Sigling og hjól í Króatíu.8.5 – 19.5.2025. Fararstjóri Þóra Katrín
Sigling og hjól í Króatíu.8.5 – 19.5.2025. Fararstjóri Þóra Katrín

Sigling og hjól í Króatíu 8.5 – 19.5.2025

Glæsileg ferð þar sem bæði er siglt um fallegt Adríahafið og hjólað í einstakri náttúrufegurð um eyjar Króatíu. Einstök ferð sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Upplifðu Króatíu eins og hún gerist best. Ferðin byrjar á því að gist verður í Split í 2 nætur áður en haldið er um borð í snekkjuna Seagull sem er glæsileg með loftkældri borðstofu með bar og sólpalli með bekkjum. Siglt verður frá 10.5 – 17.5. Síðustu 2 næturnar er dvalið í Split.

Hótel

Gist verður á Art Hotel í Split fyrir og eftir siglingu, hótelið er 4 stjörnu og einkar huggulegt, á þaki hótelsins er sundlaug og aðstaða til sólbaða með glæsilegu útsýni yfir borgina.

Fararstjóri ferðarinnar er Þóra Katrín Gunnarsdóttir

Þóra Katrín Gunnarsdóttir

Þóra Katrín Gunnarsdóttir hefur starfað sem fararstjóri víða um heim en mest þó á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil. Hún vinnur í dag sem leiðsögumaður og hefur einnig starfað sem hjólaþjálfari í mörg ár og er einn af eigendum Hjólaskólans. Þóra Katrín veit fátt skemmtilegra en að ferðast um á hjólinu í góðum félagsskap og búa til skemmtilegar minningar.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

  Flogið með Play til Split, áætlaður lendingartími klukkan 16:20.

  Haldið á Hotel Art í Split þar sem dvalið verður fyrstu 2 næturnar áður en haldið er af stað í siglingu.

  Fararstjóri fer með rútunni á hótelið og fer yfir dagskrána á leiðinni.

  Valkvæð skoðunarferð: Krka waterfalls frá Split

  Hópurinn sóttur á Hotel Art klukkan 11:30

  Brottför klukkan 13:00 frá bryggju og hádegisverður snæddur í beinu framhaldi á leið til eyjunnar Brac. Við komu til Supertar er hjólað veginn við sjávarsíðuna að norðurhluta Brac. Á leiðinni er farið framhjá sjávarþorpinu Splitska og Postira og komið í eina fallegustu litlu byggð í Evrópu, Pucisca. Frjáls eftirmiðdagur í þessu heillandi þorpi sem er vel þekkt fyrir falleg steinhús. Gist í Pucisca.

Split – Supetar – Pucisca
Erfiðleikastig 2 (25 km)

  Morgunverður snæddur um borð og haldið er í átt að Hvar, lengstu króatísku eyjunni, með útsýni yfir Boikovo fjall.

  Byrjunarreitur dagsins er lítill fagur flói, Pokrivenik. Byrjað á að hjóla upp í móti að hæsta punkti leiðarinnar og í framhaldi niður að austurhluta Hvar, Sucuraj, þar sem snekkjan bíður.

  Eftir hádegismat um borð er siglt að næst stærsta skaga Króatíu, Peljesac, ásamt Lovista eða Kuciste sem eru huggulegir bæir og gist yfir nóttina.

  Valkvætt, kvöldverður að hætti skipstjórans

Pucisca – Pokrivenik/Jelsa – Sucuraj – Lovista/Kuciste
Erfiðleikastig 3 (32 km)

  Skemmtilegur dagur í vændum þar sem hjólað er í gegnum vínekrur.

  Eftir morgunverð er byrjað að hjóla til Orebic, borgar sjómanna og skipstjóra. Fyrstu kílómetrarnir eru upp í móti en við tekur leið niður á við með fallegu útsýni yfir Korcula eyjaklasann. Eftir það er hjólað upp í móti þangað sem úrval króatískra vína eru framleidd. Farið í gegnum Dingac göngin að suðurhluta Peljesac og hjólað í gegnum vínekrur til Trstenik þar sem gist er um nóttina.

Kuciste – Trstenik
Erfiðleikastig 4 (30 km)

  Siglt frá Trstenik til Mljet á morgunverði stendur. Mljet er einnig þekkt sem Honey Island. Mljet þjóðgarðurinn er á fallegu svæði með einstökum sjarma þar sem 2 saltvatnsvötn eru, fallegur gróður og hrífandi strandlengja, klettar og hæðir.

