum. Göngustígur liggur í gegnum garðinn niður að einkaströnd hótelsins þar sem sólbaðsaðstaða er á ströndinni og bryggja sem tilheyrir hótelinu.
Í heilsulindinni er hægt að komast í tyrkneskt bað, gufubað, hvíldarherbergi, nuddpott og fleira. Gegn gjaldi eru hinar ýmsu líkamsmeðferðir í boði, eins og nudd og fleira.
Royal Holiday Palace hefur fengið margar viðurkenningar og verðlaun í gegnum tíðina frá viðurkenndum ferðafyrirtækjum eins og Trip Advisor, Thomas Cook og fleirum.
Frábær kostur við Lara ströndina
Herbergin eru 46m2 og hægt er að velja um landslagsútsýni, hliðarsjávarsýn eða sjávarsýn. Herbergin, sem eru loftkæld, eru í skemmtilegum stíl og eru húsgögnin tignarleg sem er einmitt í anda hótelsins, þau eru útbúin helstu nauðsynjum eins og sjónvarpi, smábar, öryggishólfi, te og kaffi setti, hárþurrku svo eitthvað sé nefnt.
Aðal matsalur hótelsins er hinn glæsilegasti en af nægu er að taka á hlaðborðinu sem er vel útilátið og rómað fyrir einstaklega góðan mat. Á Bambino veitingastaðnum er yngri kynslóðin í fyrirrúmi þar sem úrval og þjónusta er sniðin að þeirra þörfum. Turquoise veitingastaðurinn er hádegisverðarstaður með fallegu útsýni yfir hafið. Palace bakaríið býður upp á glæsilegar kökur og tertur að tyrkneskum hætti. Auk þess má finna 5 a la carte veitingastaði á hótelinu sem bjóða upp á kvöldverð gegn vægu gjaldi eða 10 evrur á mann. Barirnir eru víða á hótelinu og einnig næturklúbbur fyrir þá skemmtanaþyrstu.
Skemmtidagskrá hótelsins er metnaðarfull og er valinn maður í hverri stöðu í skemmtanateymi hótelsins. Á daginn er boðið upp á morgunleikfimi, pallaleikfimi, vatnaleikfimi, vatnapóló, pílukast, borðtennis, boccia og ýmislegt fleira.
Á kvöldin eru ýmsar sýningar, lifandi tónlist og fleira í gangi. Barnaklúbburinn er fyrir 4-12 ára og þar er ýmislegt brallað, t.d andlitsmálning, málað á stuttermaboli, horft á bíómyndir, keila og svo á kvöldin er minidiskó í boði fyrir alla krakka. Lítið tívolí fyrir yngstu gestina er opið alla daga, á ákveðnum tímum, aðgangur er gestum að kostnaðarlausu.
Aðal sundlaug hótelsins er 3700m2 og liggur fallega í gegnum hótelgarðinn. Vatnsrennibrautirnar eru 8 samtals, 5 fyrir 7 ára og eldri og 3 fyrir 15 ára og yngri. Það eru 2 barnalaugar þar sem önnur er með vatnsrennibrautunum. Göngustígur liggur í gegnum garðinn niður að einkaströnd hótelsins þar sem sólbaðsaðstaða er á ströndinni og bryggja sem tilheyrir hótelinu.
Í heilsulindinni er hægt að komast í tyrkneskt bað, gufubað, hvíldarherbergi, nuddpott og fleira. Gegn gjaldi eru hinar ýmsu líkamsmeðferðir í boði, eins og nudd og fleira.
Royal Holiday Palace hefur fengið margar viðurkenningar og verðlaun í gegnum tíðina frá viðurkenndum ferðafyrirtækjum eins og Trip Advisor, Thomas Cook og fleirum.
Frábær kostur við Lara ströndina
Heilsa og útlit
Heilsulind
Snyrtistofa
Nuddpottur
Gufubað
Líkamsrækt
Nudd (gegn gjaldi)
Tyrkneskt Bað (Hammam)
Aðstaða og þjónusta
Sundlaug
Minjagripaverslun
Þvottaþjónusta gegn gjaldi
Leiga á handklæði við sundlaug
Þráðlaust net
Lyfta
Farangursgeymsla
Gestamóttaka
Vatnsrennibraut
Sólhlífar
Skemmtun
Næturklúbbur
Skemmtidagskrá
Leikjaherbergi
Kvöldskemmtun
Veitingahús og barir
A la carte veitingastaður
Bar
Veitingastaður
Sundlaugarbar
Show cooking
Lobby bar
Vistarverur
Loftkæling
Hárþurrka
sjónvarp
Öryggishólf
Snyrtivörur
Svalir eða verönd
Smábar
Aðstaða til að útbúa te og kaffi
Fyrir börn
Barnalaug
Barnaklúbbur
Barnaleiksvæði
Aðstaða fyrir viðskiptaferð
Fundarsalur
Afþreying
Tennisvöllur
Fæði í boði
Allt innifalið
Hótel
Royal Holiday Palace á korti