Useful Information Berlin

Useful Information Berlin


Fyrir komuna til Berlin

Fyrir komu til Þýskalands þurfa farþegar að útfylla rafrænt Covid form minna en 48 tímum fyrir brottför á síðunni Digital Registration on Entry  í framhaldi fá farþegar QR kóða sem þeir sýna við komu á áfangastað.
Á hóteli gæti þurft að sýna bólusetningarvottorð, sé það ekki til staðar þarf að framvísa vottorði um neikvætt PCR próf. Almennar sóttvarnir gilda á hótelunum. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla.

Kröfur sem þarf að uppfylla við komu til Póllands auk þess að útfylla rafrænt Covid – form heilbrigðisyfirvalda eru þær að sýna þarf eitthvað að eftirfarandi við komu til landsins: 
  • Gilt EU bólusetningarvottorð með QR kóða að minnsta kosti 14 daga gamalt. Aðgengilegt á vefnum Heilsuvera.is 
  • Neikvætt PCR próf ekki eldra en 72 tíma. 
  • Vottorð vegna fyrri sýkingar sem sýnir jákvæða niðurstöðu Covid -19, má ekki vera eldra en 180 daga gamalt. 

Það þarf að hafa bólusetningarvottorð útprentað til að sýna víða um borgina, eins og á veitingastöðum, söfnum og á öðrum stöðum þar sem fjölmenni er.

Grímuskylda er innandyra og á fjölmennum stöðum utandyra þar sem ekki er hægt að viðhalda 1 metra reglu. Hafið alltaf grímu með í för. Ef farþegi fer að finna fyrir einkennum (hósta, nefrensli, særindi í hálsi eða hita) eða grunur kviknar að smit hafi komið upp er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Neyðarsímann 116 117.

Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.
 

Fyrir komuna til Íslands

Allir farþegar þurfa að forskrá sig á síðunni Heimakoma
 
 Kynnið ykkur reglur íslenskra yfirvalda vel hér fyrir komuna til Íslands. https://heimkoma.covid.is/  
 

Að auki:

 
► Allir farþegar, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki, þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en haldið er í flug til Íslands.  Vottorðið má ekki vera eldra en 72 klst. Fyrir bólusetta er nóg að skila neikvæðu hraðprófi. 
► Farþegar framvísa gildu vottorði um fulla 
bólusetningu eða fyrri sýkingu. 
► Óbólusettir farþegar og þeir sem eru ekki með vottorð um fyrri sýkingu þurfa að undirgangast 2 skimanir við heimkomu með 5 daga sóttkví á milli skimana. 
Ferðamenn (þ.m.t. börn fædd 2005-2015) sem eru íslenskir ríkisborgarar, búsettir eða með tengslanet á Íslandi skulu undirgangast COVID-19 próf við komuna á næstu tveimur dögum frá komu til landsins. Hægt er að fá sýnatöku í Keflavík við komuna. 
 

Börn fædd 2016 og síðar 

 
► Þarf ekki að forskrá 

► 
Þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðprófi við komuna 

Þurfa ekki að undirgangast sýnatölu vegna 
ferðalags 
► Þurfa að fara í sóttkví ef forráðamaður/fullorðinn ferðafélagi þarf að fara í sóttkví en annars ekki. 
 
 
 

Börn fædd 2005-2015 

 
► Þarf að forskrá 

► 
Þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR- eða 
hraðprófi við komuna 

Þurfa að undirgangast sýnatölu vegna ferðalags 

► Þurfa að fara í sóttkví ef forráðamaður/fullorðinn ferðafélagi þarf að fara í sóttkví en annars ekki. 
 

Innritun

Innritunarferlið hjá Play fer í gegnum heimasíðu þeirra og fá farþegar sendar upplýsingar frá Play varðandi innritunarferlið en búa þarf til aðgang á MyPlay og skrá sig inn en innritunarkerfið er mjög einfalt og innritun ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur. Það þarf að nota bókunarnúmerið sem Play sendir til að innrita sig.
Netinnritun opnar 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus. Ef þú vilt getur þú valið að kaupa þér það sæti sem þú vilt fyrir netinnritun með því að hafa samband við Aventura. Þegar þú hefur innritað þig á netinu færð þú brottfararspjaldið sent á netfangið þitt.
Þú getur notað símann þinn til að skanna brottfararspjaldið við hliðið. Þetta er þinn farmiði inn í flugvélina. Hann sýnir þér áætlaðan brottfarartíma, hvenær brottfararhlið opnar, upplýsingar um númer hliðs ef það er staðfest þegar þú klárar innritun, nafnið þitt og aðrar ferðaupplýsingar sem þú þarft að hafa. Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðslu Play til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.
Athugið að miðar eru hvorki endurgreiddir né fæst þeim breytt ef farþegi missir af flugi.

