Hotel Best Siroco er frábærlega staðsett í Benalmádena, um 250 metra frá ströndinni og umkringt fjölmörgum veitingastöðum og börum. Snekkjubátahöfnin „Puerto Marina“ er í u.m.b. 10 mínútna göngufjarlægð, en þar iðar allt af mannlífi.
Hótelið er með fallegum garði sem er einstaklega gróðursæll og 2 sundlaugum. Öll herbergin eru fallega innréttuð, með svölum, sjónvarpi og loftkælingu.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem gestir geta notið góðs matar og drykkjar og býður hann einnig uppá glútenlausar máltíðir.
Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og leiksvæði fyrir börnin.
Góður kostur í Benalmadena þar sem stutt er að ganga á strönd.
Sýna allt