Töfrar Tyrklands. 30. september - 8. október
20 kg taska innifalin
Komdu með í töfrandi ferð til Tyrklands í haust. Flogið er til Antalya á suður strönd Tyrklands.
Antalya er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Tyrklandi þar sem yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja svæðið ár hvert. Antalya er 8. stærsta borgin í Tyrklandi og er íbúafjöldinn um 1.2 milljón. Borgin á sér langa sögu og eru rústir Rómverja vel sýnilegar í gamla bænum. Borgin sem fyrst hét Attaleia og var stofnuð árið 150 fyrir Krist af gríska konungsins Attalus II hefur einnig tilheyrt Rómverjum, Byzantine stórveldinu, Seljuc stórveldinu, Ottómönnum í yfir 500 ár, Ítölum eftir fyrri heimstyrjöldina og það var svo 1923 að borgin varð tyrknesk þegar Tyrkland öðlaðist sjálfstæði undir forystu Mustafa Kemal Ataturk, fyrsta forseta Tyrklands.
Í þessari stórfenglegu ferð verður farið til Pamukkale eða Bómullarkastalinn eins og þetta náttúrulega undur er kallað. Svæðið er þekkt fyrir kalksteinsmyndun sem hefur orðið til vegna jarðhita sem rennur niður hlíðarnar og skilur eftir sig steinefnaríkt set.
Sjón er sögu ríkari!
Fornleifaborgirnar Perge og Aspendos verða heimsóttar en Aspendos er þekkt fyrir ótrúlega vel varðveitt rómverskt leikhús, sem er frægt fyrir frábæran hljómburð og er enn notað fyrir tónleika og sýningar í dag.
Gist verður á lúxus 5 stjörnu lúxus hótelinu Royal Seginus þar sem allt er innifalið í mat og drykk
Royal Seginus er 5 stjörnu lúxus fjölskylduhótel. Hótelið, sem opnaði í maí 2017, er sannkölluð paradís fyrir þá sem það heimsækja og frábær viðbót við Lara svæðið. Hér er nóg að gera fyrir alla, unga sem aldna.
Herbergin eru 64m2 og eru því einstaklega rúmgóð. Herbergin eru smekklega innréttuð með stóru baðherbergi og stórum fataskáp/fataherbergi.
Heilsulindin á hótelinu er hin glæsilegasta og er meðal annars hægt að komast í tyrkneskt bað, gufubað og hvíldarherbergi, gegn vægu gjaldi er svo hægt að komast í alls kyns líkamsmeðferðir og nudd.
Aðalmatsalur hótelsins býður upp á einkar veglegt hlaðborð með tyrknesku og alþjóðlegu ívafi. Einnig er svokallað bistró, bakarí og snakkbar á hótelinu. Fyrir gjald, er svo hægt að borða kvöldverð á einhverjum af a la carte veitingastöðunum sem eru á hótelinu, en það sem er í boði er meðal annars, steikhús, ítalskur staður, tyrkneskur staður, sjávarréttastaður, mexíkóskur staður og sushi staður.
Einskaströnd hótelsins er í 250 metra fjarlægð frá hótelinu. Rútuferðir fara fram og tilbaka að ströndinni, þar eru sólbekkir, strandbar og bryggja með sólbaðsaðstöðu.
Mikið er um að vera á hótelinu, skemmtidagskrá í gangi allan daginn þar sem mikið er í boði eins og sundleikfimi, vatnapóló,borðtennis, boccia, stradblak, pílukast og fleira. Á kvöldin heldur skemmtunin áfram með skemmtiatriðum, sýningum og leikjum. Eftir skemmtidagskrána tekur svo næturklúbburinn við fyrir þá sem kjósa.
Flogið með Play frá Keflavík til Antalya. Um 20 mínútna akstur er á Lara svæðið þar sem hótelið er. Komið ykkur vel fyrir í herbergjunum og hittumst í matsalnum í kvöldverð klukkan 19:00.
Í dag verður farið í miðbæ Antalya. Þessi fallega borg, þar sem sagan hefur verið vel varðveitt meðan borgin hefur stækkað og dafnað. Við munum aka um borgina, stoppa í Kaleici sem er gamli bærinn og njóta þess að þræða þröng stræti í bænum og hlusta á fróðleik frá innfæddum leiðsögumanni. Hadrian’s Gate frá tímum Rómverja, Saat Kulesi (klukkuturninn) frá tímum Ottómanna og Cumhuriyet Square (Lýðveldistorgið) eru kennileiti sem við heimsækjum í þessari skemmtilegu ferð. Frjáls tími í lok ferðar en þá er tilvalið að skella sér á veitingastað við smábátahöfnina eða rölta um þennan fallega bæ, kaupa minjagripi og kynnast gestrisnum heimamönnum.
Frjáls dagur. Tilvalið að skella sér í Hammam eða tyrkneskt bað á hótelinu.
Ferð til Pamukkale
Eitt af þekktustu náttúruundrum Tyrklands er Pamukkale. Nafnið merkir bókstaflega „Bómullarkastali“ og lýsir þessu glitrandi hvítu undri sem hefur myndast af kalkríku heitu uppsprettuvatni. Vatnið hefur myndað hella, holur og ævintýraleg borðlík form úr kalksteini.
Vatnið er talið hafa lækningarmátt fyrir augu og húð og getur dregið úr einkennum astma, gigtar og húðsjúkdóma. Það er ógleymanleg upplifun að vaða um í hlýju vatninu á meðan maður horfir á fornleifar og súluleifar undir yfirborðinu.
