Skoðunarferðir í Pula
Skoðunarferðir
í Pula
BÆJIR Á HÆÐUM ISTRÍU ❯
Sunnudagur, 17, 24/09, 01/10
BRAGÐ AF ISTRIU | Hálfur dagur ❯
Þriðjudagur 19, 26/09, 03/10
RÓMVERSKA PULA | Hálfur dagur ❯
Mánudagur 18, 25/09, 02/10
VENICE * ❯
Miðvikudagur, 20, 27/09, 30/09
FISKI LAUTARFERÐ | Heill dagur ❯
Frábær leið til að sjá hrikalegu strandlengju Króatíu!
BRAGÐ AF ISTRIU
Föstudagur 21. júní
Þessi einstaka ferð byrjar í bænum Rovinj. Skemmtilegur bær sem er fullur af töfrum Istriu. Vertu með okkur í gönguferð um þessa perlu sem er falin á vesturströnd Adríahafs. Rovinij er staðsett meðfram strandlengju Istria og er sannkallaður gimsteinn Adríahafsins. Með sínum heillandi miðaldra götum og miðjarðahafs sjarma, er engin furða að Rovinj sé talinn einn mest hrífandi bær á svæðinu.
Göngurferðin okkar er með leiðsögn þar sem við munum leiða þig í gegnum sögulega hjarta Rovinj, þar sem þú munt uppgötva miðalda arkitektúr og listrænar götur. Skoðaðu fallega miðbæjartorgið og gefðu þér tíma til að heimsækja fjölmörg listasöfn bæjarins. Rovinj veitir innsýn inn í liðna tíma, þar sem fortíðin blandast óaðfinnanlega við nútímann. Hvort sem þú ert að leitast eftir sögu, menningu eða einfaldlega ánægjunni af því að ráfa um heillandi götu, þá býður Rovinj upp á allt.
Eftir Rovinj keyrum við til Kukurini þorpsins. Þar munum við heimsækja fjölskyldu sem eru vín- og ólífuolíuframleiðendur. Í vínkjallara þeirra fáum við tækifæri til að smakka ekki eingöngu vín frá svæðinu heldur einnig ólífuolíu og aðrar vörur sem svæðið hefur upp á að bjóða. Við munum smakka vín eins og Malvazija, Merlot og Cabernet Sauvignon. Öll borin fram með dæmigerðum vindþurrkuðum hráskinkun og ostum frá svæðinu sem munu hjálpa þér að upplifa matarmenningu Istria. Smökkuninni lýkur með heimabökuðum eftirréttum og fræga sætvíninu Muskat. Í lokin mun Bachac fjölskyldan bjóða upp á nokkur af bestu koníakum sínum eins og Biska, Medica eða Teranino.
Vertu með okkur að upplifa það besta úr þessu fallega héraði.
Ferðaáætlun (með fyrirvara um breytingar):
Innifalið í ferðinni:
Lágmarksþátttaka 20 manns
FENEYJAR
Þriðjudagur, 4. 11, 18. 25. júní
Töfrandi fljótandi borg sem við þráum að heimsækja nánast allt líf okkar sem þarf enga kynningu! Skemmtileg sigling (sirka 3klst ) fer með þig til eins fallegasta og rómantískasta bæjar heims – Feneyja, borg sem maður verður að sjá til þess að trúa. Við komuna til Feneyja höldum við áfram á Markúsartorgið, yfir Akademíubrúna og fleiri staði á meðan við dáumst að endurreisnararkitektúr borgarinnar og sögulegum byggingum, sem hver og ein sér um sína sögu. Eftir það kemur tími til að skoða borgina á ykkar hraða áður en siglt er til baka kl. 17:50.
Ferðaáætlun (með fyrirvara um breytingar):
Innifalið:
Lágmarksþátttaka 20 manns
SIGLING MEÐ MAT OG DRYKK
Laugardagur 8. 22. júní
Frábær leið til að sjá strandlengju Króatíu!
Við munum sýna þér flottustu strendur, kletta, hella og eyjar í suðurhluta Istríu. Þar sem hægt er að synda, kafa, stökkva frá klettunum og slaka á. Einnig munum við njóta matar sem er frá svæðinu og er sérstaklega útbúinn fyrir þig um borð. Frábær hálfs dags ferð sem er kærkomin viðbót við fríið þitt. Það eina sem þú þarft að hafa meðferðis í þessa ferð er strandbúnaður.
Ferðin hefst kl.12:00 frá Port Bunarina. Við förum um þrjár eyjar: Fratarski eyjuna, Little og Stóru Frasker eyjuna. Eyjan Frasker er óbyggð eyja sem er sérstök fyrir sína fjóru hella. Áður en við siglum út að opið hafið, sjáum við útsýni yfir Banjole og Red Cliffs.
Við munum heimsækja verndarlandslag Kamenjak í Premantura og þar munum við taka okkur pásu í einum af þeirra sérstöku flóum. Þar munum við útbúa fínan hádegismat fyrir þig á meðan þú nýtur þess að synda og skoða um. Flóarnir eru fullir af kristal bláum sjó og ríkum sjávarheimi.
Eftir hádegismatinn förum við í annað stopp okkar – Kamenjak hellinn, þar sem þú getur snorklað, hoppað af klettunum eða bara verið afslappaður á bátnum og drukkið bjór. Eftir skemmtilegan eftirmiðdag er síðasta stoppið okkar útsýnið yfir gamla vitann Porera.
Innifalið:
Lágmarksþátttaka 10 manns
Hámarksþátttaka 25 manns