Ferðaskilmálar fyrir golfferðir vegna Covid-19 og almennar upplýsingar :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Ferðaskilmálar fyrir golfferðir vegna Covid-19 og almennar upplýsingar

 

Ferðaskilmálar vegna Covid-19

  1. Staðfestingargjald er 10.000 krónur á mann og greiðist við bókun. Gengið skal frá lokagreiðslu 8 dögum fyrir brottför. 
  2. Staðfestingargjald er óafturkræft nema farþegar fái Covid-19 eða eru sendir í sóttkví. Þegar ferð er fullgreidd er hún óafturkræf nema farþegar fái Covid-19 eða eru sendir í sóttkví. Fái farþegi Covid-19 fyrir brottför þarf að skila inn læknisvottorði fyrir endurgreiðslu. Endurgreiðslur eiga einnig við ferðafélaga í sömu bókun. Ef ferðaskrifstofan aflýsir ferðinni sbr. lið 3 hér fyrir neðan, þá er um fulla endurgreiðslu að ræða. 
  3. Ferðaskrifstofan er í fullum rétti til að aflýsa ferð ef ástand vegna Covid-19 versnar á Íslandi eða í Cadiz héraði frá því að ferð er auglýst og fram að brottför. Viðmið er að nýgengi í innanlandssmitum verði undir 10 bæði hér á Íslandi og í Cadiz héraði viku fyrir brottför. Full endurgreiðsla kemur til ef ferð verður aflýst.
  4. Við innritun verða allir farþega hitamældir til að tryggja öryggi farþega í fluginu. Vélin verður sótthreinsuð fyrir og eftir flug og áhöfn og farþegar bera grímur alla ferðina. Ef farþegi eða ferðafélagi í bókun greinist með Covid-19 fyrir brottför, er sendur í sóttkví eða mælist með hita á brottfarardegi fær viðkomandi fulla endurgreiðslu á ferðinni.
 

Almennar upplýsingar til farþega okkar í Cadiz héraði.

Ef farið er inn á covid.is má finna þessa síðu https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit sem fjallar um ferðalög til útlanda. Endilega lesið ítarlega þessa síðu áður en einhverjar ákvarðanir eru teknar um ferðalag.

Stutt samantekt
  • Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að ferðast ekki til útlanda.
  • Grímuskylda er alltaf um borð í flugvélum Icelandair á leiðinni út og heim. Einungis er boðið upp á vatn um borð á meðan flogið er.
  • Eins og reglur eru núna þarf að fara í sóttkví í 14 daga eða skimun + sóttkví + skimun eftir 5 daga þegar heim er komið.
  • Þegar við lendum á alþjóða flugvellinum í Jerez verður það líklega eina vélin sem lendir á vellinum klukkutímunum fyrir lendingu. Það er grímuskylda á flugvellinum og við förum beint upp í sótthreinsaðar rútur og inn á hótelin.

Hótelin okkar, Barcelo Costa Ballena, Barcelo Montecastillo og Iberostar Novo Sancti Petri bjóða upp á mikið öryggi í covidvörnum í þessum ferðum eins og þau hafa reyndar gert í allt sumar. Hótelin selja aðeins 60% af herbergum sem eru almennt í boði sem auðveldar þeim á allan hátt að sinna sóttvarnarskyldum eins vel og mögulegt er. Við sendum frá okkur frekari upplýsingar um vinnuaðferðir hótelana á næstu dögum en við hjá GolfSaga erum sannfærð um ágæti þeirra og treystum þeim vel að passa upp á öryggi farþega okkar.
Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Iberostar Royal Andalus.
Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Barceclo hótelunum.

Smit í Cadiz héraði
Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er Cadiz hérað þekktur sumardvalastaður fyrir Spánverja. Heimamenn streyma þangað niður eftir í júlí og ágúst í sumarhúsin sín og á hótelin til þess að njóta bestu stranda í Evrópu. Það hefur gengið vel í sumar að hafa stjórn á veirunni en fjöldi tilfella hækkaði þó talsvert undir lok ágústmánaðar. Við erum samt að tala um allt aðrar og betri tölur heldur en í borgum mið- og norður Spánar. Og nú þegar allir eru komnir til síns heima lítur út fyrir að þeir nái svipuðum árangri og við Íslendingar við að hefta útbreiðslu veirunar. Hér er að neðan er linkur inn á heimasíðu Andalúsíu fylkisins og þar getið þið séð tíðni smita í Cadiz héraði frá degi til dags en héraðið er 4 sinnum fjölmennara svæði en Ísland.
Þar fyrir utan, þá verðum við í sérstaklega einangruðu umhverfi þar sem hótelin og golfvellirnir eru.
http://www.juntadeandalucia.es/institutodeestadisticaycartografia/salud/COVID19.html