Albir Playa Hotel & Spa er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Alfàs ströndinni í Albir. Frábært fjölskylduhótel og notalegt andrúmsloft er á Albir Playa. Sundlaugargarðurinn er einstaklega fallegur með suðrænni stemningu. Barnalaug og leikvöllur fyrir yngri kynslóðina, barnaklúbburinn er starfræktur yfir sumartímann.
Herbergin voru nýlega endurnýjuð í smekklegum stíl, þau eru loftkæld með smábar, öryggishólfi sjónvarpi og þráðlausu neti að kostnaðarlausu.
Gegn aukagjaldi er möguleiki að skella sér í heilsulind hótelsins. Hægt er að leigja hjól á hótelinu. Benidorm er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hotel Albir Playa.
Frábær kostur fyrir fjölskyldur í rólegu hverfi í Albir.
Sýna allt