Sitges

08.02.2024

Sitges

Sitges er einungis 35 kílómetra suðvestur af Barcelona. Þessi yndislegi bær hefur fallega 4 kílómetra strandlengju og hægt er að ganga þessa leið meðfram sjónum. Gott loftslag gerir það kleift að hægt er að njóta úti við nánast alla daga ársins. Fjörugt næturlíf og gylltar strendur er það sem einkennir Sitges.

Þessi dásamlegi smábær hefur upp á svo margt að bjóða, fjölbreytileikanum er fagnað og allir eru velkomnir. Á aðaltorgi bæjarins má oft finna lifandi tónlist og skemmtiatriði og bærinn er þekktur fyrir hin ýmsu hátíðarhöld, carnival, tónleika og alls kyns hátíðir.

Strendur

Fyrir tiltölulega lítinn bæ hefur Sitges gríðarlega fjölda stranda. Alls eru það 17 strendur, allt frá nektarströndum til fjölskylduvænna stranda.
Fjölskyldur flykkjast til Platja de la Fragata, fyrir framan gamla bæinn, vegna afþreyinga og vatnasports.

Verslun

Placa Cap de la Vila er líflegt torg í miðbæ Sitges, þaðan er hægt að ganga í verlsunargötur þar sem auðvelt er að gleyma sér. Á Placa Espana er tilvalið að tylla sér á kaffihús eða bar og horfa á iðandi mannlíf. Lítil gallerí og minjagripaverslanir setja svip sinn á þröngar götur bæjarins.

Næturlíf

Þessi smábær lifnar heldur betur við á kvöldin, líflegir næturklúbbar og barir, „Street of Sin“ eða Carrer del

Pecat er aðalgatan það sem hægt er að skemmta sér alla nóttina.

 


 

Aventura mælir með

Dagsferð til Barcelona
Heimsókn í Cau Ferrat‘s Museum
Church of Sant Bartomeu

  

Sitges á kortinu