Useful Information Jerez
Fyrir komuna til Jerez
Fyrir komu til Spánar þurfa farþegar að útfylla rafrænt Covid form minna en 48 tímum fyrir brottför á síðunni SpTH (Spain Travel Healt) í framhaldi fá farþegar QR kóða sem þeir sýna við komu á áfangastað.
Á hóteli þarf að sýna bólusetningarvottorð, sé það ekki til staðar þarf að framvísa vottorði um neikvætt PCR próf. Þess má geta að ekki þarf að setja rétt númer á flugsæti, sé það ekki til staðar. Hér má nálgast heimilisföng á hótelum.
Kröfur sem þarf að uppfylla við komu til Póllands auk þess að útfylla rafrænt Covid – form heilbrigðisyfirvalda eru þær að sýna þarf eitthvað að eftirfarandi við komu til landsins:
- Gilt EU bólusetningarvottorð með QR kóða að minnsta kosti 14 daga gamalt. Aðgengilegt á vefnum Heilsuvera.is
- Neikvætt PCR próf ekki eldra en 72 tíma.
- Vottorð vegna fyrri sýkingar sem sýnir jákvæða niðurstöðu Covid -19, má ekki vera eldra en 180 daga gamalt.
Það þarf að hafa bólusetningarvottorð útprentað til að sýna víða um borgina, eins og á veitingastöðum, söfnum og á öðrum stöðum þar sem fjölmenni er.
Grímuskylda er innandyra og á fjölmennum stöðum utandyra þar sem ekki er hægt að viðhalda 1 metra reglu. Hafið alltaf grímu með í för.
Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.
Fyrir komuna til Íslands
Að auki:
► Allir farþegar, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki, þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en haldið er í flug til Íslands. Vottorðið má ekki vera eldra en 72 klst. Fyrir bólusetta er nóg að skila neikvæðu hraðprófi.
► Farþegar framvísa gildu vottorði um fulla
bólusetningu eða fyrri sýkingu.
► Óbólusettir farþegar og þeir sem eru ekki með vottorð um fyrri sýkingu þurfa að undirgangast 2 skimanir við heimkomu með 5 daga sóttkví á milli skimana.
► Ferðamenn (þ.m.t. börn fædd 2005-2015) sem eru íslenskir ríkisborgarar, búsettir eða með tengslanet á Íslandi skulu undirgangast COVID-19 próf við komuna á næstu tveimur dögum frá komu til landsins. Hægt er að fá sýnatöku í Keflavík við komuna.
Börn fædd 2016 og síðar
► Þarf ekki að forskrá
► Þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðprófi við komuna
►Þurfa ekki að undirgangast sýnatölu vegna
ferðalags
► Þurfa að fara í sóttkví ef forráðamaður/fullorðinn ferðafélagi þarf að fara í sóttkví en annars ekki.
Börn fædd 2005-2015
► Þarf að forskrá
► Þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR- eða
hraðprófi við komuna
► Þurfa að undirgangast sýnatölu vegna ferðalags
► Þurfa að fara í sóttkví ef forráðamaður/fullorðinn ferðafélagi þarf að fara í sóttkví en annars ekki.
Innritun
Netinnritun er ekki í boði. Innritun í Keflavík opnar 2 tímum fyrir brottför og hvetjum við farþega til að mæta tímanlega. Innritun lokar 45 mínútum fyrir brottför. Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.
Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni Isavia - Brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.
Vegabréf
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og gildistíminn þarf að vera a.m.k 90 daga umfram ferðatímabil þitt. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið.
Farangur og farangursheimild
Farangursheimild er 20 kg + 8 kg handfarangur og golfpoki 15 kg. Mikilvægt er að þessi heimild sé virt svo allur farangur komist með. Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt
Um borð
Grímuskylda er um borð og þurfa farþegar að koma með sínar eigin grímur. Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð. Sjónvarpsskjáir eru í hverju sæti og þar er að finna ýmsa afþeyingu fyrir farþega. Lítil heyrnatól eru seld á 500 kr en við hvetjum farþega að koma með sín eigin.
