We use cookies and other tracking technologies to improve your browsing experience on our website, to show you personalized content and targeted ads, to analyze our website traffic, and to understand where our visitors are coming from. By browsing our website, you consent to our use of cookies and other tracking technologies.

HEILSURÆKT HUGA, LÍKAMA OG SÁLAR. Með Unni Pálmarsdóttur á Kanarí  2. - 9. október 2024

Ferðin er 2. - 9. október 2024 til Kanarí – Maspalomas

Heilsurækt huga, líkama og sálar til Kanarí er endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur Pálmarsdóttir stýrir fjölbreyttri dagskrá sem inniheldur æfingaprógramm og fyrirlestra sem endurhlaða huga, líkama og sál.

Við förum morgungöngur meðfram ströndinni, Fusion Pilates, Fitness Yoga, dönsum og njótum. Einnig verður styrktarþjálfun í tækjasal, teygjur og fleira. Unnur verður með fyrirlestra sem fjalla um bætta lýðheilsu, markmiðasetningu, uppbyggingu sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, núllstilla hugann, minnka streituna og lifa í núinu.

Tilgangur er einnig að fræðast um bætt lífsgæði og stunda heilsurækt og líkamsrækt undir berum himni. Ferðin er upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu, núllstilla sig. Fyrirlestrar eru fræðandi og fjalla um bætta heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.

Alls eru fjórir fyrirlestrar í boði, fyrirlestrana hefur Unnur flutt síðustu árin í starfi sínu.
Þátttakendur í ferðinni fá diplóma í lok námskeiðsins.

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins.

Hún hefur kennt hóptíma og þjálfað landsmenn í yfir 32 ár. Hún er með MBA gráðu frá H.Í., diplómanámi í mannauðsstjórnun og M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun.

Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni, Pilates, Yoga, gönguferðir, dans, fyrirlestrar, skoðunarferðir um eyjuna fögur og sameiginlegt borðhald í lok ferðarinnar.

Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Pilates, Yoga, dans eða stundað heilsurækt og hreyfingu. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batteríin í lífinu.

Einkunnarorð Unnar eru gleði, hamingja og við eigum aðeins einn líkama. Því er mikilvægt að huga vel að líkama og sál

HÓTELIÐ BULL VITAL SUITES & Spa Boutique Hotel - Adult only

Gran Canaria 7 nætur
 Reykjavík
 Gran Canaria
02 október - 09 október
7 nætur
Verð á mann:
214.900 kr.
Bókaðu

Dvalið verður á hinu huggulega BULL Vital Suites sem er góð 4ra stjörnu gisting við  Maspalomas golfvöllinn. Hótelið hentar vel fyrir golfiðkendur. Hótelið er vel staðsett, á góðum stað nálægt Maspalomas sandöldunum frægu. Stutt er í alla þjónustu og eru veitingastsaðir og barir í næsta nágrenni.

Á hótelinu eru notalegar og rúmgóðar svítur.  Í  svítunum er svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófa í stofu. Svíturnar eru llar með svalir eða verönd, þær eru loftkældar með sjónvarpi, síma, smábar, hárþurrku og öryggishólfi (gegn gjaldi).

Frítt þráðlaust net er á hótelinu.

Garðurinn er suðrænn og gróskumikill, með góðri sólbaðsaðstöðu. Heilsulind hótelsins tekur vel á móti þér með margskonar líkamsmeðferðum. Á hótelinu er vel búin líkamsrækt

