Sælkeraferð til Ítalíu með Berglindi

MATUR OG MENNING í Liguria með Berglindi Guðmunds. 4. – 11. maí 2025
MATUR OG MENNING í Liguria með Berglindi Guðmunds. 4. – 11. maí 2025

Glæsileg ferð til Liguria héraðs á Ítalíu – Ítalska Rivíeran í öllu sínu veldi!

Héraðið Liguria er þekkt fyrir ræktun á ólífum og olíu, héraðið teygir sig meðfram vesturströnd ítölsku rivíerunnar þar sem þekktir strandbæir eru.

Litríku sjávarþorpin 5 Cinque Terre, sem og stílhrein Portofino og Santa Margherita Ligure, eru á austurströndinni eða Riviera di Levante. Vesturströndin, Riviera di Ponente, er heimili Sanremo, sem er gamall dvalarstaður spilavíti og blómafylltri göngugötu.

Höfuðborg héraðsins er Genoa.

Gist verður í Chiavari sem eru huggulegur strandbær, dvalið verður á Stella del Mare

Fararstjóri ferðarinnar er Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir er matgæðingur mikill og sérlegur aðdáandi Ítalíu. Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða

Ferðatilhögun

4. maí 2025

Flogið frá Keflavík til Milanó með Icelandair

11. maí 2025

Flogið Mílanó til Keflavíkur með Icelandair

Innifalið
  Flug með 23 kg tösku
  Gisting í 7 nætur á Hotel Stella del Mare með morgunverði
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Enskumælandi fararstjórn í ferðum
  Akstur til og frá flugvelli og í ferðir
  Móttökudrykkur á hóteli
  Ein fjögurra rétta þjóðleg kvöldmáltíð að hætti Ítala,án drykkja
  Sex þriggja rétta kvöldmáltíð, án drykkja
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
Dagskrá
Dagskrá

  Koma til Mílanó, farið í rútu til Chiavari á Hotel Stella del Mare

  Farið í rútu til Sestri Levante þar sem rölt er um og þessi litli fallegi bær skoðaður. Farið verður á spennandi matreiðslunámskeið, þar sem lært verður að útbúa hið hefðbundna Ligurian Pesto, þar sem staðbundin hráefni eru notuð; basil, ólífuolía, furuhnetur og pecorino ostur. Eftir eldamennskuna verður gómsætur pastaréttur snæddur. Þátttakendur fá sitt pestó með sér sem minjagrip um þennan frábæra dag.

  Seinni partinn verður vínekra heimsótt þar sem verður vínsmökkun með 3 mismunandi vínum.

  Farið með lest frá Chiavari til Santa Margherita Ligure. Farið í stutta bátsferð til Portofino, þar sem er ein fallegasta höfn Miðjarðarhafsins. Búðu þig undir óviðjafnanlega fegurð þessara fræga bæjar. Litríkir fiskibátar og lúxus snekkjur liggja hlið við hlið við höfnina á þessum rómantíska bæ. Huggulegir litlir veitingastaðir og kaffihús eru á hverju strái, tilvalið að tylla sér og njóta einstaks andrúmslofts og fylgjast með mannlífinu.

  Farið til tilbaka til Santa Margherita með bát, rölt um höfnina og á göngugötunni í þessum fallega bæ. Farið tilbaka með lest til Chiavari.
Frábær dagur í fallegu umhverfi.

  Frjáls dagur, tilvalinn til að kynnast fallega Chiavari betur.

   Cinque Terre, þorpin fimm, skoðuð í lestarferð. Frá Levanto til Manarola og Riomaggiore í lest. Drekktu í þig fegurð þessara þorpa, hefðbundin hús við rætur hátta kletta. Frá Riomaggiore, er tekinn bátur til Monterosso, þetta fallega fyrrum fiskimannaþorp býður upp á fallega sandströnd þar sem tilvalið er að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Farið tilbaka seinni partinn.

   Heimsókn til Genoa með Focaccia hádegispakka. Frægð Genoa tengist ekki einungis fallegri höfn heldur einnig fallegum byggingum, söfnum og höllum. Ólýsanleg fegurð Genoa er bæði stórfengleg og sérkennileg að sögn Richard Wagner sem skrifaði um borgina. Við höfnina Porto Antico er líflegt andrúmsloft og í gamla bæjarhlutanum eru þröng stræti þar sem rík saga er á hverju horni. Frjáls tími í eftirmiðdaginn.

   Fiskihátíð í Camogli heimsótt. Þessi vinsæli fiskihátíð hefur verið haldin í Camogli í yfir 50 ár. Bærinn verður undirlagður af matarbásum með ýmsu góðgæti, listamönnum og stórkostlegri skemmtun fyrir alla sem sækja hátíðina heim.

  Brottför frá hóteli og út á flugvöll í Milanó

ATH - Breytingar á dagskrá geta átt sér stað. Ef veðurskilyrði eru ekki góð, getur dagskrá breyst
Ekki innifalið
  Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli, 1.5 – 2 EUR á mann á dag
  Þjórfé
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.