Innritunarferlið há EasyJet. Best er að innrita sig í flugið fyrir brottför á heimasíðu flugfélagsins og opnar innritun 48 tímum fyrir brottför. Innritun á heimasíðu flugfélagsins EasyJet  og fer fram á  „Check-in Online”,  er sá möguleiki valinn til að komast inn í bókun. Þar þarf að fylla inn bókunarnúmer og eftirnafn til að komast inn í bókunina.

Flugið tekur um það bil 3 og hálfa klukkustund og er flugvöllurinn í ca 40 mín akstursfjarlægð frá hóteli/miðbæ.
 
Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll. 

Vegabréf

Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og gildistíminn þarf að vera a.m.k 90 daga umfram ferðatímabil þitt. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. 

Farangur og farangursheimild


Farangursheimild er 20kg innrituð taska ásamt veski eða bakpoka sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x30x20cm). Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. 

Um borð

Grímuskylda er um borð og þurfa farþegar að koma með sínar eigin grímur.  
Ferðatakmarkanir yfirvalda breytast hratt þessi misserin. Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um þær takmarkanir og sóttvarnarkröfur sem gilda á þeirra áfangastað, áður en lagt er af stað í ferðalagið. 

Berlin

Allir sem heimsækja Berlin heillast af borginni, þetta gestrisin og snyrtileg borg sem tekur vel á móti þér. Þig langar ekki til að yfirgefa hana og þegar þú gerir það langar þig strax þangað aftur. Berlín er borg andstæðnanna, þar sem fléttast saman glamúr, glæsileika og gróskumikilli nýsköpun sem endurspeglast í framsækinni byggingarlist,  dásamlegri matargerð, ævintýralegu skemmtanalífi og sögunni sem hér drýpur af hverju strái. Berlín er borg mikillar sorgarsögu og því með mikið aðdráttarafl. Hin ríka menningararfleifð Berlínar finnst í mörgum sögulegum minnisvörðum og söfnum.
umarfrí í Berlín eru full af skemmtilegum uppákomum, þú getur notið dásamlega fallegu garðanna, blómabreiðanna, tjarnanna, vatnanna eða setið úti á notalegu sumarkaffihúsi. Á veturna er borgin stórkostleg með háværum jólamarkaði og litríkum görðum. Þú getur verið viss um að ferð til Berlínar skilur eftir sig ógleymanlegar minningar fyrir jafnt unga sem aldna.


Í Berlín eru fjölmargir staðir sem er nauðsynlegt að heimsækja þar sem borgin hefur langa og merka sögu. Þrátt fyrir tvær hræðilegar heimsstyrjaldir hefur borgin varðveitt marga sögulega staði. Hvort sem þú hefur áhuga á sögu, list eða menningu er af nógu að taka í Berlín. Safnið við Checkpoint Charlie, sem var aðalhliðið á Berlínarmúrnum, má enginn láta fram hjá sér fara frekar en minnisvarðann um Helförina við Brandenburgarhliðið og þinghúsið. Þú getur fræðst um sögu Berlínarmúrsins á Bernauer-stræti sem nú samanstendur af söfnum og leifum múrsins. Á safninu eru myndir, persónulegar sögur af fólki sem lifði af, sjónarvottum atburða. Aðgangur er ókeypis, það er innritunarborð á efstu hæð. Múrinn er óaðskiljanlegur hluti af sögu Berlínar. Ljóst er að heimsókn á safnið mun ekki leiða af sér unaðstilfinningar heldur þvert á móti mun hún henda þér á kaf í andrúmsloft þessara
hræðilegu atburða.


Ef það stendur til að versla í Berlín þarf að hafa það í huga að þar eru verslanir lokaðar á sunnudögum, m.a.s. matvörubúðir. Aðra daga eru flestar búðir opnar frá kl. tíu á morgnana til átta á kvöldin, sumar eru opnaðar einni klukkustund fyrr á morgnana. Á aðventunni eru verslunarmiðstöðvar opnar til kl. tíu á kvöldin.

Ef að þú vilt upplifa sögulega staði, skemmtilega menningu, prófa hefðbundna þýska matargerðalist eða heimsækja þann dýragarð sem hefur flest dýr í heiminum þá er Berlin staðurin fyrir þig !