Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Ferðaskilmálar fyrir golfferðir vegna Covid-19 og almennar upplýsingar

 

Ferðaskilmálar vegna Covid-19

  1. Staðfestingargjald er 20.000 krónur á mann og greiðist við bókun. Gengið skal frá lokagreiðslu 7 vikum fyrir brottför. 
  2. Ferðaskrifstofan er í fullum rétti til að aflýsa ferð ef ástand vegna Covid-19 versnar á Íslandi eða í Cadiz héraði frá því að ferð er auglýst og fram að brottför. Viðmið er að nýgengi í innanlandssmitum verði undir 10 bæði hér á Íslandi og í Cadiz héraði viku fyrir brottför. Full endurgreiðsla kemur til ef ferð verður aflýst.
 

Almennar upplýsingar til farþega okkar í Cadiz héraði.

Ef farið er inn á covid.is má finna þessa síðu https://www.covid.is/undirflokkar/ferdir-til-utlanda sem fjallar um ferðalög til útlanda. Endilega lesið ítarlega þessa síðu áður en einhverjar ákvarðanir eru teknar um ferðalag.

Stutt samantekt
  • Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að ferðast ekki til útlanda.
  • Grímuskylda er alltaf um borð í flugvélum Icelandair á leiðinni út og heim. Einungis er boðið upp á vatn um borð á meðan flogið er.
  • Eins og reglur eru núna þarf að fara í sóttkví í 14 daga eða skimun + sóttkví + skimun eftir 5 daga þegar heim er komið.
  • Það er grímuskylda á flugvellinum í Jerez og við förum beint upp í sótthreinsaðar rútur og inn á hótelin.

Hótelin okkar, Barcelo Costa Ballena, Barcelo Montecastillo og Iberostar Novo Sancti Petri bjóða upp á mikið öryggi í covidvörnum.
Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Iberostar Royal Andalus.
Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Barceclo hótelunum.

Almennir skilmálar Aventura