Aðventuferð til Prag | 5. – 8. desember 2025
Njóttu aðventunnar í Prag
Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.
Gamla bæjartorgið er einkar jólalegt á þessum tíma, fallegar skreytingar, ljósadýrð og jólamarkaður að hætti heimamanna.
Fararstjóri ferðarinnar er Marta Bartoskova
Marta Bartoskova hefur lengi unnið að leiðsögn og fararstjórn. Hún byrjaði fyrir mörgum árum og hefur tekið á móti íslenskum ferðamönnum aðallega í Prag en líka í Brno, Búdapest, Vín, Verona, Pula og fleiri borgum. Annars er hún löggiltur túlkur milli íslensku, norsku og tékknesku og hefur þýtt fjölmörgar íslenskar bækur. Hún elskar að ferðast, fara á listasýningar og drekka gott vín.
Gist verður á Century Old Town Mgallery ⭐️⭐️⭐️⭐️
Þetta flotta hótel, er staðsett í hjarta borgarinnar, í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá Gamla bæjartorginu og Wenceslas torginu, auk mikils fjölda áhugaverðra bygginga, minja og safna til að fræðast meira um menningu og sögu. Hótelið er í flottu húsi, nýbarokk, byggingu frá 19. öld. Herbergin eru loftkæld og þægileg og eru tilvalin fyrir góðan svefn. Þar er einnig veitingastaður með brasserie-stíl með sumarverönd, bar, þvottahús og bílastæði með þjónustu.
Flogið frá Keflavík til Prag með Icelandair
Flogið frá Prag til Keflavíkur með Icelandair
Koma til Prag, farið í rútu á Century Old Town Mgallery. Seinni partinn röltir Marta fararstjóri með hópinn á jólamarkaðinn.
Klukkan 10 um morguninn heldur Marta fararstjóri af stað í bæjarferð. Prag er ein fegursta borg heimsins og það er ómissandi að byrja ferðina með því að kynnast helstu perlum hennar og þeirri ótrúlegu sögu sem hún hefur að bjóða. Gengið frá Republiky torginu, þar framhjá Púðurturninum, að Wenceslas torgi og um gamla bæinn, skoðuð hin fræga stjörnufræðiklukkaog gyðingahverfið. Gengið að Karlsbrúnni þar sem ferðinni lýkur. Hér heyrir þú söguna eins og hún átti sér stað.
Hádegissigling á Moldá. Frábær valkostur til að skipta upp deginum. Sigling á Moldá þar sem þú sérð helstu kennileiti borgarinnar en frá einstöku sjónarhorni. Kastalinn í Prag, Karlsbrúin, Rudolfinum tónlistarhöllin, þjóðleikhúsið, Vysehrad virkið. Á meðan á siglingunni stendur nýtur þú hádegisverðar og einstaks útsýnis frá ánni og fegurstu bygginga borgarinnar.
Sameiginlegur kvöldverður
Heimferð, farið í rútu á flugvöll












