Mallorca

25.11.2020


YNDISLEGA EYJAN MALLORCA
MEÐ AVENTURA

 FINNA FERÐ

   


Mallorca er Íslendingum vel kunn enda einn vinsælasti áfangastaðurinn á árum áður og nú getur landinn tekið gleði sína á ný því Aventura tekur stefnuna á þessa einstöku eyju í sumar.

Mallorca er stærst hinna svokölluðu Balearic-eyja, kjörin fyrir strandlíf, slökun og alls kyns afþreyingu, t.d klifur, köfun og seglbrettasvif svo ekki sé nú minnst á alla náttúrfegurðina. Eyjan er kjörin fyrir rólegt fjölskyldufrí sem og til alls kyns íþróttaiðkunar og skemmtunar. Næturlífið á eyjunni er rómað og laðar að þúsundir ungmenna hvaðanæva úr Evrópu.

Flogið verður með Play. Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför.
 

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

Innrituð taska 20 kg

 

 Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli.

 Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótela.

  

 Flogið á miðvikudögum til höfuðborgar Mallorca, Palma. Flugtíminn er um 4 1/2 klukkustund.

 Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi.

 

Á norðurströnd Mallorca er Alcudia-flóinn en einkenni hans er tær og grunnur sjór og hvítar strandlengjur með fíngerðum sandi. Aðgengið að sjónum er afar gott sem er auðvitað kjörið fyrir lítil börn. Innan við 10 km eru í stærstu strönd Mallorca. Þessi staður er ekki bara kjörinn fyrir fjölskyldufríið heldur einnig fyrir unnendur vatnaíþrótta. Hérna blæs vindurinn sem gerir staðinn eftirsóttan fyrir seglbrettaiðkendur sem koma hingað í stríðum straumum.

Cala d'Or Ef þú vilt fara til Mallorca til að slaka á þá er tilvalið að fara á austurströnd eyjunnar – nánar tiltekið til borgarinnar Cala d’Or. Aðalaðdráttarafl og óumdeilanlegir yfirburðir Cala d’Or fram yfir aðra ferðamannastaði eru huggulegar víkur með fíngerðum sandströndum sem eru umkringdar furuskógum sem skýla ströndunum fyrir vindi og of miklu sólarljósi. Þarna eru engin háhýsi en borgin er full af glæsihýsum sem eru falin á bak við gróður. Þangað er tilvalið að fara í brúðkaupsferð. Auk þessa eru í borginni Cala d’Or sjálfri fjölmörg hús sem máluð eru hvít sem er einkennandi fyrir Miðjarðarhafið. Það kemur skemmtilega á óvart hvað þetta er fallegur og huggulegur staður á Mallorca.

Playa de Palma er rétt fyrir utan höfuðborgina Palma. Falleg og breið strandlengja einkenna þetta skemmtilega svæði. Hin snjóhvíta strönd Playa de Palma teygir anga sína yfir 8 km meðfram hlýju Miðjarðarhafinu. Ströndin fékk Bláa fánann vegna umhverfisvænleika og hreinlætis. 

Palma Nova svíkur engan, þessi huggulegi bær hefur ávallt verið vinsæll meðal sóldýrkenda. Hvort sem þú sækist eftir slökun eða mikilli afþreyingu þá er þetta staðurinn fyrir þig. Playa Palma Nova er einstaklega falleg sandströnd þar sem frábært er að skella sér í grunnan sjóinn. Hægt er að ganga til Magaluf þar sem næturlífið á sé enga líka.

Santa Ponsa Það er líf og fjör í Santa Ponsa. Þessi fjörugi bær býður upp á fallegar strendur, mikið úrval veitingastaða, huggulegar gönguleiðir meðfram ströndinni og líflegt næturlíf.

  
SKEMMTILEGT AÐ GERA
Drekahellarnir í Manacor – þess virði að heimsækja - Nánar
Dómkirkjan í Palma er eitt helsta kennileiti Mallorca - Nánar
Puerto Portals – Glæsileg snekkjubátahöfn í hjarta Palma - Nánar
La Lonja – Gamli bærinn í Palma, þröngar götur, veitingastaðir og barir - Nánar
Katmandu Park, frábær vatns og skemmtigarður í Magaluf - Katmandu Park
Hidropark Alcudia, frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna - Hidropark Alcudia