  Hjólað er í kringum saltvatnið þar sem er önnur eyja með Benedictine klaustrinu frá 12 öld. Hressing við saltvatnið og farið aftur um borð í hádegisverð.

  Siglt til Korkula, frjáls eftirmiðdagur þar sem tilvalið er að skoða bæinn Marco Polo, gist í Korula.

Trstenik – Mljet – Korcula
Erfiðleikastig 1 (18 km)

  Eftir morgunverð er haldið í lengsta hjólatúr ferðarinnar, í gegnum eyjuna Korcula. Hjólað upp í móti til Zrnovo og því næst að elstu byggð eyjunnar, Pupnat, sem er hæsti punktur túrsins.

  Hjólað niður í móti yfir á suðurhluta eyjunnar á milli fallegra flóa. Áfram er haldið í gegnum ólífulundir og víngarða. Stoppað á heillandi stað, Smokvica á leiðinni. Haldið að sjónum, stoppað á fallegri falinni steinaströnd á leiðinni. Haldið áfram á útsýnisstað yfir Blato og endað í Vela Luka. Kvölverður um borð og dvalið í Vela Luka yfir nóttina.

  Siglt til Korkula, frjáls eftirmiðdagur þar sem tilvalið er að skoða bæinn Marco Polo, gist í Korula.

Korcula – Vela Luka
Erfiðleikastig 4 (55 km)

  Snemma morguns er siglt frá Vela Luka til Hvar þar sem morgunverður er snæddur. Stutt útsýnisferð um Hvar sem er ævintýraleg borg með sinni fallegu nátturu. Hjólað frá Hvar að hinum enda eyjunnar, Stari Grad. Hjólað framhjá lavender plöntum og fallegs útsýnis yfir á hinar eyjurnar og meginlandið notið. Hádegisverður um borð. Hjólað aftur í eftirmiðdaginn að Jelsa og Vrboska, í gegnum Stari Grad Plain.

  Gist í Stari Grad

Vela Luka – Hvar – Stari Grad
Erfiðleikastig 3 (23 km) eða 1 (22 km)

  Síðasti hjóladagurinn byrjar með siglingu frá Stari Grad til eyjunnar Solta. Eftir morgunverð er hjólað frá Stomorska að hæsta punkti eyjunnar Gornje Selo, þar sem stórfenglegs útsýnis er notið. Haldið áfram til Maslinica á vestur hluta eyjunnar. Stutt pása og haldið aftur til Stomorska. Hádegisverður um borð og siglt til Split, frjáls eftirmiðdagur í Split þar sem er gist um nóttina.

Stari Grad – Stomorska – Split
Erfiðleikastig 2 (36 km)

  Dagurinn byrjar á morgunverði, farþegar fara frá snekkjunni klukkan 09:00 og þá er haldið á Hotel Art þar sem er dvalið síðustu 2 næturnar.

  Frjáls dagur

  Heimferð, það þarf að skrá sig út af hóteli kl 11:00. Farið verður á flugvöll um kl 15:30, nánar auglýst síðar.

  Flogið með Play, áætlaður brottfarartími 18:30.

Innifalið
  Akstur til og frá flugvelli og til og frá höfn
  Gisting með morgunverði á Hotel Art í 2 nætur fyrir siglingu og 2 nætur eftir siglingu
  7 nætur á snekkjunni Seagull með starfsfólki
  Klefi með loftkælingu, öryggishólfi, hárþurrku, fataskáp og baðherbergi.
  Morgunverður um borð í Seagull
  Hádegis- eða kvöldverður (fer eftir hjólaleið)
  Drykkur við komu í Seagull
  Kvöldverður að hætti skipstjórans í Seagull
  Vín og ólífusmökkun um borð í Seagull
  Kaffi eða te eftir hádegismat
  Dagleg þrif í Seagull
  Skipt um rúmföt og handklæði um miðbik ferðar í Seagull
  Þráðlaust net
  Sólpallur með bekkjum á Seagull
  Loftkæld borðstofa með bar og sjónvarpi á Seagull
  Innlendur hjóla leiðsögumaður
  Rafhjól
Ekki innifalið
  Aðgangur í National Park
  Drykkir frá bar í Seagull
  Ferðamannaskattur 60 EUR á mann fyrir Seagull
  Ferðamannaskattur fyrir Hotel Art
  Valkvæðar skoðunarferðir á meðan dvöl stendur
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr
  Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella ferðina niður náist ekki lágmarksþátttaka 26 manns