Á áfangastað
Við komu er farið með farþega í rútum á áfangastað. Allar rútur eru sótthreinsaðar fyrir ferðina. Grímuskylda er um borð í rútunum. Það er grímuskylda á hótelum nema þegar setið er til borðs. Ekki er grímuskylda utandyra nema ekki sé hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð. Grímuskylda er í verslunum
Ferðatrygging Andalúsíu héraðs
Heilbrigðisyfirvöld í Andalúsíu hafa sett upp sérstaka COVID tryggingu fyrir ferðamenn sem gista á hótelum í héraðinu og öll okkar hótel falla undir trygginguna.
Tryggingin sem gildir út árið 2021 tekur á eftirfarandi kostnaði sem til fellur ef farþegi sýkist af COVID eða lendir í einangrun.
- Auka nóttum á hóteli í allt að 2 vikur ef um einangrun er að ræða.
- Læknis, sjúkrahús og lyfjakostnað tengdum COVID smiti í allt að tvær vikur.
- Flug til heimalands ef viðkomandi missir af skipulögðu flugi ferðaskrifstofu.
- Þessar greiðslur eiga við um alla þá sem eru á sama bókunarnúmeri þ.e.a.s. ef annar aðili veikist þá er ofangreindur kostnaður; hótel og heimflug hluti af tryggingunni.
- Ef veikindi koma upp þarf að greiða 100 evrur í sjálfsábyrgð og ekki þarf að forskrá sig fyrir tryggingunni fyrir brottför.
Hér er slóð á síðu heilbrigðisyfirvalda Andalúsíu þar sem fjallað er nánar um trygginguna.: International Travel Insurance for Andalusia
Ferðatakmarkanir yfirvalda breytast hratt þessi misserin. Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um þær takmarkanir og sóttvarnarkröfur sem gilda á þeirra áfangastað, áður en lagt er af stað í ferðalagið
Almennar upplýsingar vegna golfferða til Jerez
Jerez
Jerez er borg í Andalúsíu á Spáni og er Jerez de la Frontera kanski best þekkt fyrir vín sín, hesta og dásamlegan flamenco dans. Jerez er líka þekkt fyrir fallegan og vel varðveittan sögulegan miðbæ sem hefur verið lýst sem ævintýranlegum og listrænum stað. Þar sem hinu týpísku andalúsísku smáhús og göfugmannlegu hallir fá að standa hlið við hlið.
Ein gleðin við að heimsækja Jerez er að þú færð tilfinninguna að uppgötva falda perlu. Þrátt fyrir (eða kannski vegna) nálægðar sinnar við vinsælli höfuðborg Andalúsíu, er hún ennþá ódýr borg (ekki túristaborg) og það er heillandi fyrir ferðalanga sem vilja fara frá alfaraleiðinni. Jerez er heimili Royal Andalusian School of Equestrian Art, þar sem nokkrir af bestu hestum heims eru ræktaðir og þjálfaðir. Þessum stórfenglegu dýrum er í raun hægt að kenna að dansa, eins og þú getur séð í hinum stórbrotna hestaballett skólans, „How the Andalusian Horses Dance“.
Gamli hluti Jerez samanstendur af nokkrum heillandi hverfum og er best að kanna og gana um falleg strætin í góðu tómi. Sögulegur miðbærinn stendur í kringum dómkirkjuna og Alcázar sem státar af frábærum kaffihúsum og tapas stöðum, svo sem hinu virðulega Plaza del Arenal eða hinum notalega, rómantíska Plaza de la Yebra.
Margir áhugamenn um flamenco - og ekki bara þeir frá Jerez - munu segja þér að borgin er hin sanna vagga flamenco, sérstaklega flamenco söngsins. Santiago og San Miguel, óþekkt flamenco borgarinnar barrios, hafa alið marga áhrifamikla listamenn, þar á meðal nútímastjörnurnar Lola Flores og José Mercé.
Visit Jerez