Þó að böðin séu skemmtileg, má ekki missa af heimsókn í fornleifaborgina Hierapolis, þar sem má sjá:
- Leikhús
- Grafreit (Necropolis)
- Rómversk böð
- Verslunartorg (Agora)
Ferðin endar með akstri yfir Taurusfjöllin til baka til Antalya, þar sem hægt er að njóta stórkostlegs útsýnis yfir fjallaþorp og vatnasvæði á leiðinni.
Pamukkale, sem er staðsett 19 km norðan við Denizli, er fremsta heilsulind Tyrklands með steinefnaríku baðvatni – þekkt fyrir náttúrufegurð sína. Heitt, kalkríkt vatn sprettur upp úr jörðinni og rennur niður kletta. Þegar vatnið kólnar myndast hvítar kalksteinsþrepamyndanir (travertín) sem mynda náttúrulegar laugar.
Fornborgin Hierapolis
Í Hierapolis má finna víðfeðmar rústir af rómverskri heilsulindarborg, þar á meðal:
- Glæsilegt leikhús
- Stóran grafreit (necropolis)
- Súlnagötu
- Rómversk böð
- Fjölda annarra fornminja
Kleópötru-laugin – Valkvætt, hver greiðir aðgang fyrir sig
Forn sundlaug Pamukkale, sem dregur nafn sitt af Kleópötru, er frá rómverskum tíma og var andlegur miðpunktur borgarinnar Hierapolis. Þar má synda meðal fornra súluleifa sem liggja á botni laugarinnar.
Um ferðina
Í þessari ferð:
- Gengur þú með leiðsögumanni sem veitir ítarlegar upplýsingar um svæðið.
- Að gönguferð lokinni færðu ríflegan frítíma til að njóta þín í kalksteinslaugunum og skoða fornleifarnar að vild.
Perge & Aspendos
Þetta er ein besta fornleifasöguferðin sem hægt er að fara í frá Antalya, þar sem þú kynnist glæsilegri arfleifð klassíska tímabilsins.
Perge
- Stofnuð um 1200 f.Kr.
- Stærsta fornminjasvæði bæði frá hellenískum og rómverskum tíma
- Þar má sjá: rómversk böð, súlnagötu, verslunartorg (Agora), leikvang, og vatnsleiðslu
- Vel varðveitt og vel grafin upp
Aspendos
- Staðsett skammt frá aðalveginum milli Antalya og Alanya
- Leikhúsið var byggt á 2. öld e.Kr., með sæti fyrir yfir 17.000 manns
- Talið best varðveitta rómverska leikhús í heimi
- Enn í notkun í dag fyrir tónleika, ballett og hátíðir
Side
- Forn sjóborg Pamfýlíu, mikilvægur viðskiptamiðstöð í fornöld
- Í dag vinsæll ferðamannastaður með:
- Tvær sandstrendur
- Verslanir meðfram fornri götu
- Leikhús, verslunartorg, forn höfn og fornleifasafn
Manavgat-fossinn
- Staðsettur 3 km norðan við Manavgat, nálægt Side
- Vatnið fellur með miklum krafti yfir breitt svæði frá lítilli hæð
- Best séð ofan frá – frábært tækifæri til að njóta náttúrunnar og fá sér hressingu
Þetta er þríhyrningsferð sem sameinar sögu, menningu og náttúrufegurð – og endar með afslöppun við fossinn.
Ormana þorpsferð og Altınbeşik hellirinn
Leggðu af stað í ógleymanlega ferð um stórbrotið landslag og ríka menningararfleifð með dagsferð til Altınbeşik-hellisins og Ormana-þorpsins. Þetta heilsdagsævintýri býður upp á einstaka upplifun sem sameinar náttúru, sögu og menningu.
- Dástu að stórkostlegu útsýni yfir Græna gljúfrið (Green Canyon), þar sem landslagið nær allt að 1000 metra hæð.
- Njóttu te pásu í fræga Ürünlü-þorpinu, sem er þekkt fyrir hnappasteinhúsin sín og bætir einstökum sjarma við ferðina.
- Undirbúðu þig fyrir að verða heillaður af Altınbeşik-hellinum, einnig kallaður „Gyllti vögguhellirinn“.
- Kannaðu neðanjarðarvatnið og dástu að einstökum náttúrumyndunum á 20 mínútna bátsferð inni í hellinum.
Heimferð, flogið með Play frá Antalya til Keflavíkur
Antalya - Tyrkneska rivíeran
Tyrkir eru vel þekktir fyrir einstaka gestrisni, góða þjónustu og ekki síst góðan mat. Antalya borg er gaman að heimsækja en hún er aðeins í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Lara svæðinu, þar er hægt að kynnast heimamönnum með því að rölta um gamla bæinn og basarinn og fá sér tyrkneskt te hjá teppasölumanninum.
Í skjóli Taurus fjallgarðsins er þessi fallega borg varin norðanvindum og er því einstaklega veðursælt á svæðinu.
Í Antalya er helst ræktaðir sítrusávextir, ólífur, bómull og bananar.
Kaleici sem er gamli bærinn, hefur einstakan sjarma, þröng stræti sem liggja að smábátahöfninni og gamlar byggingar setja svip sinn á bæinn. Fyrir ofan smábátahöfnina er svo aðaltorg borgarinnar Cumhuriyet Square, á íslensku lýðveldistorgið, þar sem gamli bærinn mætir nýja bænum en borgin er byggð umhverfis gamla bæinn Kaleici. Leifar frá Ottómönnum, Seljúkum og Bizantinum má víða finna í Kaleici, ásamt grískum arkitektúr frá fornum tíma en 5 grískar rétttrúnaðarkirkjur eru í Kaleici.
Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu








