Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Almennar upplýsingar vegna golfferða til Jerez

 

Eftirfarandi hótel á okkar golfsvæðum, Costa Ballena, Motecastillo, Novo Sancti Petri, Alcaidesa og Fairplay hafa meira og minna verið opin síðastliðna 16 mánuði og því komin mjög góð reynsla á öllum sóttvarnar varúðarráðstöfunum á hótelunum og golfvöllunum.
Starfsfólkið hefur verið þjálfað í að sinna og gæta sérstaklega vel að persónulegum sóttvörnum sem og öll aðstaða til sóttvarna fyrir hótel gesti.
Hótelin og golfvellirinir er hluti af gríðarlega stórum alþjóðlegum hótelkeðjum þar sem allt er undir að öll umgjörð sé til fyrirmyndar.

Auk þess sem hótelin og golfvellirnir hafa lagt allt sitt við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Andalúsíu sett upp sérstaka COVID tryggingu fyrir ferðamenn sem gista á hótelum í fylkinu og öll okkar hótel falla undir trygginguna.

Tryggingin sem gildir út árið 2021 tekur á eftirfarandi kostnaði sem til fellur ef farþegi sýkist af COVID eða lendir í einangrun.:
  • Auka nóttum á hóteli í allt að 2 vikur ef um einangrun er að ræða.
  • Læknis, sjúkrahús og lyfjakostnað tengdum COVID smiti í allt að tvær vikur.
  • Flug til heimalands ef viðkomandi missir af skipulögðu flugi ferðaskrifstofu.
  • Þessar greiðslur eiga við um alla þá sem eru á sama bókunarnúmeri þ.e.a.s. ef annar aðili veikist þá er ofangreindur kostnaður; hótel og heimflug hluti af tryggingunni.
  • Ef veikindi koma upp þarf að greiða 100 evrur í sjálfsábyrgð. 
Hér er slóð á síðu heilbrigðisyfirvalda Andalúsíu þar sem fjallað er nánar um trygginguna.:
https://www.andalucia.org/en/travel-assistance-insurance

Fyrir utan þessa tryggingu þá þurfa farþegar að setja sig í samband við tryggingarfélag/kortafyrirtæki viðkomandi varðandi annan kostnað sem gæti fallið á farþega vegna COVID smita eða einangrun þ.e.a.s.  ef viðkomandi þarf að vera lengur en þær tvær vikur sem trygging Andalúsíu tekur yfir á Spáni, vinnutap á Íslandi og svo framvegis.

Farastjórar GolfSögu aðstoða farþega við að afla sér PCR eða annara prófa sem íslensk stjórnvöld koma til með að krefja komufarþega til Keflavíkur við heimkomu.

GolfSaga og Aventura Ferðaskrifstofa í samstarfi við sína birgja, hótel, golfvelli, flugfélag og rútufyrirtæki hafa tekið allar þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er til að tryggja öryggi okkar farþega.
Þegar ferð er hafin þá eru farþegar á eigin ábyrgð hvað COVID tengdar sýkingar, einangrun og annað COVID tengt varðar.
Farþegar hafa tök á að skrá sig fyrir ofangreindri tryggingu á vegum heilbrigðisyfirvalda í Andalúsíu sem og að afla sér upplýsingar um persónulegar ferðatryggingar.


Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins. 

Nánari upplýsingar varðandi kröfur til ferðalaga á Spáni.

UPPLÝSINGAR UM FERÐALÖG Á COVID TÍMUM