Fjöldi stéttarféaga veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu eða endurmenntun. Kynntu þér þín réttindi, kannaðu styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð. Sendu á unnur@aventura.is til að fá fylgiskjöl til að sækja um styrk
Innifalið í verði:
  Beint flug fram og til baka með Play með 20 kg tösku
  7 nætur á Bull Vital Suites & Spa Boutique Hotel 4★ með morgunverði
  Íslensk fararstjórn
  Akstur til og frá flugvelli
  Aðgangur að Spa - aðgangur að líkamsrækt - jógadýnur eru í boði fyrir alla í heilsuferðinni Dagskráin með Unni Pálmarsdóttur
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar):
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar):
DAGUR 1, Miðvikudagur, 2. október 2024
  Flogið með Play OG 640 Brottför frá Keflavík klukkan 08:55
  Áætluð lending á Las Palmas klukkan 15:40. Fararstjóri ferðast með hópnum út til Kanarí.
  Akstur frá flugvelli að hóteli.
  17:00 – 18:00 Unnur Pálmarsdóttir fararstjóri verður með kynningarfund og fer yfir dagskrá vikunnar í hótelgarðinum.
DAGUR 2, Fimmtudagur, 3. október 2024
  07:30 – 10:30 Morgunverður
  08:30 – 09:30 Fusion Pilates og morgunhugleiðsla
  11:00 – 12:00 Fyrirlestur «Heilsurækt huga, líkama og sálar»
  12:00 – 13:00 Gönguferð og svæðið skoðað. Unnur fer með hópinn í góða göngu um Ensku ströndina og niður að Dunas sandöldunum.
  17:30 – 18:15 Dansfitness og styrktarþjálfun í tækjasal – TABATA stöðvaþjálfun fyrir alla
DAGUR 3, Föstudagur, 4. október 2024. Sigling í Puerto De Mogán með Yellow Boat og markaðurinn heimsóttur.
  08:45 – 16:00. Við byrjum daginn á að vera sótt á hótelið kl. 08:45 og ferðinni er heitið til Puerto De Mogán. Við byrjum á því að skoða fræga markaðinn sem liggur meðfram þorpinu niður að höfninni. Þart taka á móti okur hjónin Marta og Ruben og við förum í dásamlega siglingu með Yellow Boat. Skoðunarferðin kostar aðeins 60 Evrur.

Innifalið er akstur fram og tilbaka, léttir drykkir, tapas réttir og sigling. Hægt er að fá lánað snorkl græjur. Við siglum með ekta kanarískum bát, Yellow Boat sem er þekktur og vinsæll. Í bátnum eru mjög góð sæti og borð fyrir alla. Siglt er meðfram ströndinni að sveitaþorpinu Tasarte. Á leiðinni sjáum við klettabelti með litskrúðugum jarðlögum. Þaðan er snúið við og siglt að El Perchel víkinni sem er aðeins hægt að komast að frá sjó. Þar er hægt að fara í sjóinn, snorkla fyrir þá sem vilja, en sjórinn er einstaklega tær á þessu svæði. Við víkina eru bornar fram léttar veitingar, drykkir eru í boði alla ferðina. Skráning og upplýsingar hjá fararstjóra í ferðinni.

DAGUR 4, Laugardagur 5. október 2024
  07:30 – 10:30: Morgunverður
  08:30 – 09:30 Fusion Pilates morgunæfing og hugleiðsla
  10:30 – 11:30: Morgunganga niður að Faro Vitanum að ströndinni á Maspalomas.
  11:30 – 12:30: Yogatími og núvitund á Maspalomas ströndinni

Hádegisverður á góðum veitingastað

Frjáls tími það sem eftir er dags, tilvalið að njóta sólarinnar.

DAGUR 5, Sunnudagur 6. október 2024
  07:30 – 10:30: Morgunverður

Frjáls dagur. Upplagt er að skella sér til höfuðborgarinnar Las Palmas eða Puerto Rico. Það er gaman að skoða eyjuna fögru. Upplýsingar um eyjuna veitir fararstjóri.

DAGUR 6, Mánudagur 7. október 2024
  07:30 – 10:30: Morgunverður
  08:30 – 09:30: Fitness Pilates Flow og hugleiðsla
  11:00 – 12:00: Fyrirlestur "Lífsgæði, næring og núvitund"
  12:30 – 13:00: Dansfitness og styrktarþjálfun í tækjasal
  13:00 – 13:30: Kviður og bakæfingar
DAGUR 7, Þriðjudagur 8. október 2024
  07:30 – 10:30: Morgunverður
  08:30 – 09:30: Fusion Pilates og kviður
  11:00 – 12:00: Fyrirlestur ,,Sjálfstraust & sigurvissa”
  12:00 – 13:00 Stöðvaþjálfun í tækjasal og DansFitness
  19:00 – 22:00: Lokahóf fyrir hópinn. Kvöldverður og gleði á vel völdum veitingastað. Nánari upplýsingar veitir fararstjóri á staðnum.
DAGUR 8, miðvikudagur, 22. október 2024
Heimferð með Play OG 641 frá Las Palmas brottför er klukkan 16:40 og lending í Keflavík klukkan 21:10
  07:30 – 10:30: Morgunverður
  08:30 - 09:30 Fusion Pilates og núvitund fyrir flugið
Brottför frá hóteli og út á flugvöll, nánari tímasetning síðar
Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara
Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting
Annað:
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 16 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.