60+ til Tenerife

60+ ferð með Kristínu Tryggva til Tenerife
60+ ferð með Kristínu Tryggva til Tenerife

60+ ferð með Kristínu Tryggva til Tenerife 20. febrúar

Ekki missa af Kristínu Tryggva á Tenerife í febrúar og mars. Kristín verður með frábæra dagskrá eins og ávallt, gönguferðir, bingó og fleira skemmtilegt í boði.

Gist verður á Best Tenerife á besta stað á Playa de las Americas þar sem hinn vinsælli “laugavegur” er í göngufæri. Boðið verður upp á herbergi með og án sundlaugarsýn.

Verð á mann 332.900 kr í tvíbýli
Verð á mann 347.900 kr í tvíbýli með sundlaugarsýn
Verð 529.895 kr í einbýli
14 nætur
Verð á mann 449.900 kr í tvíbýli
Verð á mann 469.900 kr í tvíbýli með sundlaugarsýn
Verð 744.895 kr í einbýli
21 nótt
Verð á mann 554.900 kr í tvíbýli
Verð á mann 584.900 kr í tvíbýli með sundlaugarsýn
Verð 949.895 kr í einbýli
28 nætur

Best Tenerife ⭐️⭐️⭐️⭐️

Best Tenerife er einn vinsælasti kosturinn á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett fyrir aftan Safari verslunarmiðstöðina og er því tilvalið fyrir þá sem vilja vera miðsvæðis. Herbergin eru björt og snyrtileg með loftkælingu, síma, sjónvarpi, smábar, öryggishólfi og hárþurrku. Hótelgarðurinn er stór og einstaklega suðrænn og heillandi. Ein af sundlaugum hótelsins er upphituð yfir vetrartímann.

Á hótelinu er heilsulind og líkamsræktaraðstaða.

Fararstjóri ferðarinnar er Kristín Tyggvadóttir

Kristín Tyggvadóttir er þaulvanur fararstjóri og einkar vinsæl. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 24 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín hefur starfað fyrir Aventura síðan 2021.

Innifalið
  Flug með 20 kg tösku
  Hálft fæði með drykkjum
  Íslensk fararstjórn í höndum okkar einstöku Kristínar
  Akstur til og frá flugvelli
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
Ekki innifalið
  Þjórfé
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið.
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.