Prag vor 2026

Prag - Beint flug – sumardaginn fyrsta. 23.april 2026 - 4 nætur
Prag - Beint flug – sumardaginn fyrsta. 23.april 2026 - 4 nætur
Flogið með Enterair
23. – 27. apríl 2026
Íslensk fararsjórn

Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.

SKEMMTILEGT AÐ GERA Í PRAG

  Ganga yfir Karlsbrúna sem er eitt aðaleinkenni Prag og dáðst að gamla bænum. Þetta er einn rómantískasti staðurinn í Prag og útsýnið yfir borgina er einstakt í ljósaskiptunum. Þetta er elsta brúin yfir Moldá og ein elsta steinbrú Evrópu. Brúin tengir miðbæinn við kastalahæðina.
  Skoðaðu ótal turna Prag sem taldir eru vera um þúsund í borginni og á hver og einn sína heillandi sögu.
  Kíktu á Stjörnuúrið við gamla ráðhúsið einnig þekkt sem Postulaklukkan, smíðað árið 1410 og eitt þekktasta stjörnuúr heims. Sjón er sögu ríkari.
  Skoðaðu Vítusarkirkjuna sem er hluti kastalasamstæðunnar, hún er stærsta kirkja landsins og í henni voru konungar Bæheims krýndir.

SKOÐUNARFERÐIR

Gönguferð um Prag
24. apríl
Gönguferð um Prag

Prag er ein fegursta borg heimsins og það er ómissandi að byrja ferðina með því að kynnast helstu perlum hennar og þeirri ótrúlegu sögu sem hún hefur að bjóða. Gengið frá Republiky torginu, þar framhjá Púðurturninum, að Wenceslas torgi og um gamla bæinn, skoðuð hin fræga stjörnufræðiklukkaog gyðingahverfið. Gengið að Karlsbrúnni þar sem ferðinni lýkur. Hér heyrir þú söguna eins og hún átti sér stað.

 3 KLST
 Íslensk fararstjórn
 Brottför klukkan 10:00 og 14:00
3.900 ISK
Verð á mann
Kutna Hora
25. apríl
Kutna Hora

Heimsókn til Kutna Hora er frábær upplifun en þessi miðaldarbær er á lista Heimsminjaskrár UNESCO. Kutna Hora er gamall silfurnámubær og þar er mikið að skoða, stórglæsilega Gothic St. Barbara Cathedra, The Cathedral of Assumption og Beinakirkjan Sedlec Ossuary verða heimsótt í þessari ferð.

 Heilsdagsferð
 Brottför 09:00
15.900 ISK
Verð á mann
Sigling á Moldá með hádegisverði
26. apríl
Sigling á Moldá með hádegisverði

Frábær valkostur til að skipta upp deginum. Sigling á Moldá þar sem þú sérð helstu kennileiti borgarinnar en frá einstöku sjónarhorni. Kastalinn í Prag, Karlsbrúin, Rudolfinum tónlistarhöllin, þjóðleikhúsið, Vysehrad virkið. Á meðan á siglingunni stendur nýtur þú hádegisverðar og einstaks útsýnis frá ánni og fegurstu bygginga borgarinnar.

 2 klst.
 Brottför frá bryggju nr 3 kl 12:00 (Gott að mæta 10 mínútum fyrr)
9.900 ISK
Verð á mann

Lágmarksþáttaka í skoðunarferðir er 20 manns.